12.5.2009 | 21:53
Vesturhöfnin RVK í dag.
Í dag á vaktinni átti ég tímajöfnun úti á Granda og undanfarin ár hefur mér fundist lífið þar verða dauft og fátæklegt,ef miðað er við þá tíma er ég um 13 ára var að vinna við lestun og losun hjá Togaraafgreiðslunni og seinna á lyftara hjá Eimskip.Á þeim tíma iðaði höfnin af lífi,tjöru og fiskilykt(peningalykt var það kallað þá),gúanóið strompaði þykkum reyk og ýmisk slorlykt eða síldar og seinna loðnu,ilmaði um höfnina,bátar að koma og fara,í fáum orðum sagt höfnin iðaði af lífi.
Undanfarin ár hefur verið svo að vakt eftir vakt hefur nánast ekkert verið að sjá,stöku togari í landlegu,afskrifaðir bátar og Rússaskip og netadræsur við netagerðina.
Í dag var svolítið öðru vísi um að lítast,allt í einu komið lífsvottur,rauður Norsari lá út í eyju og menn að vinna við með háþrýstiþvott um borð,línuveiðari að landa og lyftarar og kranar á ferðinni við gúanóið.
Svo ég fór að skoða og athuga hvað væri í gangi í pásunum hjá mér,jú Norsarinn sem ég er nokkuð viss um að er jafn gamall mér,var hér til að sækja tanka loðnubræðslunnar í Þorlákshöfn og var tækifærið notað til að láta hreinsa og mála um borð og átti að fjarlægja möstur og setja almennilegan krana um borð,maður sem ég talaði við og var að vinna við þetta,tjáði mér að svona vinna hefði aukist til muna eftir hrunið og næg vinna framundan,gott mál í kreppunni,skipið væri með góðan skrokk og væri notað í mjölflutninga í Noregi og væru nokkur slík í notkun,mér er stórlega til ef að Íslendinga myndu nýta slíkt skip,allt of gamalt fyrir okkur.??
Svo snéri ég mér að því að hyggja að Gúanóinu í næstu pásu,þar voru komnir út á plan þurrkarar og fleira úr verkskmiðjunni og eigandi Grandakaffis tjáði mér að það væri verið að rífa innviðina og senda úr landi til uppsetningar annarstaðar,jamm rífa og senda úr landi.Þessi verksmiðja malaði gull fyrir landann þar til lyktin af peningunum fór að fara í taugarnar á betri borgurunum sem vildu búa nærri sjónum og nær náttúrunni og þá varð bræðslan að víkja það var svo vond lykt,hversu langt verður þar til að fiskverkun Granda fer sömu leið og hætt verður að koma með fisk til RVK nema í neytendapakkningum.Gamli Grandi orðin að tölvuveri fyrir tölvuleik og hinn hlutinn að safni um sjóinn og skip.
Á leiðinn eftir Mýrargötunni sér maður að þar sem Hraðfrystistöðin var stendur nú hálfbyggð íbúðarbygging sem virðist hafa dagað uppi í kreppunni,þar áttu víst að vera íbúðir fyrir fyrr nefnda borgar og hinumegin við götuna horfin hús sem hýstu Vélasöluna og járnsteypuna.Við hlið Hraðsins þar sem áður var Daníelsslippur er nú orðið plan og undir húsvegg niðri við sjóinn stendur gamla Gullborgin og fúnar niður,ætli örlög hennar verði þau sömu og Skaftfellings sem áratugi í fúnaði niður heima í eyjum og hvarf svo eftir fáránlega dýrann fluttning upp á land og svo til Víkur í Mýrdal í endurbyggingu,sem ekkert hefur orðið af.
Stálsmiðjan horfin undir plan og slippurinn sagður á sömu leið,en bíðum aðeins við þar var uppi eitt af fallegri skipum sem Íslendingar höfum átt og það sem meira er í skveringu,botn og skrokkur hreinsað og málað,yfirbygging og dekk málað, þetta skip var fyrir nokkrum árum úrelt og átti að farga því en Ísfélagið í eyjum fékk að að láni og og eigendur þess sáu að skipið var í flottu ástandi og engin ástæða til úreldingar og keyptu það,og í dag eru tvö elstu loðnuskip landsins í þeirra eigu og fullkomnu standi og fullum rekstri,um leið eru þetta eitthver fallegustu skip sem eru í 'Íslenskri eigu,Guðmundur VE og Sigurður VE eru flott og afkasta mikil skip sem eftir c 50 ár í notkun eiga eftir mörg ár.
Efalaust eru svona skrif eitthver nostalgía um eldri tíma,og efla laust túlka margir það svo.En mér finnst þetta ekki,hafnir sem vesturhöfnin eru byggðar til að í þeim þróist líf og skapi atvinnu,hrekja skip og báta í aðrar hafnir eða fjarlægari þar sem bryggjur og skip eru gyrt af með háum járngirðingum svo almenningur eigi ekki aðgang að þeim til hryðjuverka að sagt er eða sóttverndar,já þá vil ég aftur gamla lagið,fisk og slor,líf og puð með smá kjaftpásum inn á milli.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 22:32
Syðra Fjallabak
Ég og vinur minn Magnús ákváðum fyrir 2-3 árum að fara ferð eitthvað út í bláinn,það eina sem við vissum var að við ættluðum austur að Hjörleifshöfða í fyrsta áfanga og sennilega gista þar í skipbrotsmannaskýlinu,sem er undir suðurenda höfðans,Maggi á Wrangler og ég á Pattanum.
Við ókum austur og vorum komnir snemma kvölds um kl 19 og renndum sem leið lá að skýlinu,er skemmst frá því að segja að það var í slíkri niðurníðslu að með ólíkindum má telja og öngvan vegin hæft til gistingar,við skoðuðum okkur um og fórum langleiðina hringinn í kringum höfðann,en komum að smá læk að austanverðu sem mér leist ekki á að fara yfir vegna sandbleytu og þó Maggi færi yfir var útilokað að ég kæmist á eftir á bíl sem er um 2,5t og bíll félaga míns of léttur til að draga minn lausann úr sandbleytu,svo við snérum við og eftir smá vangaveltur stefndum við inn á Fjallabak upp hjá Búlandi.
Þar sem við erum báðir með vhf talstöðvar vorum við að spjalla saman og ráða ráðum okkar með aðstoð stöðvanna,og ákváðum að fara inn að Hólaskjóli og taka hús þar,Maggi í skálanum og ég að vanda í bílnum því að sjálfsögðu var Bylgja með.
Er við komum þangað tjáðu skálaverðir okkur að þar stæði fyrir dyrum mikil veisla skála og landvarða og væri okkur því ekki laus gisting,gott og vel við skildum þetta vel og eiga þessir aðilar vel skilið að eiga sína helgi í friði,svona rétt í lok sumars og lokun skálanna.
Það vakti athygli okkar var að á hlaðinu voru tveir refir að gæða sér á mat sem skálaverðir höfðu lagt út til þeirra og höfðu þeir hænt dýrin að sér um sumarið með þessum árangri,þarna átu refirnir mat nánast í um 5m fjarlægð frá mönnum og bílum og voru hinir rólegustu.
En þetta leysti ekki okkar gistivanda og áfram var haldið og inn á Syðra-Fjallabak,og stefnt á Álftarvatnsskála,útsýnið á leiðinni var stórkostlegt og við náðum flottum myndum af Eldgjá og öðrum stöðum þarna og svo komum við að Syðri-Ófæru og ákváðum við að fara yfir vaðið þar sem hún rann á hrauninu,ég fór á undann og í lægsta gír og hægustu ferð lét bíllinn eins og skip í stórsjó og Bylgja boffsaði á mig eins og hún vildi segja,farðu varlega maður.
Er ég var kominn yfir sagði ég Magga að fara sömu leið og ég hafði farið en umfram allt að fara hægt og varlega,Jess ekkert mál kom í gegnum talstöðini frá félaga mínum og svo ók hann af stað,Wranglerinn vaggaði og valt þarna út í miðja á,svo allt í einu kom rykkur á bílinn framendinn niður í holu,afturdekkinn uppúr vatninu,andlit félaga míns klístraðist á framrúðuna svo kom framendinn uppúr dekkin á loft og bíllinn á afturbrennaranum upp á bakkann,út snaraðist félagi minn og lagaði á sér gleraugun og horfði á mig,strauk sér um nefið og svo kom,Veistu það Laugi það er bara ekki hægt að fara hægt á þessum bíl,alltof mikið afl og ég of stuttur til að stíga laust á bensíngjöfina,ég viðurkenni fúslega að mér varð orðfall?'.
En áfram héldum við og breyttum ákvörðun okkar um gistingu og stefndum inn á Mælifellsand,ættluðum inn í Hvanngil,um þetta leiti var farið að rökkva á sandinum og er við komum inn að Hólmsá var orðið aldimmt,en þvílík kyrrð og friður sem ríkti þarna og við Mælifellið stöðuðum við og drápum á bílvélunum og slökktum öll ljós og bara nutum kyrrðarinnar og þrátt fyrir myrkrið komu útlínur Mýrdalsjökuls skýrt fram á vinstri hönd og Mælifellið til hægri og útlínur hæða og fjalla sáust út frá þessum kennileitum.Mér fannst eins og eitthver hefði opnað fyrir stresstankana hjá mér og fann hvernig slaknaði á spennunni í líkamanum,ótrúleg stund og ógelymaleg,friðurinn og ægifegurð landsins seittlaði inn í hverja taug og hlóð upp þreki og styrk og stolti af að vera hluti af þessu landi.
Eftir þetta stopp héldum við áfram og komum inn að Kaldaklofskvísl sem var vantslítil og auðfarin,í Hvanngili var fullbókað og við inn að næsta skála og þar fékk félagi minn koju og ég græjaði mig í bílinn,fullkominn dagur.
Um kl 9 morgunin eftir vöknuðum við Bylgja hress og kát og Maggi mætti með nýlagað kaffi og í morgunsólinni sátum við þarna og nutum þess að vera til,við héldum svo áfram og í sól og blíðu brunuðum við inn að Laugarfelli þar nestuðum við okkur og slöppuðum af og ókum svo í rólegheitum til RVK í stressið,klárir í slaginn í bænum.
Svona ferð er ekki hægt að kaupa eða leigja,svona ferð lifir maður á í langann tíma,upplifunin er einstök og þó eflaust eitthverjum þyki þetta vera væmni þá upplifði ég þessa ferð nákvæmlega eins og ég skrifa,og þökk sé frábærum vini og félaga sem upplifir landið á sama hátt varð þessi ferð ógleymanleg,hafi hann þökk fyrir félagskapinn og vináttuna.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 15:14
Íslenska tíkin mín Bylgja.
Ég er svo heppin að eiga Íslenska tík sem heitir Bylgja.
Þessi tík hefur verið mé dyggur félagi á ferðum mínum um landið,vetur ,sumar,vor og haust.Hún hefur setið við hlið mér í framsæti jeppans stolt og árvökul og með hundaglott á andlitinu horft framan í torfærur og og annað sem slíkar ferðir hafa uppá að bjóða,stundum lagst á sætið og stungið trýninu undir handlegginn á mér,eða sleikt hendur mínar,svona rétt til þess að láta mig vita af sér.
Hvernig hún komst í hendur mér er svolítið sérstakt og ferð hennar með mér og fjölskyldu minni verið ljúf og hlý og finnst mér hún eiga það fyllilega skilið að ég bloggi um hana.
Ég var í ferð sem hópferðabílstjóri og átti gistingu að Kaldbakskoti um kvöldið,þar var er við komum nýgotin tík sem heitir Táta og lágu hvolparnir í kassa í ganginum í íbúðarhúsinu,blindir og ósjálfbjarga og ég heillaðist samstundis af þeim,ég var samt ekkert að huga að því að fá mér hund en hef alla tíð haft sérstakar taugar til Íslenska hundsins og má það þakka hundinum Smala sem var á Hofsnesi í Öræfum,en þar var ég í sveit sem barn,ljúflyndi hans og hollusta er mér alltaf minnisstæð.
En hvað um það ,ég sat og spjallaði við vertinn um kvöldið á meðan hann var að grilla fyrir gestina um kvöldið og talið barst að hvolpunum og áhuga mínum á þeim og er við erum að tala um þetta kemur Táta og sest við fætur mér og leggur höfuð sitt á hné mér og þannig situr hún þar til að endingu við vertinn handsölum ákvörðun um að ég fái einn hvolp eftir 8 vikur,þá sleikti Táta hönd mína stóð upp og fór,og á tilsettum tíma kemur hvolpurinn til mín.Hún var lítil og falleg og eignaði sér heimilið með það sama með því að pissa á gólfið við útihurðina.
Kona mín var ekki par sátt við að fá hund inn á heimilið og vildi þennann Helv,,,, hund út og það strax,tíkin skipti sér ekkert af þessum skoðana skiptum okkar hjóna en fór að skoða sig um á nýja staðnum,við sátum við eldhúsborðið og ræddum þessi mál,ég og konan,þá kemur tíkin og leggur sig á gólfið og sofnar og í svefninum virðist sem hún sé hjá mömmu sinni og byrjar að sjúga ímyndaða spena og þar með féll konan algjörlega fyrir henni og tók hana upp og kelaði við hana,síðan hafa þær verið vinkonur.
Alla tíð hefur Bylgja haft sitt rúm á gólfinu við hjónarúm okkar og þar á hún skjól og griðastað,hún á það til að hoppa upp í rúmið okkar ef konan leggur sig á daginn eftir næturvakt og liggja á sænginni minni en alltaf eftir að konan er sofnuð,því hún má það ekki og veit það.
Í jeppanum á Bylgja framsætið og lætur það ekki eftir,skiptir þá engu hver á í hlut,hún bíður færis og áður en varir er hún komin í fangið á þeim sem vogar sér að setjast þar og gerir sig verulega þunga og heyrnarlausa ef henni er skipað að færa sig og fer heldur niður á gólf en afturí,þetta er hennar sæti.
Alltaf þegar við erum komin upp í óbyggðir og hún kemst út rekur hún upp gelt og hleypur um með gleðilátum yfir því að fá að vera laus og frjáls,hún eignar sér alla ferða félaga mína og ef þeir eru sjálfir með hund þá er hún fljót að láta hundana vita að hér er það hún sem ræður og fá þeir að finna fyrir því ef henni líkar ekki.
Vegna þess að hundar eru ekki velkomnir í skála hef ég brugðið á það ráð að búa um mig og tíkina í bilnum enda nóg pláss og finn ég oft á nóttinni er hún skríður undir svefnpoka minn til fóta og leggst þar,hlý og notaleg.
Alltaf er hún vinarleg og til í að leika sér við börn og er alveg sama hvernig þau hnoða hana eða hanga á henni,hún lætur sér það vel líka og ef leikurinn verður of mikill lætur hún sig hverfa undir bíl eða í fangið á mér.
Ég gæti endalaus haldið áfram og sagt af henni sögur og á efalaust eftir að koma með þær hér á Blogginu en hérna ættla ég að stoppa í bili.
Eins og er þá liggur hún undir stólnum hjá mér á meðan ég blogga þetta og heyrast værðalegar hrotur frá henni,en rétt áðan voru Krummi og hún að skiptast á skoðunum úti á bletti og fékk Krummi að heyra það á kjarnyrtu hundagjammi Íslensku í þokkabót og situr hann nú og nöldrar á næsta þaki.
Mikið skelfing er ég þakklátur fyrir að hafa Bylgju hjá mér og vona að hún auðgi líf mitt sem lengst.
PS,nafnið Bylgja setti konan mín á tíkina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar