Svartfugla og Lundaveiðar.

Frá barnæsku hefur mér alltaf hlakkað til þegar vorið kemur og fuglinn sest upp í björgin,þá eitthvern vegin var veturinn búinn og loftið fylltist af fuglaklið og björgin lifnuðu við,líkt og bergrisar af vetrarblundi og allt iðaði af lífi,vertíðinni lokið og menn konur og börn litu upp frá amstri hversdagsins og undirbúningur alskyns útiveru og samkomum hófst.

Í lífi eyjamanna hófst mjög svo sérstakur tími,fjallamenn tóku að huga að vaðnum og varpi og úteyjarfélögin að gera skálana klára og laga það sem skemmst hafði um veturinn,því nú leið að eggjatöku og bjargsigi og svo fóru að sjást trillur og bátar stefna í átt að Súlnaskeri,Suðurey,Bjarnarey og öllum hinum,menn sáust í brekkum Dalfells á leið í Blátind og í víkini við Ystaklett.

Og svo komu þeir aftur angandi af fugladriti og Fýlsælu og gallinn útataður,sem sagt þeir ylmuðu af vori og fjöllum,í farteski þeirra voru stampar og kistur fullar af eggjum og næstu vikur var mikið um að svartfuglegg væru á matborðinu og sitt sýndist hverjum um hvernig þau brögðuðust best,fersk eða smá stropuð,linsoðin eða harð,en allir voru sammála um að þetta væri ómissandi matur á vorin.

Stundum kostuð þessar ferðir meira en til stóð að greiða og sumir með lífi sínu,aðrir slösuðust eftir fall eða í sigi,faðir minn greiddi sitt verð með lífi sínu í Súlnaskeri vorið 1958.Þessi slys drógu þó ekki úr mönnum kjarkinn við bjögin og voru sumir afburðafimir við klifur og sig,í bók Eldeyjar-Hjalta er þessu gerð góð skil.

Eftir eggjatímann kom smá hlé fram í miðjan júní og þá var farið í björgin að háfa bjargfuglinn og þá hófs nýr kafli í lífi bjargveiðimanna,þeir sem áttu þess kost að fara í úteyjarnar,lágu við í skálunum yfir helgi eða viku jafnvel vikum saman og það er mjög sérstakt samfélag,vindur og flug var stúterað mjög náið og spáð í hvar væri best að sitja við og helst væri von á flugi til veiða,þetta samfélag byggði á aldargömlum hefðum og venjum og ungir lærðu af gömlum og kynslóðarbil þekktust ekki í þessu samfélagi.

Misjafnt var hversu vel gekk að veiða og sumir lægnari en aðrir og veiddu meira,sama var í gangi á heimalandinu og almenningum,menn sættu lagi og fóru í klettinn eða út í tind eða Höfða,þessum setum við veiðarnar fygldi leiður gestur sem er lúsin og þó svo maður næði að tína af sér megnið var ansi oft sem hún komst í að sjúga og gróf sig undir húðina og fitnaði vel,var ýmsum ráðum beitt til að ná henni burt,því ekki mátti slíta hana af og víst er um það að mörg sárin eftir hana urðu ljót og átti það til að hlaupa sýking í sárin.

Ég hélt lengi vel að þetta væri bara stundað í eyjum en með tímanum komst ég að því að þetta var stundað um allt land þar sem svartfuglinn settist upp og hefðir og venjur með svipuðu sniði allstaðar og var það talið mjög svo til hlunnindaaukningar ef bjargveiði fygldi jörðum og hefur þetta verið stundað frá landnámi og á tímum skipt sköpum um lífsafkomu fólks.

Eitt var þó öðru fremur sem leiddi af þessum veiðum og það var að bjargveiðimenn voru mjög svo meðvitaðir um afkomu og aðstæður fugla og lærðu fljótt að um veiðarnar gilti sama lögmál og ofbeit,því fygldi afkomubrestur og fækkun í björgum.

Eyjamenn tóku eftir fækkun í lundastofni og brugðust við með að takmarka veiðar sínar og stytta veiðitíma,fyrir nokkrum árum og í ljós kom að æti fuglsins"sílið" var að miklu leiti horfið og fuglinn svelti,og á endanum stöðvuðu þeir alfarið veiðar og er það stopp enn í gildi,þessa ákvörðun tóku þeir án samráðs við Umhverfisstofnun eða eftirlitsaðila,það kom svo í ljós að þó svo fugli fækkaði í björgum á hluta landsins jafnvel fjölgaði honum annarstaðar og það verulega á sumum stöðum.

Þá allt í einu kemur tilkynning um það frá SS og Umhverfistofnun að til standi að leggja á algjört veiðibann í 5 ár,þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti,engin samráð,enginn fyrirvari bara bann.

Blaðamaður Bændablaðsins sendi fyrirspurnir til ráðuneytisins og Umhvefisstofnunar um rannsóknir á stofnstærðum,afkomurannsóknir,talningar,eggjatöku og fæðurannsóknir og með eftirgangsmunum fékkst á endanum svar,löngu eftir að lögbundin svartími var liðin.

Svarið var í hæðsta máta undarleg og skrítið,,,Engar rannsóknir,engar á fæðuframboði,engar á stofnstær,engar á afkomu eða náttúrulegum afföllum,engar rannsóknir um áhrif af aukinni stofnstærð á tófuni eða því sem hún tekur,engar talningar á eggjatöku eða varpi,sem sagt akkurat engar rannsóknir af neinu tagi né heldur heimildasöfnun um nýtingu þessara hlunninda fyrir veiðirétthafa eða bænda.

Hver skyldi þá vera grunnurinn að banninu,,,, jú Huglægt mat starfsmanna Umhverfisstofnunar.

Engar rannsóknir af neinu tagi,heldur huglægt mat starfsmanns á skrifstofu.

Ég veit ekki um aðra en þetta er eitthvað það arfavitlausasta sem ég hef heyrt og ég vildi óska þess að þetta kæmi mér á óvart,en nei það má eiginlega segja að þetta sé gegnumgangandi grunnur fyrir ýmsum ákvörðunum SS og stofnunarinnar og saman halda þau sínu striki þrátt fyrir að fá á sig dóma fyrir valdníðslu og illa grundaðar ákvarðanir.Ég mun svo sannarlega nota atkvæði mitt til að koma í veg fyrir að þessir og líkir öfgasinnar komist í ríkistjórn aftur og get ekki beðið eftir að þeirra tíma ljúki á þingi alfarið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála. Og það er undarleg aftenging frá raunveruleikanum að trúa því að friðun styrki dýrastofn sem hopar vegna fæðuskorts.

Varpstöð með 100 pör er líklegri til að koma ungum á legg í fæðuskorti en varpstöð með 10 þúsund pör. Þetta er einfalt reikningsdæmi sem ekkert grunnskólabarn gæti reiknað skakkt.

Árni Gunnarsson, 11.10.2012 kl. 14:15

2 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Árni

Og takk fyrir þessa athugasemd,það er þekkt í náttúrinni að dýrastofnar bregðist við offjölgun með ýmsum hætti,eins að í fæðuharðindum fari dýrinn að sækja í aðra fæðu en hefðbundna ,það er gangur lífsins í þessu sem öðru.

En friðun byggð á vönduðum rannsóknum um árabil og taki til ákveðinna svæða líkt og við gerum í fiskverndun og leyfum veiðar á öðrum er frekar eitthvað sem er raunhæft,en alsherjarfriðun byggð á röksemdinni "af því bara" er ekki boðleg hvorki í þessu eða öðru.

Hafðu þökk fyrir athugasemdina.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 15.10.2012 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband