Sigurður Bjarnason Ferðabóndi Hofsnesi 80 ára.

                            Afmæliskveðja til Sigurðar Bjarnasonar frá Hofsnesi Öræfum

 

Siggi á Nesinu og Höfðarútan hans

Sigurður Bjarnason Hofsnensi Öræfum varð 80 ára þann 12 nóvember síðastliðinn og bauð vinum og vandamönnum til veislu að Kumbaravogi þann 18 nóv,en hélt upp á afmæli sitt heima á Nesi á afmælisdaginn.

Ég komst ekki til að vera með honum þessa daga vegna veikinda,en vegna þess að Siggi á Nesinu eins og hann er kallaður í daglegu tali,er einn af þeim hversdaghetjum sem tekist hafa á við tilveruna á sinn hljóðlega en staðfasta hátt sem einkennir Öræfinga og mér og öðrum krökkum sem komu á Nesið til sumardvala ár eftir ár er í fersku minni.

Þar var ekki mikill auður peninga eða annara veraldlegra tákna,en þar var ógrynni manngæða og þekkingar ásamt hlýju og virðingar sem borin var fyrir lífinu og fólkinu sem þar dvaldist um lengri eða skemmri tíma,brunnur sem óspart var ausið úr og aldrei lækkaði í.Mér finnst mannlýsing sú sem Bólu-Hjálmar lýsir svo vel í vísu sinni er hann sagði um eitthvern sem hann bar mikla virðingu fyrir eiga vel við um Sigga og hans fókl á Nesinu.

Víða til þess vott ég fann,

Þótt venjist oftast hinu.

Að guð á margan gimstein þann,

er glóir í mannsorpinu.

Ég kom fyrst á Nesið sem barn 1961 og var það að þakka stúlku sem hafði dvalið þar ein 11 sumur,Margréti Ólafsdóttur frá Karlmanstjörn Vm og lét hún undan þrábeiðni minni um á komast á þennann sveitabæ sem hún talaði svo mikið og vel um og enn þann dag í dag er ég mjög þakklátur fyrir að hafa komist þangað í sveit.

Þegar ég kom þar fyrst var Siggi að ná sér eftir alvarlegt slys á vertíðinn,veturinn áður á Ófeigi VE,en hann hafði lent inn á spilið og lærbrotnað illa og svo illa gréri sárið að fórutinn snérist að hluta út á hlið og háði Sigga í mörg ár,þar til han lét brjóta þetta upp aftur og laga.

En hann lá ekki inni á fleti vegna þessa,heldur tók þátt í búskapnum sem þá var á foræði föður hans Bjarna Sigurðssonar og að hluta Helga Stefánssonar og að mörgu að hyggja með um 300-400 fjár,4 mjólkandi kýr og 3 kálfa og vetrunga í fjósi,búið gaf ekki mikið af sér eins og algengt var þá sem nú og aukabúgreinar svo sem selveiðar við Skeiðarárósa og við Ingólfshöfða,fuglatekja í höfðanum og akstur vörubíla við vegagerð voru stundaðar af mikilli natni.

Gamli bærinn

Bærinn var gamall og að hluta torf með timburþilum og útihús úr torfi,þetta voru hús sem öll þöfnuðust endurnýjunar og var unnið markvist við að byggja ný og fyrsta sumarið mitt var hlaða bygg við fjárhúsin og steypan hrærð í lítilli hrærivél og handmokað í og steypan borin í fötum upp í mótin og eins og venja var á þeim tíma komu sveitungarnir og hjálpuðu til við steypuvinnuna.

                                                                                            

 

 Sigurður stóð vaktina við steypuvélina og gekk vinnan hratt fyrir sig og var hægt að setja í hlöðuna um sláttinn það sumar.

 

 

Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

 

 

 

Siggi eignaðist 3 börn með fyrrverandi konu sinni frá eyjum og byggði upp nýtt tvíbýlishús á jörðinni og var það unnið að mestu af honum og Helga og var hann þá tekin við ábúðinni á jörðinni ,áherslan á búskapnum breyttist með tímanum og stundaði hann vörubílaútgerð og vann mikið við brúarvinnu á Skeiðaársandi við akstur á efni og kona hans sem ráðskona við brúargerðina.

1974 flutti Siggi með konu sinni til eyja og keypti sér hús og stundað vinnu framan af við fiskverkun en svo á sjó sem stýrimaður á bátum frá eyjum og þar sem annar staðar fór það orð af honum að hann væri afbragðsmaður til allra verka og samviskusamur svo af bar og eftir sóttur til vinnu.

En er Helgi lést flutti Siggi aftur í Öræfin og tók alfarið við jörðinni og stuttu seinna skildu þau hjón og Siggi bjó einn með systur sinni Guðrúnu á Nesinu.

Á þessum tíma var hart lagt að bændum að minnka sauðfjárbúskap og það var úr að slíkur búskapur var lagður niður á jörðinni og snéri hann sér að refarækt og stundðaði hana um nokkur ár en á þeim tíma var verð á skinnum lágt og stóð ekki undir kosnaði við ræktuninni,svo það var sjálfhætt með refinn,og á tíma leit ekki vel út um búsetu á jörðinni og sótt var í vinnu á sjó og landi sem gaf eitthvað af sér og var Siggi staðráðinn í að halda jörðinni svo lengi sem hann gæti þó ekki væri bjart.

Á þessum tíma var hann orðin 60 tugur og útlitið ekki bjart,þrátt fyrir þrotlausa vinnu til sjós og lands var orðið erfiðara að ná saman endum og skrokkurinn farinn að láta undann,en í símtali sem ég átti við hann á þessum tíma kemur það fram að hann sé að huga að því hvort ekki væri ráð að athuga með að fara með túrhesta út í Ingólfshöfða á gamalli heykerru sem hann átti og nota gamlann Massey Ferguson til að draga vagninn,en á þessum tíma var Siggi orðinn vitavörður í höfðanum og hafði nýtingarrétt þar á móti öðrum úr sveitinni.

Ég og aðrir hvöttum hann til að láta reyna á þetta og það þrátt fyrir að tungumálakunnátta hans væri ekki mikil,væri ferðin út í höfða ein og sér upplifun sem túristar myndu glaðir greiða gjald fyrir og ég bent honum á að jarðeigendur um alt land væru að huga að svipaðir ferðaþjónustu og benti honum á Papeyjarferðir og fl.

Og núna hófst nýr kafli í lífi Sigga á Nesinu,á skömmum tíma varð hann frægur langt út fyrir landsteinana og ferðir hans út í höfðann eftirsóttar undir hans leiðsögn þar sem hann á sinni eigin útgáfu af útlendsku fræddi þá um staðinn og söguna og myndir af honum og farartækinu flugu um alt á netinu, og á skömmum tíma tókst honum með mikilli vinnu og lýjandi að snúa fjárhagsmálum við og eignast betri vagna og traktora.

scan0001

 Það er ekki hægt að gera sér í hugalund hversu erfiðar þessar ferðir gátu verið með gömul tæki og að fara 2-4 ferðir á dag með leiðsögn og göngum upp og niður sandbrekkurnar og göngu um höfðann taka á líkamlega og standa svo í viðgerðum og lagfæringum á tækjum og tólum í frístundum sem gáfust þegar lítið var að gera,er meira en að segja það þegar maður er kominn yfir sextugt,en hann var hinn ánægaðsti og létt ekkert á  sig fá brasið,ánægður með að ná upp góðu líkamlegu þoli og léttast um mörg kíló hvert sumar og allt gekk upp,mér er það alvarlega til efs að margir fari í fötin hans hvað þetta varðar. ein mynd af honum er sérlega vinsæl og hefur vakið undrum um allann heim,en það er myndin af honum uppi á höfða með útrétta hönd og á hana sest viltur Skúmur og er ekki vitað til að nema ein manneskja önnur hafi náð svo til fuglanna í höfðanum og það er tengdadóttir hans sem býr ásamt yngsta syni hans á jörðinni í dag og halda þau úti öflugri ferðaþjónustu,höfðinn á sumrin og Hvannadalshnjúkur og ísklifur á vetrum og hefur Einar farið flestar ferðir íslendings á hnjúkinn svo vitað sé.

7221_101124199908035_100000313659793_27382_5374808_n

 

 Ég á ekki þessa mynd og biðst afsökunar á að birta hana hér,en vona að mér verði fyrirgefið.

Siggi hefur núna látið jörðina í hendur yngsta syni sínum og tryggt það að jörðin verður áfram í byggð og í höndum mans sem er jafn umhugað um hana og Sigga og í samtali við Sigga fyrir nokkrum árum var hann sáttu við að draga sig í hlé,þó eins og hann sagði,ég tek svona eina og eina ferð ef mikið liggur við.

Ég kom á hann öllum þeim túristum sem ég gat sem bílstjóri fyrir Snæland og fl og á ferðamönnum var að heyra að bóndinn á traktornum hefði ekki verið minna áhugaverður en höfðinn og svo merkilegt sem það kann að virðast þá virtust flest allir hafa skilið heimatilbúnnu útlenskuna hans og notið leiðsagnarinnar vel og hann og farartækið ásamt staðnum höfðu markað sér bás sem ein heild í frásögnum farþeganna og meðal útlensku fararstjóranna er hann löngu orðin að tákni Öræfana ásamt Skaftafelli og Jökulsárlóni.

Sigurður og fólkið hans á Nesinu markaðir sér sérstakann bás í lífi mínu sem barn og fram á unglingsár og þrátt fyrir að langt líði oft á milli símtala eða heimsóknar til þeirra,þá hefur minnigin ekkert fölnað og allt mitt líf hef ég verið þakklátur og ánægður með kynni mín við þau og virðing mín fyrir þeim vaxið er árinn líða og þau skipti sem ég kem heim á Nes er eins og að koma heim.

Hann hefur glímt við kransæðarstífu og krabbamein en staðið það allt af sér sem annað og ótrauður haldið sínu striki,með heiðaleika og sjálfstæðri hugsun hefur hann markað sér bás í lífinu og þrotlausri vinnu trygg að afkomendur hans búi áfram á jörðinni.

Með trygglyndi og vináttu er hann hjartfólgin öllum þeim sem kynnast honum og eru menn ríkir á eftir,honum eru ekki tamar háværar yfirlýsingar,en þegar hann talar þá hlusta menn og taka mark á og hafa gaman af að spjalla um allt milli himins og jarðar við hann því hann er víðlesin og fróður og fátt honum óviðkomandi og fáir honum fróðari um sögu sveitarinnar hans í gegnum tíðina.  

Siggi dvelur núna á Kumbaravogi eftir heilablóðfall og ævidegi farið að halla,en þessi aldna kempa situr í hjólastólnum með sömu reisn og hann hefur alltaf lifað,hugurinn heill þó skrokkurinn sé veikur og lúinn af þrotlausri vinnu alla ævi,en virðing hans og sjálfstæði óskert og tryggur vinur vina sinna,en hver sá sem hefur getað kallað hann vin sinn er ríkur og það ríkidæmi endist ævina út.

Svo til þín Siggi,Megir þú lifa lengi enn hress og ern og hafðu þökk mína fyrir vináttu þína og hlýju sem hefur gert mig ríkann frá barnsaldri og njóttu ellinar sem best. 

                                                       

Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur Siggi að flá sel eftir veiðar úti í Höfða,svona man ég eftir Sigga og þessi mynd af honum og aðrar sem ég á halda á lofti minningu um góða tíma hjá góðu fólki.

Hafðu kæra þökk fyrir allt félagi og lifðu heill. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

PéturWaldorff til vinstri Siggi að flá sel Smali gamli einstaklega blíður og góður hundur þarna til hægri á myndinni

Pétur Karlsson (IP-tala skráð) 26.11.2012 kl. 16:58

2 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Pétur og takk fyrir athugasemdina,já Smali lifir enn í huga mínum og blíða hans og þolinmæði við okkur krakkana var einstök og oft var gaman þegar hann kom með okkur að sækja kýrnar og lenti í rimmu við Skúminn.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 30.11.2012 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 13590

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband