Hvað er Útivistarmaður.

Ég sat fund í kvöld þar sem fjallað var um ferðafrelsi og væntanleg lög um náttúruvernd og voru tveir fyrirlesarar frá Bandaríkjunum,annar með 20 ára reynslu í ferðamennsku og slóðamálum,hinn með 32 ár sem starfsmaður við skipulag og rekstur þjóðgarða. Erindi þeirra var virkilega gott og upplýsandi og fjölluðu um skipulagningu vega og slóða,fyrir vélknúinn farartæki og sambúð náttúru og ferðamennsku,en þar sem erindi þeirra er að mestu til á heimasíðum útivistarfélaganna sem að þessu stóðu,Skotvís,Samút,4x4 og Lín þá ættla ég ekki að fjalla um það,heldur um umræður sem sköpuðust á fundinum um frumvarpið og þar var talað um hvað væri útivistarmaður/kona. Spurt var út í skilgreininguna hvað sé útivistarmaður og kom einn fundarmanna með þá túlkun sem er í Hvítbók að mér skilst að útivistarmaður er sá einn sem ferðast um landið á tveim jafnfljótum eða reiðhjóli,hvaðan sú skilgreining er kominn er mér hulin ráðgáta enda ekki í umgengnishóp þeirra sem sömdu þessa blessuðu bók og ætla mér ekki að reyna að skilja hugarheim þeirra er í honum starfa. En skilgreiningin er afar skrítin svo ekki sé meira sagt og sýnir svo um verði ekki villst að væntanleg "umhverfisverndarlög"eru alfarið sniðin að fáum útvöldum umhverfisofstækismönnum/konum og þörfum þeirra. Ég get í raun ekki skilið svona framsettningar því þúsundir og aftur þúsundir manna og kvenna sem fara um náttúruna á annann hátt en gangandi eða á reiðhjóli eru sniðgengin í skjóli þessarar skilgreiningar. Ég hef frá æsku stundað útivist og ferðir langar og stuttar,gangandi,hjólandi,á hestbaki og bíl,verið alin upp við það að bjarga mér á fjöllum og láglendi,stundað skotveiði og veitt í háf fram á fjallsbrún eða sitjandi niðri í bjargi. Ég stundaði köfun og náði að skoða fjöldan allann af ótrúlegum náttúru undrum neðansjávar og í vötnum á hálendinu,Ég eins og þúsundir annara uni mér hvergi eins vel og úti í okkar stórkostlegu náttúru,hvort sem það er á hálendi,láglendi eða frá sjó,ég hef ekki nokkurn áhuga á að fara erlendis í sumarfrí,vil heldur eyða því í ferð um landið okkar og fræðast um sögu þess náttúru og menningu þjóðarinnar sem ég er svo stoltur af að tilheyra. Ég hef farið í óteljandi ferðir með gjörsamlega óvana ferðamenn á jeppum sem sumir hverjir hafa aldrei farið út af malbiki og staðið fyrir stofnun sérstakrar nefndar innann 4x4 sem sérhæfir sig í að leiðbeina byrjendum og farar með þá í misjafnlega erfiðar ferði alla veturinn,svo kallaða"Litlunefnd"Allir sem í henni hafa starfað og með henni gefa vinnu sína og greiða eldsneytiskostnaðinn sjálfir,eins er með mig og best launin sem ég fæ er hrifning og upplifun samferðafólksins af ferðinni. Alveg fram að því að bakið á mér gaf sig ferðaðist ég jafnt gangandi sem akandi,en frá 97 hef ég ekki getað gengið langar leiðir og als ekki með bakpoka og hef því snúið mér alfarið að því að ferðast um á jeppanum mínum og labba stuttar vegalengdir út frá honum,en ég legg mikið á mig við að halda honum í góðu lagi og ferðafærum og safna saman fyrir kostnaði við næstu ferð,en dagsferð fer léttilega í 20 þúsund í olíukostnaði. Sem sagt ég hef stundað útivist og hálendisferðir nánast allt mitt líf,notið fræðslu ótrúlegra manna sem innrættu mér virðingu fyrir öllu í náttúrunni og að ganga/aka vel um hana,eins að jafnvægi dýralífsins haldist innbyrðist,því friðun á einum stofni getur verið jafn slæm og ofveiði á öðrum. Ég hef kappkostað að kenna mínum að bera sömu virðingu fyrir landinu eða eins og einn fyrirlesarinn sagði í kvöld,"við erum öll hérna inni náttúrverndarsinnar og viljum að börnin og afkomendur njóti landsins á sama hátt og við höfum gert,en það er ekki hægt nema vernda náttúrunna fyrir komandi kynslóðir til að njóta.

Eitt er þó kristaltært að við þurfum að lifa hérna á landinu og framfleyta okkur eftir bestu getu og það gerist með skynsamlegri nýtingu á landi og fallvötnum og svo skrítið sem það nú er þá er vatns og gufuorkan sú hreinasta sem völ er á og ef vel er að staðið fellur vel inn í landslag og náttúru.

Ég hef heyrt loforð grænfriðunga sem lofuðu svo og svo mörgum störfum ef þetta eða hitt yrði ekki gert,ekkert af því hefur staðist og eru bara holhljóma raddir sem nota loforð um glæsta framtíð en eyðast í tómi loftsins sem notað er við að framleiða þau,Það er hægt að benda á staðreyndir á staðreyndir ofan um þau dæmi og sum samtökin hafa gengið svo langt að óska eftir stuðningi við það erlendis að knésetja eigin þjóð og  ákveðna aðila og finnst það bara allt í lagi.

Eins er það merkileg staðreynd að þeir sem harðast hafa gengið fram í að fá lokanir settar á,eru aðilar sem hafa tekjur og lifibrauð af því að selja erlendum ferðir á þessi lokuðu svæði og eiga að fá í því skini leyfi til að byggja skála og aðstöður fyrir starfsemi sína og núna síðast voru framkvæmdir þeirra stöðvaðar er átti að leggja rafmagnsstreng undir Markarfljót og rafvæða aðstöðu og hús þeirra.

Að þeim samtökum sem héldu fundinn í gærkveldi standa allt að 55 þúsund mans sem telja sig og sína vera náttúruunnendur og útivistarfólk,en samkvæmt skilgreiningu hvítbókar VG eru "bara fólk sem ferðast um á vélknúnum farartækjum" .En þeirri einföldu staðreynd slepp að til þess að komast á þessa lokuðu slóða og yfir höfuð á göngusvæðin þarf vélknúin farartæki og um leið og þau eru nýtt þá verður skilgreiningin "útivistarmaður" reykulli og hlýtur eiginlega að miðast við að færslan á milli þessara tveggja hugtaka verði þegar "útivistarmaðurinn/konan reimar á sig gönguskóna fyrir utan faratækið og þá verður þetta enþá flóknara,því nánast við öll sem stundum útiveru og ferðir notum göngur sem hluta af ferðamátanum,þannig að þá fellur skilgreining Hvítbókar eiginlega algjörlega um sjálfa sig og verður að marklausu bulli á blaði.

Af hverju er frumbyggjahugtakið sniðgengið í þessum efnum,jú það er vegna þess að forfeður okkar notuðu ekki vélknúinn farartæki á miðöldum,að sjálfsögðu ekki þá voru þessi faratæki ekki til og engar véla heldur,en kviktré og klyfjahestar og vagnar notaðir alstaðar sem því var viðkomið og að sjálfsögðu hefðu þeir notað vélknúinn farartæki ef slíku hafði verið að dreifa,það vantar cirka 10 ár upp á að við höfum notað bíla sem aðalfarartæki hérlendis í hundrað ár og hefur það fylgt eðlilegri þróun um allann heim,fumbyggjahugtakið var samþykkt er kvótakerfið var sett á og ekki gerðar neinar kröfur um að bátarnir sem notaðir væru,væru eingöngu knúnir af seglum eða árum,það var talin eðlileg þróun að vélar væru komar í þá,og hvað þá eru þeir þá ekki orðnir að vélknúnum farartækjum,allar skútur sem fara um heimshöfin með tilstilli vinds,eru með vélar sem sjá þeim fyrir rafmagni og eru notaðar þegar hin orkan er ekki að gera sig. 

Niðurstaða mín er einföld,Allir þeir sem stunda útivist hvort sem það er í borgum og bæjum eða sjó og landi,neðansjávar eða uppi á fjöllum er útvistarfólk og það eru hagsmunaraðilar hvað varðar fyrirhugaða lagasettningu um náttúrufriðun,Skilgreinig "Hvítbókar" er huglægt mat ofstækissinna sem sjá bara þann hluta tilverunnar sem þeir vilja,en sleppa því sem varðar aðra. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„Hugtakið útivist á við um för og dvöl úti undir beru lofti þar sem ferðamaðurinn er í náinni snertingu við landið sem farið er um.“
(Hvítbók bls. 329)

„Nefndin hefur gengið út frá þeirri merkingu hugtaksins útivist að það eigi við um för um landið án hjálpar vélknúinna farartækja og dvöl úti undir beru lofti þar sem maðurinn er í náinni snertingu við landið sem farið er um,“
(Hvítbók bls. 165)

Ella (IP-tala skráð) 27.11.2012 kl. 15:22

2 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Takk Ella.

Þetta er skilgreiningin sem ég er að leggja út af og finnst vitlausari eftir því sem ég skoða hana oftar og minnir mig mikið á það þegar æskulýðsfylkingin var og hét á sínum tíma og alveg í takt við röksemdarfærslu þess hóps,eða þegar trúarhópar eða fulltrúar þeirra boða þeim böl og dauða sem ekki eru sömu trúar og viðkomandi.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 27.11.2012 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband