25.3.2009 | 09:55
Seinni hluti göngu um miðbæinn.
Við hjónin ásamt Bylgju gengum áfram upp Skólavörðustíg og stefndum að húsnæði því sem hýst hafði leyfarnar af Fataverslun Andrésar,en þar eru nú kaffistofa á efri hæð og til Leigu skilti í glugga á neðri hæð.
Mér fannst Stígurinn ekki hafa breyst svo mikið í gegnum árin,húsin flest þau sömu en annað hlutverk,við snérum við og fórum niður á Klapparstíg og stefndum niður á sjó,efst á horni Klapparstígs og Grettisgötu var maður að leggja bifreið sinni,alveg á horninu þeim megin sem engin bílastæði eru,bifreiðinni var lagt hálfri upp á gangstétt og hálfri út á götu og hafði þar með truflandi umferð annara bifreiða um Klapparstíginn og fólk með barnavagna komst ekki gangstéttina.
Út snaraðist maður um 40tugt og með gsm síma við eyra sér og þurfti mikið að tala,ég fór að þusa um asna sem ekki virtu rétt annara og leggðu bifreiðum sínum eins og asnar,þar sem þeim hentaði án tillits til nokkurs annars en eigin þarfa,ég talaði hátt og gekk af ásettu ráði við hlið mansins sem lét mig og mitt raus ekki trufla sig á nokkurn hátt einna helst að hann liti við er tíkin sagði sína skoðun sem hljómaði líkt og áður Woff urr Woff,en hún meinti greinlega,eigum við ekki að sækja lögguna,það eru tveir í Bankastræti.
Maðurinn hvarf inn í húsnæði það sem eitt sinn hýsti verslunina Hamborg en var að sjá tómt,og ekki veit ég hvort bíllinn stendur enn á horninu.
Áfram héldum við og læddumst yfir Laugarvegin og niður á Lindargötu með viðkomu á Veghúsastíg og þar fór maður að sjá breytingar á götu myndinni og er komið var á Lindargötuna var nánast ekkert eftir af gömlu götumyndinni til austurs,bara stál og steinsteypa 16-18 hæðir upp í loft,og á ,meðan við gengum Lindargötu í átt að höfninni rifjaðist þáttur með Jökli Jakopsyni upp sem kallaður var gatan mín og hafði Jökull gengið þessa götu með manni sem bjó lungann úr sínu lífi þar,í frásögn mansins öðlaðist gatan líf í huga mér og ég rifjaði upp í gönguferðinni upp það sem gamli hafði sagt og svei mér ef ég kannaðist ekki við nokkur hús í vesturenda götunar og þar með tengingu við söguna,tenging sem auraöflin vilja greinilega gera allt til að slíta.
Svo restina af göngunni niður á höfn sagði ég konu minni frá Sænska,Kolakrananum,portinu og bröggunum hjá Eimskip,og Togaraafgreiðslunni,en viðmælandi Jökuls hafði starfað alla sína æfi á þeim stað.
Ég sagði einnig frá því að þegar Tollhúsið var byggt og skemma Eimskips var gert ráð fyrir að Geirsgatan sem köllum færi í loftið og lægi eftir þökum þessara húsa frá Skúlagötu og vestur á Granda,en af þessu varð aldrei eins og allir vita og mikil brú byggð upp á Tollhúsið svo hægt væri að nota þakið sem bílastæði,og má segja þetta sorglegt dæmi um heimskulega notkun pólitíkusa á aurum almennings og algert virðingarleysi,nú síðast átti á leggja sömu götu ofaní jörðu í göng,sömu leið og átti að aka í loftsölum áður,en hvað um það.
Með þessu lauk göngu okkar konunnar að ógleymdri tíkinni Bylgju.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2009 | 12:57
Göngutúr um miðbæinn.
Við hjónin ákváðum um dagin að fá okkur göngutúr um miðbæ Rvk enda langt síðan síðast,að sjálfsögðu tókum við Íslensku tíkina Bylgju með á slíka ævintýraferð,enda fer tíkin allar ferðir sem ég fer nema í vinnuna.
Ég lagði bílnum þar sem brúin uppá Tollstöðvarhúsið var áður og borgaði í stöðumælinn og þá var bara að labba af stað.
Við gengum niður Austurstrætið og beygðum inn á Austurvöll,þar mættum við pari sem leit út fyrir að vera nýbúið með Þjóðhátíðina og hana langa,hann með glóðarauga á báðum og nef sem virtist hafa lent í árekstri við hnefa,fötin voru litskrúðug og höfðu auðsjaánlega lennt í ýmsu.Daman var öllu settlegri ef þannig má tala um hana,en ekki mikið en laus var hún við glóðaraugu og nefið nokkuð beint,þarna voru á ferðinni par sem nokkrum sinnum hefur ratað í fréttir sjónvarpsstöðva,og þá aðalega vegna vals á gististöðum og lífernis sem virðist liggja þvert á skoðanir manna um eðlilegt líf.
En hvað um það,daman heilsaði mér og þakkaði mér fyrir síðast,og konan mín spurði af bragði hvaðan ég þekkti þetta lið,ja hún ferðaðist oft með Strætó gall í mér og ég lánaði henni stundum fyrir farinu,já hnussaði í minni allir ferðast með Strætó???
Áfram héldum við röltinu og nálguðumst Þinghús okkar Íslendinga og þar vað annað par á vegi okkar hjóna,að vísu öllu betra ástand virtist á fötum þessa pars heldur en hinu,og er nær dró á milli okkar sá ég að þarna var Borgarstjóri vor og með allann Framsóknarmeirihlutann með sér,sá var við nánari skoðun laus við glóðaraugu og nefið nokkuð heillegt,allavega ef miðað er við hið fyrra par sem við mættum,Borgarstjórinn og Framsókn gengu rösklega í átt að Ráðhúsinu eflaust til fundar við fyrrverandi meirihluta Sjálfstæðismanna,en sá mun víst ekki vera sáttu við að vera fyrr verandi eitt né annað og finnur galla á Framsókn í tíma og ótíma.
Fyrir utan Alþingi á gangstéttinni stóðu einar þrjá glæsibifreiðar svartar og gljáandi,frú mín spurði eftir nokkrar vangaveltur hvort það gæti virkilega verið að Útrásarvíkingarnir séu komnir á þing og hver hefði eiginlega kosið þá,ég leiðrétti frúnna og sagði að þetta væru ráðherrabílarnir og þeim væri efalaust lagt upp á gangstétt ef Búsáhaldabyltingin byrjaði aftur þá væru ráðherrarnir nógu fljótir að forða sér,flott að vera ráðherra sagði mín.
Áfram gengum við og vorum komin í Bankastrætið á leið upp á Skólavörðuholtið,ofarlega í brekkunni mætum við tveim Lagana vörðum,greinilega á eftirlitsferð gangandi,ég hugsaði með mér helv,,er það gott að ég tók með mér hundpassann,þeir fara örugglega að gera eitthvað múður út af tíkinni minni sem labbaði prúð við hlið mér,Nei ekki aldeilis,,,,,, þeir létu sem ég og tíkin værum bara ekki til og vitu okkur ekki viðlits,mér létti all verulega þegar þeir voru komnir framhjá okkkur,þá rykkir tíkin allt í einu í ólina sína og það allfast,ég snéri mér við og það passaði hún var við hlið þeirra sem ég vildi forðast og komin í keng af rembingi og skilaði stórri dellu á gangstéttina urraði og hristi sig og settist svo niður við hliðina á mér auðsjáanlega mikið létt.
Fyrir framan andlit mitt birtist andlit annars Lögreglumansins og var ákveðnisvipur á því,þá heyrist í konu minni,Ahhh þetta er allt í lagi ég er með kúkapoka og með það hvarf kúkur hundsins ofaní svartan hundapoka og andlitið fyrir framan mig missti augnablik ákveðnina en svo lagaðist það og vörðurinn sagði,þú veist að þú ert að nálgast Laugarvegin,,jájá gall í mér ég ættla Skólavörðustígin,Já þú veist af því kom ákveðið frá verðinum,,,,,,,Já já ég veit allt um það gall aftur í mér,.Gott hnussaði vörðurinn og snéri sér við til að ganga burt,Woff,,urrr,Woff heyrðist þá við fæturnar á mér,,Lögreglumaðurinn snarsnéri sér við og sagði höstuglega við mig,,, já þú veist það,,,Já já ansaði ég,ég er með leyfi fyrir henni ættlaði ég að setja út úr mér,,en náði ekki því aftur heyrðist,,, UrrrWoff Woff,en núna milli fóta á mér,og svo fékk vörðurinn fallegt hundabros og skottið sveiflaðist í allar áttir,en þarna lauk viðskiptum mínum við lagana verði því félagi lögreglumansins hnippi í hann og þeir gengu burt,ég stóð eftir og hugsaði með mér,mikið helv,,,,, var það nú gott að þeir spurðu ekki um leyfið,því ég skulda fyrir árið 09,tíkinni var greinilega slétt sama og vildi bara ganga áfram,síðan hvarf hundapokinn ofaní næsta rusladall og göngunni haldið áfram upp Skólavörðustíginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2009 | 15:35
Lítil stúlka
Var í heimsókn hjá mér í dag og kom með pabba sínum og fóstru,ný orðin 2 ára og með liðað hár,hrekkjarlegt bros og hafði gaman af að hossast á hnénu á pabba sínum.
Mér hefði átt að finnast það gaman að fá hana í heimsókn og hefði átt að njóta nærveru hennar og fóstru minnar og mannsins hennar og hálfsystur,en það var engin gleði hjá okkur fullorðna fólkinu og brosin hálf þvinguð,ástæðan jú litla stúlkan með liðaða hárið er dóttir Aldísar Vestergren sem er horfin og leitað hefur verið á láði og legi undanfarnar vikur.
Þessi litla gerði hvarf Aldísar eitthvað svo raunverulegt og nálægt,hvað skeður í framtíð þessa barns veit engin,en í þessu upplýsingar samfélagi sem við lifum í dag má gera ráð fyrir að sú stutta geti lesið allt um hvarf móður sinnar á netinu,er það gott ??????? ég veit það ekki allavega vildi ég að ég hefði haft meiri og betri aðgang að upplýsingum um lát föður míns og ekki þurft að troða svo mörgum um tær til að afla mér þeirra,ég hvorki get né vil fjalla um mál þessarar stúlku mjög náið,vona bara að hennar bíði góð bernska og ævi,ég veit að faðir hennar mun gera allt sem í hans valdi er til að svo verði og fóstra hennar stendur heil og sterk við hlið hans.
Fjölskyldu Aldísar votta ég mína dýpstu samúð og vona það að litla stúlkan nái að laða fram góðar minningar um móður sína fyrir ömmur frænkur og frændur,og nái á þann hátt að lægja sársaukaöldurnar sem ég veit að geysa um huga þeirra og hjarta.
Nú þegar ég skrifa þetta blogg erum við búin að fá að vita að Aldís er fundin látin í Langavatni og það á sinn hátt eyðir þeirri óvissu um það har hún sé og litla getur er tímar líð farið og átt sínar stundir með mömmu,það er huggun í því,ég veit það af eigin reynslu það hjálpar.
Hvað knýr mann til þess að skrifa þessa færslu veit ég ekki,eitthvað í sálinni fær mann til þess að setjast við tölvuna og svo flæða orðin,gömul sár opnast í sársauka annara og augnablikið verður eitthvað svo óraunverulegt ,þessi litla stúlka hefur ekki gert neitt réttlætt gæti þetta högg sem lífið veitir henni,frekar en önnur börn sem lenda í svipuðum missir,ábyrgð aðstandenda verður ennþá meiri og dýpri en ella.
Ég vona að barátta litlu fyrir tilveru sinni verði áfallalítil og hún eigi alltaf athvarf í faðmi aðstandenda sem vernda og hugga litla snót með liðað hár og hrekkjarsvip.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 12:41
Slysaalda á Mælifellsandi.
Við fórum inn á Mælifellsand,3 félagarnir á síðasta sumri og fórum um Emstrur.
Ættlunin var að stefna til að byrja með inn að Slysaöldu,en ég hafði aflað mér fróðleiks um þetta slys um veturinn með aðstoð meðal annara starfsfélaga sem átti ættingja er varð úti þarna í umræddu slysi.
Hérna hef ég ekki ættlað mér að fjalla um slysið sjálft,en um það má gleggsta lesa frásögn í bók Guðna Jónssonar magisters.
Ég hafði hugsað mér að kíkja þarna inn að þeim stað þar sem lík mannanna fundust og sjá staðhætti með eigin augum og reyna gera mér grein fyrir því hvers vegna mennirnir fundust ekki fyrr en mörgum árum eftir að þeir urðu úti,eins höfðu ættingjar mannanna sett upp minningarskjöld með nöfnum þeirra sem fórust þarna og langaði mig að sjá hann líka.
Skjöldurinn er látlaus og fallegur minnisverði með nöfnum og ártölum sem er boltaður fastur á móbergsklöpp sem hefur síðan þá látið á sjá allverulega,vegna veðrunnar og er nú svo komið að það er varla hægt nema hæstu mönnum að lesa á skjöldin réttu megin frá og má ættla að eftir okkur ár losni skjöldurinn með öllu frá festingu og það má ekki ské.
Það þyrfti að gera ferð þarna inneftir og færa og festa skjöldinn þar sem hann er auðlesnari og aðgengilegri,en ég reikna með að það þurfi að færa hann reglulega vegna þess hvernig veðrunin er að eyða klöppini.
Mér finnst það mjög svo virðingarvert að halda minningu manna og kvenna lifandi og ferskri með svona framtaki,á eitthvern hátt öðlast staðurinn sem á þennann hátt,er merktur ákveðnum atburði,sjálfstætt líf og tengingu við fortíðina,það eykur áhuga allavega minn á því að fara á slíka staði og sjá þá með eigin augum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar