Slagurinn um lúðuna.

Kristbjörgin VE 70 Einn af þeim mörgu mönnum og konum sem ég hugsa oft til heima í Eyjum hét Sveinn Hjörleifsson,oftast kallaðu Svenni á Krissuni eða Svenni í Skálholti,Sveinn þessi sýndi mér karlalega hlýju og vinarþel og var ég oftast velkomin um borð hjá honum í Krissuna er hann var að landa eða vinna að skipi sínu,hann gat spurt mig svolítið hrannalega hvort ekki komin tími á að ég þældist fyrir öðrum smá,en þetta var allt eins og maður segir í nösunum á honum þó ég hafi vissulega oft á tíðum verið að þvælast fyrir um borð.

Sveinn tók það óstinnt upp ef eitthver áhafnarmeðlima hans atyrti mig eða á annann hátt  angraði strákinn,og taldi sig eiga allann rétt hvað það varðaði um borð í sínu skipi,ég komst seinna að því afhverju hann hafði mig svona undir sínum verndarvæn,hann var með í Súlnarskeri er faðir minn fórst,en sem flestir aðrir talaði aldrei um það slys þannig að næði eyrum mínum,Sveinn þessi átti systur og hún og maður hennar byggðu rétt hjá pabba,þessi systir Svenna bakaði hreint alveg svakalega góðar kökur og heimagerði ísinn hennar var topp tíu,og rataði ég oft inn í eldhús til hennar og fékk að bragða á krásunum,börnin hennar voru leikfélagar mínir og gat slegist upp á vinnskapin ef ég sótti um of í þeirra áhrifasvæði og lítil furða þeim sem til þekkja.

En hvað um það,þessi Sveinn hann átti sem fyrr segir bát sem hét Kristbjörg VE 70 og fiskaði vel enda sótti karlinn stíft og hlífði lítt sér eða öðrum og er  til flott mynd af honum og skipverjum að landa síl á Sigló úr Krissuni,mynd þessi er á síldarsafninu þar.

En á þessum árum þótti alveg sjálfsagt að gefa forvitnum bryggjurölturum í soðið er bátarnir komu að landi,og sem drengur frá 6 ára og fram að 10 ára sóttist ég svakalega mikið niður á bryggju og þekkti þar krók og kima,flesta báta þekkti ég á vélarhljóðinu eða ef ég sá masturtoppana vissi ég þá upp á mína tíu fingur hver vara að koma í land,og prufaði afi þetta marg oft og klikkaði ég sjaldnast enda verlaun í boði.Sveinn ásamt fl skipstjórum var ósínkur á að gefa mér í soðið og dró ég þennann feng minn sem oftast heim eða upp á Horn til afa og ömmu.

Eitt sinn kem ég niður á bryggju er Krissann var að landa og er ég fljótur að reka augun í heljar mikla lúðu sem lá á dekkinu,fékk ég strax mikla ágirnd á henni og spurðu hvort ég mætti ekki fá hana í soðið,nei kom þá frá eitthverjum á dekkinu,ég ættla mér hana og þar að auki er hún of stór fyrir þig,ég var nú ekki þekktur fyrir að gefast upp á fyrsta neiinu enda æft mig rækilega á afa og föður fólki mínu,hófst nú upp heljar mikið þref um fiskinn og neiið var óhagganlegt og var ég farin að örvænt um að nú myndi ég tapa,segir ekki Svenni þá,þú mátt eiga helv,,,,,, lúðuna ef þú getur borið hana einn heim á Búastaðarbraut án þess að fá hjálp,með þessu ættlað kallinn að stoppa mig af því hann taldi það það óvinnandi verk fyrir gutta eins og mig,enda fiskurinn ívið lengri en ég og í þyngra lagi.

Ég tók áskorunni og uppi á bryggju tók ég við gripnum og svo byrjaði atið,það var alveg sama hvað ég gerði hún var of þung og löng fyrir hendurnar á mér og mér allt að því að fallast hendur,þegar Svenni segir svona Laugi minn ég skal láta þig hafa nokrrar ýsur og gleymdu þessum lúðuskratta,hún er hvort eð er of stór fyrir þig.

Nei ekki aldeilis ég var búinn að hafa of mikið fyrir þessu,og eitthvern veginn skyldi mér takast það,og þá kom það ég lagðist á fjórar fætur og stakk hausnum undir tálknin á lúðunni greip með báðum höndum um löndunarmál og gat reist mig á fætur með lúðuna krækta yfir hausin og liggjandi niður eftir bakinu,og af því hún mátti ekki strjúkast við jörðu þá náði ég að smokka undir sporðin steinahanka og gat svo með tilfærinum náð að koma hankanum í hendurnar á mér og þar með var lúðan komin á loft.

Þarna stóð ég með lúðuhausin sem hettu á hausnum og kjálkabörðin sem eyrnaspeldi sitthvoru megin á andlitinu skrokkurinn lá niður eftir bakinu á mér og sporðurinn sveigður til hliðar og upp  þökk sé steinahankanum þannig að ég gat labbað,og hófst nú gangan,frá Básakersbryggju upp Heimagötuna og áfram alla leið upp á Búastaðarbraut,mikið andsk seig fiskurinn í og enga fékk ég hjálpina,einn úr áhöfnnini fylgdi mér eftir og passaði það,mér fannst leiðin alltaf vera lengri og lengri  og hausinn á mér seig alltaf lengra og lengra inn í fiskhausinn sem var mikið stærri en hausinn á mér og slorið var farið að seitla inn á bert bakið og fötin öll löðrandi í slori sem vænta mátti.

Hvað um það upp að anddirinu heima á Búastaðarbraut 1 komst ég með settum skilirðum og lúðan mín löglega eign,og út við girðingu stóðu nokkrir sem höfðu slegist í hópinn á leiðinni og haft gaman af tiltækinu,mér leið eins og ég hefði sigrað heiminn,en það hvarf fljótt því móðir mín var ekki par hrifinn af utganginum á mér og rak mig bak við hús og þar var mesta slorið smúlað úr fötunum með mig innanní,það var kalt og síðan rekin úr flíkunum og í bað  og svo rakleiðis í rúmmið,og þar mátti ég dúsa þar til stjúpi tók ákvörðun um refsingu.

Á lúðuna var aldrei minnst meir og leið mér eins og Emil í Kattholti sem er ekki alveg að skilja sumar refsingarnar sem honum eru settar.

En studdu seinna hitti ég Svenna á Krissunni og hann bauð mér um borð í kaffi og Sæmund(mjólkurkex) og svo klappaði hann mér á bakið og kallaði mig karl í krapinu sem ekki væri alveg fisjað saman,mikið skelfing hækkaði Svenni í mannvirðingarstiganum hjá mér við þetta,og ögn lagaðist sjálfsálit mitt  og refsingar stjúpa gleymdust nema rétt á meðan ég settist. 

Myndina af Krissuna á Tryggvi Sigurðsson VM     


Afi Gunnar á Horninu.

gunnar_marel_jonsson.jpgÉg var svo heppin að afi og amma á Horninu voru bæði á lífi og tiltölulega með góða starfsorku þrátt fyrir langa og erilsama starfsæfi,þannig að þegar pabbi fórst og stjúpi kom inn í líf mitt,þá átti ég alla tíð öruggt skjól hjá þeim.

Afi hann hafði átt nokra hrúta um ævina og man ég eftir 3 Sírak og Salomon og eftir þeirra dag kom Móri,allt sumarið voru hrútarnir úti í Bjarnarey og á veturnar voru þeir í fjárkofa sem var í bakgarðinum á Horninu,og þá eins og gefur að skilja þurfti að gefa og vatna þeim daglega og annaðist ég þessa hluti oft með afa (þvældist fyrir aðalega )Margt var spjallað þarna í kofanum og ef gamli var í góðu skapi,þá hafði hann gaman af að glettast við afasonin og kumraði í honum ef gletturnar virkuðu,eitt var að afi stundaði það að hnoða Móra og fá hann til að stanga á sér hnefana og átti gamli það til að fá mig til að hnoða og skríkti þegar ég æjaði er Móri stangaði til baka,svona strákur taktu á móti sagði afi.

Margar stundir áttum við hrútarnir og afi þarna í kofanum og samband afa við dýrin sérstakt og gott og mátti vel merkja þegar afi byrjaði að klabba þeim og klóra því þá hnubbuðu Sírak og Salomon hvorn annann og stöppuðu í gólfið til að komast að gamla.

Marga aðra hrúta hefur afi efalaust átt enda orðin aldraður þegar ég fæðist og margar voru gærurnar heima á Horninu og niðri á kontor í Slippinum og allar freka stórar og óklipptar,notaði hann gærurnar sem ábreiður ef hann lagði sig á daginn,hvort sem var heima eða niðri í Slipp,eins var hann með gæru á bílstjórasætinu í rússajeppanum að mig minnir.

Nú var afi mikill neftóbaksmaður og var ég alltaf jafn heillaður þegar ég sá tóbaksrönd sem náði frá hnúa vísifingurs og aftur á úllið og vel hlaðið upp sem vænsti varnargarður,þetta hvarf upp í nösina á kalli með tilheyrandi hljóðum og dæsi á eftir og var ekki laust við að afi væri smá tileygður á eftir,það kom fyrir að hann plataði mig til að prufa og ég vildi vera eins og afi og saug hressilega  upp í nefið nokkur korn,og það sem ég hnerraði,það ættlaði engann enda að taka og það fannst afa fyndið og hló mikinn,breytti það engu að amma Lauga skammaði kallinn á meðan hún huggaði mig og þurkaði tárin,2 tímum seinna var afi vís til að leika sama leikinn og ég að falla fyrir sama bragðinu,en alltaf gerði afi mér eitthvað gott til er ég hafði fallið í gildrurnar sem hann lagði fyrir mig.

En ef eitthver annar ættlaði að hrekkja mig á svipaðann hátt gat afi brugðist hinn versti við og verndaði mig fyrir hrekkjarsvíninu.

640px-bruarhus_vestmannabraut.jpgEn aftur að gærunum,þessar gærur voru órakaðar og ullin á þeim þykk og mikil og þar sem afi var sem áður segir mikill neftóbaksmaður var töluvert af tóbaki sem féll í gærurnar og því sterk lykt af þeim og amma alltaf að viðra þetta með frekar litlum árangri,í hjónaherbergi gömlu hjónana var ottoman sem afi notaði til að leggja sig í á daginn og einn álíka á skrifstofuni,í þessum tveim beddum átti ég það öruggasta skjól sem til var í Eyjum,undir þessum gærum var mikil hlýja og öryggi og ef ég hafði tök á því að leita þangað ef tilveran var grá og hörð,sem hún var því miður mikið oftar en barn á aldrinum 6 til 10 ára á að þurfa að búa við,þá var þetta skjól það besta sem ég gat hugsað mér,og stundum kom ég inn á Horn til ömmu og beint inn í herbergi og undir gæruna hans afa og breyddi upp fyrir haus svo það sæist örugglega hvergi í mig,og lét amma mig í friði góða stund áður en hún kom og gáði hvort ekki væri allt í lagi með mig og var þá gjarnan kakóglas og kex með i förum,en lítið sagt._g_a_masles_hjoli_fo_ur_mins_836682.jpg

Afi og Amma voru heimsins best fólk í minni tilveru og minnig þeirra lifir í minningarleiftrum líkum þessum sem ég hef skrifað hérna.


Nútíminn.

Ég hef verið nokkuð iðin við að lesa um sögu okkar Íslendinga,bæði er að ég er stoltur af því að vera Íslendingur og eins löngun til að fræðast um land mitt og þjóð.

Mér hefur fundist það fara saman að ferðast um landið,hálendið,láglendið,sjóinn og kynnast fólki,dýrum aðstæðum og veðrum.

Eitt hefur þó vakið athygli mína núna undanfarið og oft áður,og það er þegar fólk fætt eftir 75 sem virðist leggja allt aðra meiningu í fátækt og baráttu verkalýðsins,eins með meiningunni atvinnuveitandi.

Nú ættla ég mér ekki það að vera neinn vitringur í þessum málum,en þó finnst mér þessir hlutir hafa breyst til hins verra og vera öfgafyllri nú en áður,ég spyr td hvernig á fólk á þrítugsaldri að þekkja þann anda sem ríkti um 1960 af öðru en afspurn,fátækt var mikið meiri og alvarlegri þá en nú,alvarleg veikindi voru nánast dauðadómur,berklahælin full af fárveiku fólki,krabbi og hjartasjúkdómar lítt eða ekki læknalegt,áfengissýki óþekkt fólk var bara fyllibytta eða helgarbytta eða engin bytta.

Á þessum tíma þótti sjálfsagt að fara á vertíð og vinna þar frá sér allt vit,frá kl 07 á morgnanna og fram til kl 22-3 á kvöldin og þeir sem ekki vildu vinna svona voru álitnir eitthvað verri og letingjar,sjómenn á vertíðum voru upp á náð og miskun skipstjóra sem oft á tíðum sóttu í snarvittlausum veðrum,mönnum var skamtaður aur eftir duttlungum útgerðarmanna og svo var ekkert fiskirí í jan,feb og fram í mars og landburður fram í lok apríl,en þar sem engin trygging var til staðar þá urðu menn að sæta því að aflaleysið í byrjun vertíðar át upp kaupið í uppgripatíðinni og vertíðarlaunin því léleg þrátt fyrir mikla vinnu og vökur,kusu því margir að vinna í landi og fá tímakaup+bónus.

Á þessum tíma voru það verkalýðsfélögin sem stóðu dyggann vörð um kjörin og formenn þeirra í nánu og beinu sambandi við félagsmenn sína og gripu inn í strax ef brotið var á gerðum samningum, Eins má segja að lenskan meðal atvinnurekenda almennt var sú að standa við gerða samninga og létu það ekki spyrjast út að þeir væru að brjóta þá eða svíkja,hvað þa´að eins og nú er leitast við að teigja samningana eins langt og hægt er inn á gráu svæðin og túlka allt öðruvísi en samkomulag er um við samningsborðið.

Á þessum tíma voru enn til útikamrar á heimilum og eingöngu kalt vatn,kanske olíukabyssur og því kalt og rakt í mörgum húsum,heima í eyjum drukkum við brunnvatn sem safnað var af þakinu og ekki það heilbrigðasta,hjá sumum fjölskyldum var lítið um aura til að kaupa klæði fyrir og algengt að sjá fólk í stagbættum fötum,yngri systkini notuðu föt af eldri syskinum eða saumað var uppúr gömlum fötum jafnvel gluggatjöldum.

Læknar margir hverjir sem best þekktu til aðstæðna "gleymdu" að rukka um kostnað vegna vitjunnar og jafnvel lögðu út fyrir meðölum sjálfir,eins Ljósmæður ég held að ansi oft hafi laun þeirra ekki verið í samræmi við vinnutímann.

Svona er hægt að halda lengi áfram þessum lýsingum og má td lesa blogg eftir Mattías Sveinsson um uppboð á sveitarómögum á Eyrarbakka ásamt öðrum samtímalýsingum.

Svo hvers vegna er ég þá að bulla þetta um þessi kjör,jú fyrir því er ástæða og mjög góð að mínu mati.

Undanfarið á blogginu má lesa fullyrðingar sem eru í raun svo sláandi og í raun lítilsvirðingin svo gengdarlaus fyrir málefnum og málstað að með ólíkindum er að lesa,félaghyggjufólk sem vill verja þessi kjör sem vernda fólk fyrir niðurskurði á heilbrigðiskerfinu,námskerfinu og yfirleitt lifskjörum,nóg er samt tekið af fólki til að borga útrásarpólitíkina sem rekin var hér af mikilli ákefð,ég er td ekki sáttur við að borga skuldir sem ég á engann hátt get talist ábyrgur fyrir að hafa skapað,ekki einu sinni með því að kjósa íhaldið,því hætti ég er Davíð nokkur komst til valda og hef skilað auðu síðan.

Virðing fyrir fólki og kjörum þess er fótum troðin í þeim eina tilgangi að koma sér og sínum að,menn sem aldrei hafa fundið fyrir vosbúð og kulda eða fátækt gera lítið úr þörfum þeirra sem þurfa á fríri læknisþjónustu að halda,við sem erum svo heppin að geta staðið í skilum með okkar þessa dagana ættum að gæta hófs í alhæfingum,og hverjum einasta Íslending ber skylda til að standa vörð um heilbrigðiskerfið okkar.Alþingismenn hafa látið hafa eftir sér obinberlega að ellilífeyrirþegar og öryrkjar hafi ekkert við hærri styrk að gera þeir annaðhvort drekki það út eða eyði bara í vitleysu,og þeirsem standi í röð og bíði eftir því að fá mat hjá mæðrarstyrksnefnd,séu bara að sníkja ókeypis mat.

Svona þenkjandi menn hafa ekkert að gera á Alþingi,en eru þar samt og þrýsta á með skoðanir sínar

Við verðum að tryggja að auðlindir þjóðarinnar séu í raun hennar en ekki örfárra,við þurfum einnig að gera okkur grein fyrir því að við verðum að lifa á gæðum landsins og kostum,hvort sem það eru virkjanir eða annað,landið okkar er dullungafullt og eitt eldgos getur þurkað út heilu byggðarlögin og lagt í rúst öll okkar verk og er ekki svo langt síðan síðast 1973.

Við megum ekki hlust á menn sem telja langrækni og hefnigirni til mannkosta,jafnvel þó þeir hafi ráðið landinu ljóst og leynt í árartugi,við þurfum að virkja alþýðu manna til að koma að kostningaborðinu og velja flokk eða skila auðu,mér finnst hins vegar enginn stjórnmálamaður eigi að fá sæti á alþingi nema vera búinn að skrifa undir það að viðkomandi taki ábyrgð á verkum sínum og flokks síns,og axli þá ábyrgð ef til kemur,ekki eins og nú þar sem enginn við taka ábyrgð á neinu en telja alla aðra bera ábyrgðina.  

Með þessu er ég ekki að segja það vera eingöngu vonda menn innann Sjálfstæðisflokksins og góða i hinum,nei alls ekki margir sjálfstæðismenn eru mannkostafók sem er heilsteypt og hreinlynt,eins á við um aðra menn og konur í öðrum flokkum,en líkt og með skemda eplið í tunnuni þá hafa þeir hinir sem ættu í raun að fara í íhugun upp á fjall í Tíbet eða eitthverstaðar of mikil völd og skemma út frá sér,hvar sem í flokki þeir eru


Strætó ekur aftaná almannatengil.

Þessi fyrirsögn var á Vísir .is í gærkveldi,og var skreytt með myndum af Ómari Valdimarssyni fyrrverandi almannatengli Imprecilo við Kárahnjúka,og sem slíkur þjálfaður í að segja frá atburðum og atvikum þannig að henti fyritækinu sem best??.

Hann samkv fréttinni er alsaklaus af þessum árekstri og allt Strætó að kenna,undir það taka eitthverjar stelpur sem blaðamaðurinn vitnar í og votta um glæfralegann akstur vagnstjórans,Lögreglan lætur ekki hafa neitt eftir sér né heldur vagnstjórinn.

Áreksturinn er við innkeyrslu að Strætóskýli og var vagninn að beygja inn á stoppistöðina er áreksturinn verður,og fyrir mildi örlaganna er blaðamaður kominn með það sama til að mynda og segja sögu almannatengilsis.

Mín skoðun er svolítið önnur en kemur fram í fréttinni,?

Leið 3 er mjög þröngt skorin stakkurinn tímalega séð og verður vagnstjórinn að halda áfram til þess að halda sér innann tímamarka og næst það iðulega ekki.

Nú er það starfið að aka inn á hverja þá stoppistöð sem tilheyra leiðinni og taka upp farþega og láta út,menn aka misjafnlega mjúkt og sumir mjög harkalega án þess að aka óvarlega á nokkurn hátt,hjá öðrum verður þú varla var við aksturinn,þetta með stoppistöðvarnar er svolítið viðkvæmt og virðast margir bílstjórar haldnir þeirri meinloku að halda Strætó inni á stoppistöðinni og gefa vel í til þess að hleypa vagninum ekki út á götu,sem er í raun refsivert athæfi og sektin við því allt að 10þús kr.

Aðrir upplifa það að vagnin sé að svína sér út í umferðina og renna sér fram með vagninum og snöggbeyja fyrir hann og flauta og hægja ferðina fyrr framan vagnin,og ef vagnstjórinn flautar á móti eiga menn það til að snarstöðva fyrirvarlaust og ef vagnstjórinn er ekki viðbúinn lendir vagninn aftaná bíl þess sem ég vil meina að sé hinn raunverulegi brotamaður,sem brýtur lög með að hindra akstur almenningsvagns út af biðstöð,ekur mjög óvarlega framfyrir vagninn,og snarstöðvar án nokkurar ástæðu annarar en að sýna vagnstjóranum og þá farþegum vagnsins algjört tilitsleysi.

Myndir af staðnum staðfesta þessa skoðun mína,árekstrahornið er hægra afturhorn "fjölmiðlatengilsins"og vinstr framhorn vagnsins sem er samkv þessu að beygja inn á stoppistöð og þar með að hægja ferð

Hversu mikill kunningskapur er á milli blaðamans og fulltrúansveit ég ekkert um en frásögn blaðamansins er engann vegin hlutlaus,Þvert á móti gerir blaðasnápurinn sitt til að gera vagnstjorann sem tortryggilegastan.

Ég hlustaði á það er vagnstjórinn kallaði í lögreglu og eins er hann lýsti í stuttu máli hvað gerðist í talstöðinni,ég tek það sérstaklega fram að ég og vagnstjórinn þekkjumst lítið sem ekkert.En mikð finnst mér þessi atburðarrás líklegri en sú sem blaði lýsir svo fjálglega.

 Áreksturinn var7 april og var kominn á netið með það sama

 


Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Apríl 2009
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband