26.12.2011 | 16:03
Ferðamenska á fjöllum.
Núna í lok nóv þá kom ég akandi niður Hverfisgötu á vagni frá Strætó og er ég kem að ljósum á Hverfisgötu og Kalkofsveg sé ég nokkra hlaupara koma skeiðandi eftir Kakofsveginum og í átt að Lækjargötu og á meðan ég bíð á ljósunum,sé ég að fremsti hlauparinn tekur sig út og hleypur inn á miðja götu á milli bíla sem þar biðu eftir að komast yfir á ljósum Bankastrætis og Lækjargötu og hlauparinn skeiðaði yfir á rauðu og áfram á hægri akrein í átt að tjörninni.
Bílar urðu að taka stórann sveig yfir á vinstri akrein til að komast framhjá garpinum.
Ég tek farþega í vagnin við bistöðina og held áfram og er ég kem að manninum rétt eftir ljósin við Skólabrú,skeiðar hann áfram á hægri akrein,líkt og Palli einn í heiminum,ég flautaði á hann og hann breytti um stefnu og upp á gangstétt og gaf heldur betur í,ég sá ekki betur en að lappir hanns lengdust um c 1/2m og náði hann á undan mér á gangbrautina yfir Vonarstrætið og þar stilti hans sér upp og stöðvaði för mína inn í Vonarstrætið,þarna fyrir framan mig hóf hann upp raust sína og talaði greinilega mjög hátt,en ég heyrði ekki neitt því allir gluggar voru lokaðir og mikið skvaldur af hinum 35 farþegum sem í vagninum voru,eftir smá stund fór mér að leiðast þófið og tók upp á því að í hvert sinn sem munnur hlaupagarpsins opnaðist að þrýsta á flautuna,sem er frekar hávær í þessari tegund vagna,þannig að þeir skömmuðust í hvor öðrum vagnin og garpurinn,þá ætlaði sveinninn að fara að hleypa umferð sem kom Fríkirkjuveg og ætlaði inn Vonarstræti,líkt og Lögreglumenn gera við umferðastjórnun,en því miður enginn þáði boð hans og þá kom hlauparinn upp að vinstri hliðarglugga vagnsins og lamdi 2 mikil högg í glerið,en það mun vera öryggisgler eins og lög gera ráð fyrir,en venjulegt gler hefði ekki staðist áhlaup hlauparans,þá náði ég að renna af stað og halda áætlun líkt og gert er ráð fyrir hjá Strætó og var þessi hleupari kominn í miklar amerískar fingraæfingar eða táknmáls,sem er hinn besta æfing til að halda fingrum í þjálfun.
Á meðan á þessum samskiptum okkar stóð notuðu hinir hlaupararnir tækifærið og skeiðuðu framhjá mínum manni og hristu bara hausin yfir þessu ástandi.
Af hverju er ég að segja frá þessu hérna?' jú ég fann mikla samlíkingu við hlauparann minn og skoðanir þær sem settar hafa verið fram í viðtalsþáttum á Rúv og Bylgjunni núna í aðdragnada jóla,í báðum þáttunum var hraunað fram og til baka yfir jeppamenn og í báðum tilvikum var ansi frjálslega farið með sannleikann svo ekki sé meira sagt,í öðru tilvikinu var það Páll Ásgeir sem sagði orðrétt að jeppamenn vilji brjóta undir sig nýtt land til að aka á og séu að leita að nýju Hófsvaði,þetta veit hann að er þvættingur,en setur þetta fram engu að síður athugasemdarlaust af þáttarstjórnanda Bylgjunnar.
Ef ekki er hægt að rökstyðja mál sitt öðruvísi en að fara með ósannindi er þá ekki málstaðurinn veikur hjá viðkomandi,eða er hann eins og hlauparinn minn,,,,hérna er ég og burt með ykkur á bílunum meðan ég er að æfa mig í hlaupum,,,,,,,,
Í hinu tilvikinu var á Þorlák í Rúv viðtal við hálærða konu sem heldur námskeið eingöngu fyrir hámentaða í Háskólanum,ekki nemendur skólans heldur professora og doktora,því hinir hafa ekki vit á því sem hún kennir.
Þessi mæta kona sagði,,, Íslendingar hafa ekki lært að ferðast um í hópferðum í rútum líkt og erlendu túrhestarnir,heldur séu þeir að jeppast út um allt og læri þess vegna aldrei að þykja vænt um landið og náttúruna eða meta gæði þess og komast í nánd við landið,,,,,Hvernig dettur sprenglærðum proffakennaranum að setja svona bullstaðhæfingar fram,hvar er menntunin og manvit slíkrar að setja sig svo niður á lágt plan.
Hvað heldur konan að það sé sem dregur mig og mína líka á fjöll í áratugi í öllum veðrum á öllum árstímum,hvað heldur húna að fái mig til að halda úti jeppa með öllum þeim kostnaði sem slíkum fylgir og viðgerðum,mér finnst hér sannast að það fylgir ekki altaf mannvit með menntun,og hroki í garð annara er aldrei réttlætalegur og slík staðhæfing,sett fram í nafni menntunar er ekki viðkomandi sæmandi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2011 | 15:22
Fatlaður gerir kvikmynd.
Þessum einstakling verður gert ófært að skoða eða mynda á stórum hluta hálendisins vegna reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð og frumvarpi til laga frá Svandísi um að allur akstur sem ekki er sérstaklega leyfður verði bannaður.
Hvers vegna,,,,jú hann verður að nota bíl til að komast á staðina þar sem hann er fatlaður,einfaldlega sviptur því frelsi sem hann hefur í dag í ferðum.
Allir þeir sem á eitthvern hátt eru lítt eða ógönguhæfir eru undir sömu sökina settir,þið hafið ekkert inn á hálendið að gera elskurnar mínar,það er bara fyrir alvöru göngugarpa,þið verðið bara að halda ykkur við malbikið.
Glæsileg framtíðarsýn eða hitt þó heldur.
![]() |
Gerir kvikmynd í hjólastól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2011 | 12:53
Erindi til Samgöngu og Umhverfisnefndar.
Ég settist niður við tölvuna og sendi þingmönnum í Samgöngunefnd erindi af því að það stóð til að fjalla um lagafrumvarp Svandísar þar sem einum elstu lögum landsins um ferðafrelsi Íslendinga,stendur til að snúa þessum lögum við og banna ,eða réttara sagt,,,,það sem ekki verður leyft verður bannað og er þá átt við fjallvegi og slóða og sennilega verður Umhverfisstofnun sá aðili sem fer með rauða tússið á kortin.
Frumbyggjaréttur allra Íslendinga er þar með afnumin,líkt og leyfið til að tína grös eða ber í þjóðgörðum,nema ef þú gerir allt í sömu hreyfingu,tínir upp og stingur í munnin,er þetta gert til að hindra það að nokkur hafi ágóða af tínslu.
Ég sendi öllum í nefndinni sama erindið og samtímis og skemmst er frá því að segja að ekki einn af fulltrúum lýðræðisins hefur látið svo lítið að svara og er það þvert á alla flokka,,,,,EKKI EINN EINASTI,,,af kjörnum fulltrúum okkar.
Mér finnst í sannleika sagt þetta vera lýsandi dæmi fyrir okkar elskulegu þingmenn og konur,,,,þetta fulltrúalið hefur einfaldlega ekki þörf fyrir að vera í sambandi við aumann almúgann þrátt fyrir að vera alltaf að vitna í hann og störf sín fyrir hann.
Erindi mitt til þeirra er hér fyrir neðan og ef svo ólíklega vill til að eitthver hinna útvöldu sér,sér fært að svara læt ég vita af því..
Góðan dag nefndarmenn í samgöngu og umhverfisnefnd.
'Eg undiritaður vill vekja athygli ykkar á lögum frá Umhverfisráðherra varðandi ferðafrelsi.
Nú er það svo að samkvæmt elstu lagabók sem er gerð á Íslandi,Jónsbók,er ferðafrelsi almennings tryggt með lagasettningu,öllum skuli frjáls för um óræktað land og gisting til einna eða fleirri nátta,eins er í þeirri sömu bók tryggður réttur almennings til að tína ber og grös á áfréttar og heiðarlöndum til heimabrúks,seinna ákvæðið er afnumið í reglugerð um Þjóðgarða.
Eins var bændum bannað að girða óræktarland og hindra þar með för almennings,þeim lögum var breytt 1956 og 1971 er átti að reyna að taka þá breytingu til baka var það hindrað af þáverandi meirihluta,orsökin jú til að tryggja bændum beitiland,,afleiðingarnar ríkir einstaklingar kaupa upp jarðir og girða svo kemur skilti "Einkaland öll umferð bönnuð" og það jafnvel þvert yfir vegi sem hafa verið notaðir frá landnámi.
Gjafamálsókn til að láta reyna á slíkar reglugerðir og lög er afnumin og þar með tekin af almenning til að láta reyna á réttlæti laga og reglugerða.
Í ný settum reglugerðum varðandi Vatnajökulsþjóðgarð sem settar voru kom í ljós að samráð ráðherra var ekkert við hagsmunaaðila né félagasamtaka og kom upp bullandi ósætti og leiðindi sem ekki er séð fyrir endann á,ráðherra kýs að líta algjörlega framhjá því og til að gera málin enn verri er FÍ fært nánast einokunarréttur á hálendinu,ásamt því að skálaverðir verða að hluta til á launum sem Landverðir og með bifreið,hvori tveggja greitt af Þjóðgarðinum,ef það eru ekki hagsmunarárekstrar þá er vandfundnir slíkir hlutir,FÍ fær að byggja skála og breyta nánast eftir þörfum og verðlagning er c 5000kr pr nótt í svefnpoka,en þar sem aðrir aðilar eru í samkeppni við FÍ lækkar verðið niður í 3500 kr.
Lög þessi sem liggja fyrir nefndinni og snúast um það að allt sem ekki er leyft sé bannað,hreinlega taka af almenningi þann rétt frumbyggja sem hefur gilt frá landnámi,og rétturinn til að láta reyna á lögin með gjafsókn tekin af og hvaða leið á almenningur að fara sem ekki hefur auð til að greiða fyrir kosnaðarsöm málferli gegn ríkinu.
Ég hef sem venjulegur launamaður unnið mikið líkt og aðri landsmenn og ef ég haf átt frístund þá fer ég í fjöllin,en sökum skemmdar á liðum í baki get ég ekki gegnið langar leiðir og hef þess vegna notast við jeppa og komið mér í námunda við eftirsókanrverða staði og gengið þetta 1-2 km og hef verið illa kvalin á eftir,nú dettur mér engvan vegin í hug að ég sé einsdæmi og bendi á að c 1000 mans mættu þegar við jörðuðum ferðafrelsið í sept í fyrra og það jafnvel fólk í hjólastól.
Þessi lög eru í í bullandi ósætti við almenning og félagasamtök og hagsmunaraðila og þvert ofaní þeirra vilja og það sem meira er að það er ekki reynt að hafa samráð við almenning þrátt fyrir gefin loforð í þá átt,það á bara að keyra þetta í gegn og allir sem vilja vita að sé einu sinni búið að setja eitthvað í lög verður fjandanum erfiðara að taka það til baka.
Ég tel líka að frelsi til ferðalaga eins og verið hefur skapar ábyrgari ferðamennsku og vísa til margvíslegra verkefna hinna ýmsu félaga og samtaka um bætta ferðamennsku,öll sú slóðaþekking sem til er er að mestu komin frá einkaaðilum sem góðfúslega hafa látið þessi gögn af hendi í þeirri góðu trú að haft yrði samráð um þessi mál,en nei ekkert samráð nema við FÍ þar sem Þjóðgarðsvörður Þingvallaþjóðgarðs er forseti og ein stjórnarmaður félagsins farið mikin í áróðri fyrir settum reglugerðum sem tryggja þeirra félagi nánast alræðisvald á hálendinu.
Er ekki komin tími til að þið kjörnir fulltrúar þjóðarinnar leggið við hlustir á raddir okkar sem kjósum og greiðum ykkur laun,þessi mál varða alla og taka rétt barna minna og barnabarna um ókomna tíð til að njóta þess frelsis sem Íslendingar hafa notið frá landnámi.
Við Íslendingar höfum alla tíð búið við mikil og sterk náttúruöfl sem leggja til atlögu þegar minnst varir og þá hverfa mannanna verk eins og duft og byrja þarf að nýju,samt hefur þjóðin varðveitt landið og passað hálendi sem láglendi af ábyrgð þess sem elskar og virðir land sitt og umgengst það með nærgættni og umhyggju,svo ég spyr hvers vegna þarf að setja lög sem hefta mig og aðra umgengni um landið sem er minn frumbyggjaréttur tryggður með lögum í gegnum aldirnar.
Af hverju í ósköpunum á að svipta mig þessum rétti án þess að ég komi nokkrum rétti við,hvað er það sem gerir það bannað í dag sem í gegnum aldir hefur verið leyft.
Fellið þessi lög eða frestið þar til sátt er komin á við almenning,eins og er er hún ekki til staðar og verður ekki ef á verða sett.
Með vinsemd og virðingu.
Sigurlaugur Þorsteinsson sem kýs hálendið í stað utanlendsferða.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2011 | 18:26
Ferðasaga frá Íslandi.
Ég reif mig upp eldsnemma um morgunin og kláraði að setja það í jeppann sem ég þurfti til ferðarinnar,sem mér var búið að hlakka til að fara frá því sumarið áður,jeppinn í góðu lagi,tíkin komin út í bíl og í fartini við að komast af stað ,steingleymdi ég að kyssa frúnna mína bless.
Ferðinni var heitið inn á svokallaða Bárðargötu og ættlunin var að vera 3-4 daga í óbyggðum og höfðum við,ég og félagi minn lagt á ráðin um ferðatilhögun þó nokkurn tíma.
Hann slóst í för með mér við Select á vesturlandsvegi og við ókum sem leið lá um malbik inn að Sprengisandi,þar hleyptum við úr dekkjum og fengum okkur kaffi og ákváðum að fara inn að Jökulheimum í fyrsta áfanga og sjá til með náttstað.
við eigum báðir stóra jeppa og vorum á 38" dekkjum,mjög vel búnnir til óbyggðaferða,talstöðvar,gps,og allur sá búnaður sem þarf til að leggja í slíka ferð.
Við fórum okkur ekkert óðslega,við vorum komnir inn á fjöll og lá ekkert á,myndavélarnar fengu nægan útivistartíma og vangaveltur um hin ýmsu kennileiti sem fyrir augun bar voru rædd fram og aftur.Í Vatnsfelli lá mér hugur á að skoða vegsummerki eftir virkjanaframkvæmdir sem ég hefði unnið við nokkrum árum áður og fyrir utan sjálf manvirkin sem voru byggð þarna þá voru ekki sjánleg nokkur ummerki eftir rótið sem óhjákvæmilega fylgir slíkum framkvæmdum,búðir fyrir 400 mans ásamt válarskemmum,steypustöð og öðru sem til heyrir slíkum verkum,það var ekki nokkur leið að sjá ummerki eftir þessar byggingar,það eina var að manvirkin sem byggð voru báru vott um að snyrtimennska og umhverfisvitund hefðu ráðið miklu um hönnun og frágang.
Áfram héldum við og í átt að Veiðvötum og lá leið okkar að mestu um sanda og gróðurlítið land en á sinn sérstaka hátt heillandi,Við vorum komnir inn að Jökulheimum um kl 16 og stöldruðum þar við og renndum síðan niður að Tungná til myndatöku.
Við ákváðum að halda áfram og láta ráðast hvar við yrðum um nóttina,við tók slóði um úfið hraun og á köflum íllgreinanlegur uns við komum að Sylgju en þar ókum við fram á tvo fordhúsbíla og höfðu þeir gert sig klára til næturdvalar á bökkunm,ástæðan,jú Sylgja var illfær og þeir ekki farið hana áður og þekktu ekki vaðið,við félagi minn ákváðum að fara að dæmi þeirra og skoða vaðið að morgni,leið kvöldið í notalegu spjalli við hina ferðalangana og þrátt fyrir hryssinglegt veður höfðum við það gott undir seglinu sem við strengdum milli bílana okkar og gerðum okkur góðan mat og fengum svo fjallakaffi á eftir,það var svo notalegt að skríða í svefnpokann í bílnum sem tíkin mín hafði passað fyrir mig.
Um morgunin hafði lítið sjatnað í ánni og var hún ekki góður fyrirboði um hvað tæki við er við kæmum að Sveðju,en við erum vanir slarkinu og var ákveðið að ég færi yfir til að kanna vaðið,ég fór frekar neðarlega frá staðnum sem við vorum á og er ég var hálfnaður yfir lenti ég í röst sem var frekar djúp(náði upp að framljósum á patrol)og þegar bíllin var að krafsa sig upp náði straumurinn að færa bílin smávegis,ekki mikið en nóg til þess að húsbílamennirnir hættu við að koma á eftir okkur yfir,félagi minn kom ofar í vaðið og meira á ská niður það og slapp við röstina og var það líkt og Krossá á góðum degi a dýpt.
Áfram héldum við og við tók örfoka land,hraun og sandar,grjót og urðir,ekki stingandi strá neinstaðar,leiðin lá um hálsa og mela og upp og niður hóla og hæðir,veðrið var frekar leiðinlegt,skúrir og þokusuddi en stundum létti til og við sáum til jökuls og niður að Hágöngum,eins og dagin áður stoppuðum við oft og myndavélarnar óspart notaðar,slóðin var vandfundin en þökk sé hnitum frá félögum okkar í 4x4 náðum við að fylgja honum eins og við værum á ósýnilegri línu,Og svo komum við að Sveðju,þar gaf á að líta kolmórauð og ljót flæddi hún um auranar og ekki árennileg,við ókum um jökulgrjótið upp og niður með ánni í leit að leið yfir og á endingu taldi ég mig vera búin að finna færa leið þar em áin rann í einum 5 aðskildum rásum,við ákváðum að láta reyna á þetta og ég lagði af stað en félagi minn gerði sig klárann til að draga mig til baka ef þyrfti,mér gekk vel yfir fyrstu rásirnar og var komin upp á eyri félagi minn var lagður af stað á eftir mér,en allt í einu kallar hann á mig að kíka upp eftir ánni og þar gaf á að líta,það var eins og mórauð bylgja af vatni c 1 á hæð kom með boðaföllum og íshröngli kom niður efti árfarveginum og fyrir framan mig byrjuðu að myndast rastir og straumbylgjur og er ekki að orðlengja það að við snérum frá eins hratt og við komum bílunum og til baka og náðum að komast upp á bakkann áður en flóðbylgan fór yfir staðin sem við höfðum verið á og færði allt á kaf.
Það var ekki ofsögum sagt að okkur krossbrá við aðstæðurnar sem sköpuðust þarna fyrirvaralaust og prísuðum okkur sæla að bílar okkar voru öflugir og við báðir með mikla virðingu fyrir vötnunum á Íslandi sem geta verið lífshættuleg ef ekki er varlega farið og rétt staðið að för yfir þau,það sanna ótal dæmi um hrakningar og jafnvel alvarleg slys.
við biðum smá stund en áin virtist staðráðin í að hindra för okkar yfir og allt benti til að það færi ekki að sjatna í,svo við fórum til baka að Sylgju,þar komum við að ófærri foryðju sem í samvinnu við systur sína Sveðju sýndi sínar verstu hliðar og var ófært yfir nema leggja okkur og bílana í hættu,það kitlaði mig svolítið að leggja í hana og ég var nokkuð öruggur um að komast yfir,en með því hefði ég tekið töluverða áhættu,en félagi minn vildi bíða til morguns og sjá til og í þetta sinn réði skynsemi hans og við áttum notarlegt kvöld með grillmat og kaffi,skemmtilegu spjalli og smá labbitúrum.
Kl 4,30 um morgunin vöknuðum við og eftir morgunsnæðing,kom í ljós að Sylgja hafði róast um nóttina og gekk okkur vel yfir til baka,ókum við svo í morgunskímunni og ótrúlega fallegu veðri sem leið lá inn á Sprengisand og gömlu leiðina inn að Nýjadal og þaðan inn að Bergvatnskvísl og áðum þar um nóttina,svo um Laugarfell niður í Skagafjörð og rendum út að Merkigili,en lögðum ekki á brúnna yfir,enda hefði hún ekki þolað bíla okkar eins voru þeir of breiðir,svo niður í Varmahlíð og fengum okkur í svanginn og svo malbikið heim.
Hvers vegna skyldi ég nú vera að segja frá þessari ferð hérna á netinu,jú fyrir því liggja góðar ástæður,öfgaverndunarstefna VG með Svandísi í fararbroddi og dyggum stuðningi stjórnarmanna í FÍ ásamt stjórnvaldsbálkninu Umhverfisstofnun vilja loka nánast allri þeirri leið sem við fórum,hvernig við ferðumst og á hvaða tækjum við ferðumst.
Við eigum báðir mikið breytta jeppa og erum að jafnaði á 38" dekkjum og merkilegt nokk virðast þessi dekk fara mikið fyrir brjóstið á ákveðnum hóp manna og nota þeir hvert tækifæri í útvarpi og blöðum til að rakka þessa bíla niður,en líta ekki upp þó þeir mæti á annari hverri mínútu trukkum,rútum,og öðrum stórum faratækjum og sveifla sér af mikilli list innan um þessar tegundir af faratækjum en fá nánast hjartaáfall ef breyttur jeppi er þar inn á milli,og er það vegna stærðar hans.
Þessir hópar vilja loka sem mestu af hálendinu og fá FÍ nánast einkaleyfi á umferð þar,4 af hverjum 5 skálum á þessum svæðum eru í eigu FÍ og þar er gistigjaldið á svampdínu um 5000kr pr mann pr nótt,en ef eitthver annar aðili er með skála nærri er gjaldið lækkað niður í 3500kr,600 krónur kostar að skíta hjá FÍ,en nánast frítt á kamrana hjá öðrum,FÍ á að fá einkarétt á leiðin um Vonarskarð og leyfi til að byggja 2-3 skála þar ásamt leyfi til að fara með trússbíla um skarðið til að hirða upp þá sem ekki hafa getu til að ganga alla leið.
Skálaverðir FÍ verða að hluta til á launum hjá Umhverfisstofnun sem landverðir og fá bíl til umráða,gangandi verður heimilt að tjalda hvar sem er ef þeir eru í ferð með FÍ en bannað ef ekki.
Hvað veldur slíkri háttsemi ráðherra sem í krafti lokaðs öfgahóps ræðst í að loka nánast öllu hálendinu fyrir akstri jeppa eða annara einkafarartækja,hvort sem það eru hestar,vélhjól,sleðar eða aðrir.
Ef við tökum jeppa eins og minn fyrir sem er Patrol á 38" dekkjum,þá er það löngu sannað að hjólför eftir slíka bíla eru grynnri en skófar gangandi mans á fjallaskóm.
Hvers vegna hefur ráðherra ekki kynnt sér starf klúbba og ferðasamtaka líkt og 4x4 þar sem markvisst unnið að því að kenna verðandi jeppafólki ferðamensku og umgengni um landið og hvað beri að varast og hvernig eigi að bera sig að við vötn og annað.
Í þessari ferð sem ég fjallaði um að ofan,þá höfum við það fyrir fasta venju líkt og allir þeir ferðalangar sem ég þekki að það er ekkert skilið eftir í náttúrunni,allt rusl er tekið með til byggða,þess vandlega gætt að þegar valin er næturstaður að leggja bílunum þar sem hart er undir og ummerki verði engin eftir gistinguna,sígarettustubbar teknir með til byggða,sem sagt allt tekið með til byggða sem fór með til fjalla í upphafi,og hef ég oft komið að stað sem ég gisti á árinu áður og engin ummerki sjáanleg.
Hvað er það sem fær ráðherra Svandísi til að setja á slíka foræðislöggjöf að ferðaréttur sem hefur verið lögbundinn um aldir frá því land byggðist er afnumin.
í áratugi hefur 4x4 í reynd staðið að umhverfisvernd og uppgræðslu og innann þess klúbbs eru menn og konur sem eru mjög færir vísindamenn er varðar land gróður og loftslag,klúbburinn hefur markvisst tekið saman ferla um óbyggiðir og miðlað til björgunarsveita,landmælinga og síðast en ekki síst til Umhverfisstofnunar og það án þess að nokkuð komi í staðin.
Klúbburinn hefur í samráði við viðkomandi stjórnir sveitarfélaga stikað ákveðnar leiðir til að koma í veg fyrir utanvegaakstur,klúbburinn hefur markvist fellt niður ferðir og aðvarað ferðamenn um ástand fjallaslóða,klúbburinn hefur í áraraðir sett upp skilti í samvinnu við aðra hópa þar sem varað er við utanvegaakstri.
sömu sögu má segja um önnur félagasamtök sem ástunda fjallamennsku.
Allt þetta starf er fjármagnað af viðkomandi félagasamtökum án nokkurar aðkomu umhverfisstofnunar eða ráðherra vinstri grænna.
Ég sendi Umhverfisstonun erindi um hvort það væri rétt að ég mætti ekki tína ber í poka og hafa með mér hvort sem var heim til byggða eða 200m að tjaldsvæðinu og 2 vikum seinn fékk ég svar sem fólst í því að ég fékk um 20 síðna útprentun úr lögum um þjóðgarða og stutt bréf þar sem svarið var nei.
þessi réttur var tryggður með Jónsbók ásamt réttinum til að tína grös og jurtir,en núna í dag á að afnema þennann margra alda lögbundna rétt almennings,mér er einfaldlega hulin ástæða þessarar ákvörðunar,en réttlát getur hún engvan vegin talist.
Hvers vegna á að hefta för almennings um öræfi þessa lands sem við mörlandarnir höfum ferðast um frá landnámi,öll viðleitni til náttúruverndar hefur til þessa verið í höndum frjálsra félagasamtaka.
Ef þetta eru afleiðingar þess að virkjunin við Hamrahvammagljúfur og á Fljótsdal voru reistar í óþökk öfgasinna og það sé stefnan að það komi aldrei fyrir aftur,þá er því til að svara að þar fóru pólitískir framagosar fremstir í flokki og knúðu það mál í gegn,og svei mér þá ef sumir þeirra voru ekki ráðherrar.
Hvers vegna fær ráherra umhverfismála á sig dóm fyrir að slá skipulag eins sveitarfélags af.???
Af hverju eru hagsmunir 2 landeiganda(frístundarbænda með lögheimili fjarri sveitarfélaginu) teknir fram fyrir þarfir heilu byggðarlagana,það að lagning vegar um lítin hluta Teigskógars trufli varp Arnarins er einfaldlega ekki rétt.
Á hverri vakt sumarið 97 við Gilsfjarðarbrúnna fylgdumst við með Arnarparinu sem var og er með hreiður um 300m frá vegarstæðinu,og lét parið vinnuvélagný og umferð ekki trufla sig hið minnsta við fjölskyldulífið,á öðrum stað sem farið var nær varpi einfaldlega flutti parið sig á hærri stað og hefur verpt þar síðan.
Ég skora á alla þá aðila sem gefa sig út fyrir að vera fulltrúar alþýðunnar og sitja á Alþingi að fella þessi ósköp áður en þetta lagaóbermi nær að svipta mig og mína um ókomin ár frelsinu til að ferðast frjáls og óháð um landið okkar,ég er þess handviss að börnin mín og barnabörn og afkomendur muni umgangast landið af virðingu og ábyrgð hvers frjálsborins manns.
3.12.2011 | 09:53
Lokun hálendis.
Ég hlýddi á viðtal í rúv þar sem fjallað var um ferðafrelsi og þar kom fram að í fyrstu lagasetningu á Íslandi var ferðafrelsi almennings tryggt og lögfest og kemur það fram í svo kallaðri Jónsbók,en bókin sú ku vera elsta lagasetning á landinu.
Þar er tekið fram að umferð almennings skuli vera öllum frjáls um óræktað land,eins næturgisting til einnar eður fleirri nátta,lagasetning þessi var sett til að tryggja frjálsa för Íslendinga um landið óháð eignarhaldi,eins og verið hefur frá landnámi.
Landeigendum var heimilt að girða af ræktað land og aftra för um það svæði,en óheimilt var að girða eða loka óræktuðu landi eða tálma för almennings um það svæði.
Lög þessi eru nánast óbreytt fram til 1956 að bændur fá heimild til að girða óræktarland og þegar reynt var að fella þetta ákvæði burt 1971 á þingi var það fellt,að sögn til að vernda beitarland sauðfjár.
Það má því segja að ferðafrelsi Íslendinga hafi verið tryggt með lögum frá landnámi óháð eignarhaldi,þó nú á seinni árum hefur orðið meira og meira um að ríkir einstaklingar í skjóli auðs og laga frá 1956 hafa keypt upp land og lokað með girðingum og keðjum og skiltum sem á stendur "einkaland öll umferð bönnuð".
Nú bregður svo við að Svandís Svafarsdóttir hefur legt fram frumvarp til höfðuðs því ferðafrelsis sem forfeður okkar frá landnámi voru svo forsjálir að vernda með lagasettningu,eftir miklar og harðvítugar deilur við nánast öll félagasamtök sem hafa hagsmuna að gæta,nema eitt,teflir hún fram lagasettningu án samráðs við neitt þessara samtaka,nema eitt um að hefta en meira frelsi okkar sem kallast mættu frumbyggjar á Íslandi,hver er tilgangurinn með að hefta frelsi okkar sem um áratugi höfum notið íslenskrar náttúrur og sótt þangað til ferða.
Hverskonar öfgahyggja er þarna á ferðinni öll loforð um opna stjórnsýslu og samráð við hagsmunaraðila,þverbrotin,aðspurð í opinni útsendingu á nefndarfundi segir hún ósatt um frelsi til tjöldunar í Vatnajökulsþjóðgarði.
Í gegnum áratuga ferðir um hálendið hef ég aldrei orðið var við þessi svokölluðu átök til að sporna við utanvegaakstri umhverfisráðuneytisins né annarar stofnunar ríkisins,hins vegar hef ég margsinnis orðið var við margvíslegar leiðbeiningar frá ferðasamtökum sem hafa lagt mikið í að bæta og laga ferðamennsku,nákvæmlega þeim ferðasamtökum sem hún hunsar allt samráð við.
Til dæmis er innann 4x4 starfandi karftmikil nefnd sem hefur sérhæft sig í að fara með óvana jeppamenn og konur í dagsferðir þar sem ábyrg jeppamennska er höfð að leiðarljósi og fólki kennd virðing og góð umgengni við landið okkar,hjá Skotvís hefur á sama hátt verið unnið markvisst með sömu stefnu og sama er að segja um önnur samtök sem hún hunsar.
Ein eru þó samtökin sem hún styður og þeim verður fært nánast alræðisvald á hálendinu,fyrir utan einokun á skálagistingu,skálaverðir FÍ verða að hluta til á launum frá Umhverfisbálkninu sem Landverðir og þannig tryggt að nánast öllum ferðalöngum verður beint með lagavernd í dýrustu fjallagistingu sem til er í skjóli einokunar og ef eitthver efast um orð mín þá er það mjög einfalt að bera saman verð í skálum FÍ og annara og hvernig verðið breytist hjá FÍ þar sem samkeppni er við aðra.
Þessi lokunarstefna VG virðist ganga út fyrir alla almenn skynsemi,vegalagning er bönnuð vegna hagsmuna 2 landeigenda um hluta Teigskógar,skítt með þá íbúa sem eru þar allt árið um kring.
Réttur almennings til að láta reyna á þessi lög með gjafsók afnuminn,þannig er nánast tryggt að almenningu hafi enga vörn í þessu máli né öðru sem varðar ferðafrelsi,ofstækisnáttúruverndarsinnar virðast hafa nánast alræðislvald hvað varðar þessar lagasettningar.
Svandís hefur kastað stríðshanska framan í nánast öll ferðasamtök landsins nema eitt.
Það er með eindæmum merkilegt hvernig þessi stjórnmál á Íslandi eru öfgakennd frá algjörri hægri öfgastefnu til algjörrar vinstri öfgastefnu,er ekki komin tími til að stjórnmálamenn setji sig í sambandi við aðra en nánustu öfgafélaga og hafi samband við fólkið sem í raun er að greiða laun þeirra og þeir þykjast vera fulltrúar fyrir.
Um þessar öfgaverndunarstefnu verðu aldrei sátt meðal frelsiselskandi Íslendinga og þar verður tekist harkalega á um þess umhverfisöfgaverndun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar