Öfgar i náttúru og dýravernd.

Ég horfi um daginn á frétta skýringarþátt varðandi antilópur og aðra dýrastofna sem er nánast búið að útrýma í upprunalandi sínu í Afríku og eru nokkur hundruð þessa dýra eftir þar og fer ört fækkandi og það er nánast útséð um að þeir nái sér á strik aftur í friðlandinu sem þeim er ætlað og verða sennilega útdauð eftir nokkur ár.

En fyrir nokkrum áratugum fengu bændur í USA dýr af þessum stofnum frá dýragörðum og hleyptu á landið sitt sem er víðáttumikið og uxu stofnarnir hratt þar og á nokkrum árum komust þeir yfir þúsund dýr og í dag eru tugþúsundir þessara dýra á svæðinu,bændur hlúðu að dýrunum og stuðluðu að vexti stofnana vel og dyggilega og eftir því sem dýrunum fjölgaði óx þörfin á að grisja stofnana með því að fella ákveðið magn á ári.

Á skömmum tíma varð þetta vinsæl veiði og líkt og verðið á hreindýrum hefur þróast hérlendis og afkoma bændanna batnaði svo mjög að margir þeirra lifa af þessu góðu lífi í dag og gæta þess vandlega að ekki sé tekið of mikið,þannig að stofninn geti vaxið og stækkað og eins til að halda verðinu á skotleyfi í sem hæstum hæðum,þannig að þarna eru stofnar sem eru að deyja út í heimahögum að dafna og þrífast og fjölga sér,bændur að afla sér tekna og veiðimenn að svala veiðþrá sinni,og komið er í veg fyrir útdauða tegundanna og möguleikar á að koma þeim til í Afríku aftur.

En núna er þessu lokið,náttúruverndarsamtök í USA hafa náð því fram að bannað sé að rækta,veiða eða ala þessi dýr í öðru landi en upprunnalandi,og það þrátt fyrir að dýrin séu í útrýmingarhættu í sínu upprunalega umhverfi.

Formaður þessara Náttúru og dýraverndunarsamtaka sagði aðspurð í þessum þætti að það væri samdóma álit hennar fólks að það væri betra að dýrin dæju út en að þau séu veidd í öðru landi,breytti þá engu hversu vel hefði tekist til með að fjölga dýrunum í nýjum heimkynnum og áætlun um að nota þau til að koma í veg fyrir útdauða í heimalandi þeirra,sem sagt betra að gera þau útdauð en að veiða þau og rækta annarstaðar.

Fyrir ekki mörgum árum kom formaður dýraverndunarfélagsins hér í borg óttans í sjónvarpsfréttir og var þar verið að fjalla um að kanínur væru að útrýma Lunda í Sæfelli í Vestmannaeyjum,með því að grafa sig ínn í lundaholurnar og leggja þær undir sig og valda með því truflun á stofninum og varpi og við þær aðstæður hverfur lundinn á því svæði.

Formanninum fannst þetta ekki mikið mál þó að litlu sætu kanínurnar væru að koma sér fyrir í fallegum brekkunum og þó að lundanum fækkaði þá skipti það engu máli því það væri nóg til af honum og gerði lítið til þó hann hyrfi.

Á Hornströndum er refurinn búinn að ná sér svo vel á strik að má segj að um ofjölgun sé að ræða og sækir hann bæði lengra og dýpra í björgin eftir æti og leggst meir og meir á búfénað  og fugla sem verpa á melum og mýrum.

Ekkert er gert til að grisja stofnin og náttúruverndarsinnum finnst þetta eðlilegt og bara fallegt að sjá skolla koma óhræddann nánast heim í byggðir til að ná sér í æti.

Ég veit ekki um hvað öðrum finnst en mér finnst þetta fáráðnleg og umhugsunarverð aðferðarfræði fólks sem vill hafa allt svo náttúrulegt og fínt úti á landi þau skipti sem þau skreppa í frí hérlendis,en skeyta engu um afdrif þeirra sem fyrir verða.ég ætla svo sannarlega að vona að svona öfgar nái ekki að festa sig í sessi hérlendis.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband