Færsluflokkur: Ferðalög

Syðra Fjallabak

Félagarnir Ég og vinur minn Magnús ákváðum fyrir 2-3 árum að fara ferð eitthvað út í bláinn,það eina sem við vissum var að við ættluðum austur að Hjörleifshöfða í fyrsta áfanga og sennilega gista þar í skipbrotsmannaskýlinu,sem er undir suðurenda höfðans,Maggi á Wrangler og ég á Pattanum.

Við ókum austur og vorum komnir snemma kvölds um kl 19 og renndum sem leið lá að skýlinu,er skemmst frá því að segja að það var í slíkri niðurníðslu að með ólíkindum má telja og öngvan vegin hæft til gistingar,við skoðuðum okkur um og fórum langleiðina hringinn í kringum höfðann,en komum að smá læk að austanverðu sem mér leist ekki á að fara yfir vegna sandbleytu og þó Maggi færi yfir var útilokað að ég kæmist á eftir á bíl sem er um 2,5t og bíll félaga míns of léttur til að draga minn lausann úr sandbleytu,svo við snérum við og eftir smá vangaveltur stefndum við inn á Fjallabak upp hjá Búlandi.

Þar sem við erum báðir með vhf talstöðvar vorum við að spjalla saman og ráða ráðum okkar með aðstoð stöðvanna,og ákváðum að fara inn að Hólaskjóli og taka hús þar,Maggi í skálanum og ég að vanda í bílnum því að sjálfsögðu var Bylgja með.

Er við komum þangað tjáðu skálaverðir okkur að þar stæði fyrir dyrum mikil veisla skála og landvarða og væri okkur því ekki laus gisting,gott og vel við skildum þetta vel og eiga þessir aðilar vel skilið að eiga sína helgi í friði,svona rétt í lok sumars og lokun skálanna.

Það vakti athygli okkar var að á hlaðinu voru tveir refir að gæða sér á mat sem skálaverðir höfðu lagt út til þeirra og höfðu þeir hænt dýrin að sér um sumarið með þessum árangri,þarna átu refirnir mat nánast í um 5m fjarlægð frá mönnum og bílum og voru hinir rólegustu.

En þetta leysti ekki okkar gistivanda og áfram var haldið og inn á Syðra-Fjallabak,og stefnt á Álftarvatnsskála,útsýnið á leiðinni var stórkostlegt og við náðum flottum myndum af Eldgjá og öðrum stöðum þarna og svo komum við að Syðri-Ófæru og ákváðum við að fara yfir vaðið þar sem hún rann á hrauninu,ég fór á undann og í lægsta gír og hægustu ferð lét bíllinn eins og skip í stórsjó og Bylgja boffsaði á mig eins og hún vildi segja,farðu varlega maður.

Er ég var kominn yfir sagði ég Magga að fara sömu leið og ég hafði farið en umfram allt að fara hægt  og varlega,Jess ekkert mál kom í gegnum talstöðini frá félaga mínum og svo ók hann af stað,Wranglerinn vaggaði og valt þarna út í miðja á,svo allt í einu kom rykkur á bílinn framendinn niður í holu,afturdekkinn uppúr vatninu,andlit félaga míns klístraðist á framrúðuna svo kom framendinn uppúr dekkin á loft og bíllinn á afturbrennaranum upp á bakkann,út snaraðist félagi minn og lagaði á sér gleraugun og horfði á mig,strauk sér um nefið og svo kom,Veistu það Laugi það er bara ekki hægt að fara hægt á þessum bíl,alltof mikið afl og ég of stuttur til að stíga laust á bensíngjöfina,ég viðurkenni fúslega að mér varð orðfall?'.

WranglerinnEn áfram héldum við og breyttum ákvörðun okkar um gistingu og stefndum inn á Mælifellsand,ættluðum inn í Hvanngil,um þetta leiti var farið að rökkva á sandinum og er við komum inn að Hólmsá var orðið aldimmt,en þvílík kyrrð og friður sem ríkti þarna og við Mælifellið stöðuðum við og drápum á bílvélunum og slökktum öll ljós og bara nutum kyrrðarinnar og þrátt fyrir myrkrið komu útlínur Mýrdalsjökuls skýrt fram á vinstri hönd og Mælifellið til hægri og útlínur hæða og fjalla sáust út frá þessum kennileitum.Mér fannst eins og eitthver hefði opnað fyrir stresstankana hjá mér og fann hvernig slaknaði á spennunni í líkamanum,ótrúleg stund og ógelymaleg,friðurinn og ægifegurð landsins seittlaði inn í hverja taug og hlóð upp þreki og styrk og stolti af að vera hluti af þessu landi.

Eftir þetta stopp héldum við áfram og komum inn að Kaldaklofskvísl sem var vantslítil og auðfarin,í Hvanngili var fullbókað og við inn að næsta skála og þar fékk félagi minn koju og ég græjaði mig í bílinn,fullkominn dagur.

Um kl 9 morgunin eftir vöknuðum við Bylgja hress og kát og Maggi mætti með nýlagað kaffi og í morgunsólinni sátum við þarna og nutum þess að vera til,við héldum svo áfram og í sól og blíðu brunuðum við inn að Laugarfelli þar nestuðum við okkur og slöppuðum af og ókum svo í rólegheitum til RVK í stressið,klárir í slaginn í bænum.

Svona ferð er ekki hægt að kaupa eða leigja,svona ferð lifir maður á í langann tíma,upplifunin er einstök og þó eflaust eitthverjum þyki þetta vera væmni þá upplifði ég þessa ferð nákvæmlega eins og ég skrifa,og þökk sé frábærum vini og félaga sem upplifir landið á sama hátt varð þessi ferð ógleymanleg,hafi hann þökk fyrir félagskapinn og vináttuna.     Nestis áning    


Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 13591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband