Lokunarstefna Svandísar Svafarsdóttur.

Núna liggur fyrir alþingi frumvarp til laga um náttúruvernd,borið fram af Svandísi umhverfisráðherra og í blöðunum er hún að mæra þetta sem einstakt framlag til náttúruverndar fyrir allt útivistarfólk og afkomendur okkar um alla framtíð,en bíðum aðeins við hvað felst í þessu frumvarpi og ekki síst hvað er útivistarfólk að hennar mati. Þá fer heldur að draga skugga yfir glysið,ef við byrjum á því að skoða skilgreiningu hennar á útivistarfólki,þá er það svona samkvæmt "Hvítbók"VG útivistarfólk er eingöngu það fólk sem ferðast um að tveim jafnfljótum og framsettnig lagafrumvarpsins sniðin að því.

En hver eru þá ekki samkvæmt þessu útivistarfólk,það er einfalt,,Allir sem ferðast um landið öðruvísi en gangandi,sem sagt akandi,ríðandi,hjólandi fólk er ekki útivistarfólk,þetta er beinlínis sagt í þessari bók hennar og öll hennar mæring miðast út frá því,,en ef við gefum okkur að þeir sem vilji og geti ferðast um gangandi séu um 5000 mans þá er samkvæmt félagatali annara útivisthópa sem ekki hljóta náð fyrir augum hennar 55 til 60 þús mans sem engann rétt eiga á að ferðast um landið eða hálendið,,þar með talið eru barnafólk sem ferðast um á bíl,allir sem vegna aldurs eða veikinda eru ekki færir um að ferðast gangandi og nýta því bílinn sinn,allir þeir sem eru fatlaðir á eitthvern hátt og heftir til göngu,,,, allt þetta fólk er flokkað sem annars flokks fólk og réttlaust samkvæmt því.

Ferðafrelsi var sett í lög á Íslandi í fyrstu lagasettningu sem gerð var hér á landi til að tryggja jafnan rétt allra til ferða og farar um landið,og verið tiltöluleg sátt um það fram að því að Öfgahyggjufólk fór að fetta fingur út í það frelsi og starfar eftir þeirri hugsun að öll dýrinn í skóginum eigi að vera vinir,bara sum meiri vinir en aðrir og svo æðstuvinirnir sem allt mega.

Stofnaður var þjóðgarður á Vatnajökulsvæðinu og átti hann að vera öllum heiminum til fyrirmyndar og þar átti að ríkja sátt um starfsemi hans og alla framkvæmd,,En hvað skeði,,Það er allt logandi í deilum um starfshætti stjórnenda garðsins,orð eru svikin,orð eru rangtúlkuð,mestu vinavæðingin alsráðandi,sett eru fram hugtök eins og "ósnert víðerni" þeim síðan breytt í "lítt snortin víðerni" alllt eftir hentugleikum,breytir engu þó að orðið sem vitnað er í "Wildernes" þýðir ekkert annað en "óbyggðir" ítrekaðar sáttarumleitanir hinna óæskilegu(annara en göngumanna)hunsaðar gjörsamlega ,fundargerðir rangfærðar lokunarsinnum til hagsbóta.

Einu felagi er fengið nánast einokunarvald í garðinum og eiga þeir að fá leyfi til að byggja upp skála og aðstöður og jafnframt því að reka ferðaþjónustu á svæðinu,nánast alfarið einir eiga þeir einnig að sjá um gæslu og í þeirri stöðu geta þeir nánast eftir geðþótta kært fólk fyrir ýmsar sakir og þá lendir það á vegfarandanum að afsanna sekt sína,ég hef upplifað það að fólk var ásakað fyrir utanvegaakstur af þeirr sök einni að það var á breyttum húsbíl og það var gert í Nýjadal af skálaverði sem þar var að rukka aðstöðugjald og aðspurður hvort hún væri virkilega að bera upp á viðkomandi utanvega akstur,,var svarið "þið eruð á bílnum til þess".

Trekk í trekk hafa útivistarsamtök hinna óæðri reynt að ná sáttum með gagnaöflun,og áratuga starfi við að skrá og spora götur og slóða og færa í gagnagrunn,en nei og aftur nei ekkert hlustað eða athugað,svo langt hefur verið gengið að það átti að banna alla bjargfuglaveið af þeirri ástæðu einni að huglægt mat skrifstofumanneskju var að það þyrfti að gera það,Engar rannsóknir,engar talningar,engar vettvangsskoðanir,,bara huglægt mat.

Ég hef ekki flokkast sem stuðningsmaður Guðlaugs Þórs alþingismanns en við fyrstu umræðu um frumvarpið kom hann einn upp og tíndi til áhersluatriði og í raun hversu alvarlegt þetta er,ráðherra getur ef hann vaknar í vondu skapi lokað slóðum eða svæðum fyrirvaralaust og jafnvel til þess eins að hann og félagar getir notið friðar og einveru án truflunar frá misheppnuðu fólki á bíl allt þetta og fl tók Guðlaugur fram og víst er um það að ég er alvarlega að hugsa um að greiða íhaldinu atkvæði mitt ef það verður til þess að þessi óhæfa verði stöðvuð.

Jafnréttiselskandi ráðherran brýtur og margbrýtur jafnréttislög um að fötluðum og öldruðum og öðrum sem óhægt eiga um vik með göngu,þeir eru bara hinir óæskilegu og hafa engann rétt á landinu.

Um þúsund mans mætti í september fyrir nokkrum árum og reistu kross í minnigu ferðafrelsis og þar voru í nöprum vindinum fólk í hjólastól,barnafjölskyldur,fatlað fólk ásamt fullfrísku  fólki með börn,þó nokkur fjöldi manna og kvenna á sjötugsaldrinum og ákveðnin var svo mikil að mæta að einn sem velti bílnum sínum þegar framdekkið brotanði undan(óbreyttum bíl) hélt ótrauður áfram með öðrum til þess að geta verið við athöfnina ásamt þeim sem í bílnum voru,ég hef heyrt athugasemd framámans varðandi þessa samkomu og var hún á þá leið að hann léti sér í léttu rúmi liggja þó hópur miðaldra fólks hittist inn á fjöllum í svona ómerkilegum erindargjörðum,sem að hans mati voru bara hlægilegt fálm.

Ég er nokkuð viss um að SS hafi tekist að lauma þessu frumvarpi inn á þing til þess eins að tryggja að það verði að lögum fyrir stjórnarlok,sem sagt 7% flokkurinn á að merja í gegn hafta og lokunar stefnu sína og loka þar með á 93% þjóðarinnar.

Allar athugasemdir sem sendar hafa verið inn vegna þessa frumvarps hafa verið hunsaður,gefin var meira en helmingi minni tími til að koma fram með athugasemdir áður en frumvarpið var lagt fram og þeim athugasemdum öllum sem einni stungið í ruslakörfuna án þess að þær væru lesnar.

Ég hef ekki talið nema lítið brot af þvi sem liggur undir í þessum slag og óttast það mest að þetta verði að lögum og ráðherra sem hefur fengið á sig dóm vegna valdníðslu komist enn eina ferðina upp með að níðast á 55-60 þúsund útivistarfóks sínum 5000 til hagsbóta og fjárauka.

Ég vona svo heitt og innilega að þetta nái ekki fram að ganga og þessi ríkisstjórn sem kennir sig við jöfnuð og réttlæti,en starfar í raun eftir,Miklir vinir,minni vinir,minnstu vinir,ríkistjórn sem telur það vera í lagi að ráðast á kjör fatlaða og eftirlaunafólk og núna ræðst í það að útiloka það frá eðlilegri umgengni um landið,,,hverfi sem allra fyrst upp í Álfsnes og verði bögguð og hulinn sem allra allra fyrst 


Hinir afskiptalausu.

Ég hef líkt og stór hluti þjóðarinnar horft á Kastljós í gær og í dag og setið dofinn og svo reiður yfir því sem þar kom fram og á væntanlega eftir að koma fram og ég efa það ekki að fólk hefur fyllst hryllingi og viðbjóði sínum á því sem þar hefur verið flett ofan af,maður hefur komist upp með það í hátt í 50 ár að misnota börn undir yfirskini mannúðar og trúar og þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar og frásagnir fórnalamba hans,ekkert verið gert í málunum,nákvæmlega ekkert og það er það sem hefur gert mig svo reiðann,nákvæmlega ekkert gert þrátt fyrir vitneskju og viðurkennigar hans á gjörðum sínum,,Ekkert gert,,,ekkert.

Þetta er í hnotskurn það sem þolendur ofbeldis á heimili og kynferðisbrota þurfa að horfast í augu við,Það er ekki langt síðan Sigrún Pálína og stöllur þurftu að þola útskúfun,niðurlægingu og afneitun ofaná að lifa með atburðinum sjálfum,börnin í Landakotskóla,Biskupsdóttirin, og fl og fl,samfélagið hefur lagst á eitt til að breiða yfir og fordæma þolendurnar og verja gerendur.

Öll sem lent hafa í þessu hafa sömu sögu að segja,þeim er sagt að vera ekki með þessa endemis þvælu og hætta að ljúga svona upp á þetta indæla fólk sem ekki hefur gert flugu mein,það er alið á sektarkendinni og sjálsásökun þolenda og stór hópur þeirra hefur bugast og hvorfið á vit algleymisins í formi áfengis,lyfja eða dauða,útskúfun úr fjölskyldum er algeng þar sem fjölskyldan sameinast í að verja gerandann og úthrópa þolanda sem óbótamann,erfiðann,og alltaf með leiðindi oftast afleiðingar þess sem viðkomandi var gert,menn og konur sem orðið hafa fyrir þessu hafa oftar en ekki flúið land vegna grófra aðdróttana og jafnvel hótanna þeirra sem styðja gerandann sem lifir sínu lífi sem ekkert hafí í skorist,mæður afneitað börnum sínum og haldið afram að lifa í fyrirmyndarhjónabandi með gerandanum,fyrir öllu þessu eru dæmi sem tala sínu máli.

Er það nokkur furða að þolendur brotna á sál og líkama og verður sama um alt og alla og mest um sjálfann sigég veit dæmi þess að þolenda var gert að fara til geranda og biðjast afsökunar á því að hafa sagt þessa ljótu hluti um hann,hvernig á fólki að líða sem lendir í slíku.

Það er nánast sama hvar borði er niður í þessum málum,sama sagan allstaðar og sláandi það sem kom fram í þættinum um að nefndinni sem ætlað var sérstaklega að rannsaka Kumbaravog hreinlega segir konurnar ljúga þrátt fyrir staðreyndir um annað,skautað framhjá staðreyndum og fegrað athæfið.

Ég vann í eitt ár með einum drengjanna sem lenti á Breiðuvík og á þeim tíma kynntist ég honum vel og við erum vinir enn í dag,en hann hefur aldrei náð sér eftir þá dvöl og hvorki náð sáttum við sjálfann sig né samfélagið og saga hans eftir því,en gimsteinn fyrir þá sem náð hafa inn til hans og ekki hægt annað en að láta sér þykja vænt um hann,en bæði hann og aðrir sem á þessum heimilum voru sögðu strax frá því sem þar var í gangi en var þaggað niður og það er nákvæmlega það sama í gangi í dag,Kirkjan,Hvítasunnusöfnuðrinn, nánast allir sem áttu að taka í taumana,gerðu það ekki og afneita vitneskju um hlutina og vitir menn segja þolendurnar ljúga,aftur og aftur kemur það sama fram,allir sem áttu og gátu beitt sér þvó hendur sínar og afneita,sem sagt brugðust gjörsamlega,þrátt fyrir allann fagurgalan er hismið grátt og ógeðslegt eitt eftir og kóngulóarvefur í öllum skúmaskotum þessa stofnana og aðila og ábyrgðinni varpaða á aðra og nánast alltaf þolendurnar.

Ég efast ekki eitt augnablik að fólk fyllist hrillingi og viðbjóði við svona gerningum og því sem komið hefur fram í Kastljósi og býsnast hægri vinstri yfir þessu,en ég er nákvæmlega jafn viss um að það mun ekkert breytast í þessum málum,allir munu gera sitt besta til að gleyma svona hryllingi og vona að þetta komi aldrei fyrir aftur og svo hefst hringurinn om ígjen og þolendurnir hvað með þá,,, jú vonandi jafna þeir sig á þessu eitthverntíman greyin.

En ég get ekki lokið þessum reiðilestri án þess að þakka þeim sem hafa hlustað og tekið mark á þolendum og gert eitthvað í því og barist fyrir þeirra hönd,slíkir gullmolar eru ómetnalegir og verður seint þakkað og vonandi fjölgar þeim sem svo gera,því það er 100% öruggt að þetta á eftir að endurtaka sig og endurtaka sig og mörg börn eftir að glíma við þennann viðbjóð og vonandi sest eitthver með bein í nefinu niður með þeim og hlustar og huggar og hjálpar,það veit sá sem allt veit að altof mörg hafa orðið að ganga þessa götu ein og yfirgefin,forsmáð og hædd og þá er mér spurn hvor er betri gerandinn eða sá sem breiðir yfir ódæðið,í mínum huga er svarið skýrt,það er enginn munur. 


Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Jan. 2013
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 14050

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband