Færsluflokkur: Bloggar

Nútíminn.

Ég hef verið nokkuð iðin við að lesa um sögu okkar Íslendinga,bæði er að ég er stoltur af því að vera Íslendingur og eins löngun til að fræðast um land mitt og þjóð.

Mér hefur fundist það fara saman að ferðast um landið,hálendið,láglendið,sjóinn og kynnast fólki,dýrum aðstæðum og veðrum.

Eitt hefur þó vakið athygli mína núna undanfarið og oft áður,og það er þegar fólk fætt eftir 75 sem virðist leggja allt aðra meiningu í fátækt og baráttu verkalýðsins,eins með meiningunni atvinnuveitandi.

Nú ættla ég mér ekki það að vera neinn vitringur í þessum málum,en þó finnst mér þessir hlutir hafa breyst til hins verra og vera öfgafyllri nú en áður,ég spyr td hvernig á fólk á þrítugsaldri að þekkja þann anda sem ríkti um 1960 af öðru en afspurn,fátækt var mikið meiri og alvarlegri þá en nú,alvarleg veikindi voru nánast dauðadómur,berklahælin full af fárveiku fólki,krabbi og hjartasjúkdómar lítt eða ekki læknalegt,áfengissýki óþekkt fólk var bara fyllibytta eða helgarbytta eða engin bytta.

Á þessum tíma þótti sjálfsagt að fara á vertíð og vinna þar frá sér allt vit,frá kl 07 á morgnanna og fram til kl 22-3 á kvöldin og þeir sem ekki vildu vinna svona voru álitnir eitthvað verri og letingjar,sjómenn á vertíðum voru upp á náð og miskun skipstjóra sem oft á tíðum sóttu í snarvittlausum veðrum,mönnum var skamtaður aur eftir duttlungum útgerðarmanna og svo var ekkert fiskirí í jan,feb og fram í mars og landburður fram í lok apríl,en þar sem engin trygging var til staðar þá urðu menn að sæta því að aflaleysið í byrjun vertíðar át upp kaupið í uppgripatíðinni og vertíðarlaunin því léleg þrátt fyrir mikla vinnu og vökur,kusu því margir að vinna í landi og fá tímakaup+bónus.

Á þessum tíma voru það verkalýðsfélögin sem stóðu dyggann vörð um kjörin og formenn þeirra í nánu og beinu sambandi við félagsmenn sína og gripu inn í strax ef brotið var á gerðum samningum, Eins má segja að lenskan meðal atvinnurekenda almennt var sú að standa við gerða samninga og létu það ekki spyrjast út að þeir væru að brjóta þá eða svíkja,hvað þa´að eins og nú er leitast við að teigja samningana eins langt og hægt er inn á gráu svæðin og túlka allt öðruvísi en samkomulag er um við samningsborðið.

Á þessum tíma voru enn til útikamrar á heimilum og eingöngu kalt vatn,kanske olíukabyssur og því kalt og rakt í mörgum húsum,heima í eyjum drukkum við brunnvatn sem safnað var af þakinu og ekki það heilbrigðasta,hjá sumum fjölskyldum var lítið um aura til að kaupa klæði fyrir og algengt að sjá fólk í stagbættum fötum,yngri systkini notuðu föt af eldri syskinum eða saumað var uppúr gömlum fötum jafnvel gluggatjöldum.

Læknar margir hverjir sem best þekktu til aðstæðna "gleymdu" að rukka um kostnað vegna vitjunnar og jafnvel lögðu út fyrir meðölum sjálfir,eins Ljósmæður ég held að ansi oft hafi laun þeirra ekki verið í samræmi við vinnutímann.

Svona er hægt að halda lengi áfram þessum lýsingum og má td lesa blogg eftir Mattías Sveinsson um uppboð á sveitarómögum á Eyrarbakka ásamt öðrum samtímalýsingum.

Svo hvers vegna er ég þá að bulla þetta um þessi kjör,jú fyrir því er ástæða og mjög góð að mínu mati.

Undanfarið á blogginu má lesa fullyrðingar sem eru í raun svo sláandi og í raun lítilsvirðingin svo gengdarlaus fyrir málefnum og málstað að með ólíkindum er að lesa,félaghyggjufólk sem vill verja þessi kjör sem vernda fólk fyrir niðurskurði á heilbrigðiskerfinu,námskerfinu og yfirleitt lifskjörum,nóg er samt tekið af fólki til að borga útrásarpólitíkina sem rekin var hér af mikilli ákefð,ég er td ekki sáttur við að borga skuldir sem ég á engann hátt get talist ábyrgur fyrir að hafa skapað,ekki einu sinni með því að kjósa íhaldið,því hætti ég er Davíð nokkur komst til valda og hef skilað auðu síðan.

Virðing fyrir fólki og kjörum þess er fótum troðin í þeim eina tilgangi að koma sér og sínum að,menn sem aldrei hafa fundið fyrir vosbúð og kulda eða fátækt gera lítið úr þörfum þeirra sem þurfa á fríri læknisþjónustu að halda,við sem erum svo heppin að geta staðið í skilum með okkar þessa dagana ættum að gæta hófs í alhæfingum,og hverjum einasta Íslending ber skylda til að standa vörð um heilbrigðiskerfið okkar.Alþingismenn hafa látið hafa eftir sér obinberlega að ellilífeyrirþegar og öryrkjar hafi ekkert við hærri styrk að gera þeir annaðhvort drekki það út eða eyði bara í vitleysu,og þeirsem standi í röð og bíði eftir því að fá mat hjá mæðrarstyrksnefnd,séu bara að sníkja ókeypis mat.

Svona þenkjandi menn hafa ekkert að gera á Alþingi,en eru þar samt og þrýsta á með skoðanir sínar

Við verðum að tryggja að auðlindir þjóðarinnar séu í raun hennar en ekki örfárra,við þurfum einnig að gera okkur grein fyrir því að við verðum að lifa á gæðum landsins og kostum,hvort sem það eru virkjanir eða annað,landið okkar er dullungafullt og eitt eldgos getur þurkað út heilu byggðarlögin og lagt í rúst öll okkar verk og er ekki svo langt síðan síðast 1973.

Við megum ekki hlust á menn sem telja langrækni og hefnigirni til mannkosta,jafnvel þó þeir hafi ráðið landinu ljóst og leynt í árartugi,við þurfum að virkja alþýðu manna til að koma að kostningaborðinu og velja flokk eða skila auðu,mér finnst hins vegar enginn stjórnmálamaður eigi að fá sæti á alþingi nema vera búinn að skrifa undir það að viðkomandi taki ábyrgð á verkum sínum og flokks síns,og axli þá ábyrgð ef til kemur,ekki eins og nú þar sem enginn við taka ábyrgð á neinu en telja alla aðra bera ábyrgðina.  

Með þessu er ég ekki að segja það vera eingöngu vonda menn innann Sjálfstæðisflokksins og góða i hinum,nei alls ekki margir sjálfstæðismenn eru mannkostafók sem er heilsteypt og hreinlynt,eins á við um aðra menn og konur í öðrum flokkum,en líkt og með skemda eplið í tunnuni þá hafa þeir hinir sem ættu í raun að fara í íhugun upp á fjall í Tíbet eða eitthverstaðar of mikil völd og skemma út frá sér,hvar sem í flokki þeir eru


Strætó ekur aftaná almannatengil.

Þessi fyrirsögn var á Vísir .is í gærkveldi,og var skreytt með myndum af Ómari Valdimarssyni fyrrverandi almannatengli Imprecilo við Kárahnjúka,og sem slíkur þjálfaður í að segja frá atburðum og atvikum þannig að henti fyritækinu sem best??.

Hann samkv fréttinni er alsaklaus af þessum árekstri og allt Strætó að kenna,undir það taka eitthverjar stelpur sem blaðamaðurinn vitnar í og votta um glæfralegann akstur vagnstjórans,Lögreglan lætur ekki hafa neitt eftir sér né heldur vagnstjórinn.

Áreksturinn er við innkeyrslu að Strætóskýli og var vagninn að beygja inn á stoppistöðina er áreksturinn verður,og fyrir mildi örlaganna er blaðamaður kominn með það sama til að mynda og segja sögu almannatengilsis.

Mín skoðun er svolítið önnur en kemur fram í fréttinni,?

Leið 3 er mjög þröngt skorin stakkurinn tímalega séð og verður vagnstjórinn að halda áfram til þess að halda sér innann tímamarka og næst það iðulega ekki.

Nú er það starfið að aka inn á hverja þá stoppistöð sem tilheyra leiðinni og taka upp farþega og láta út,menn aka misjafnlega mjúkt og sumir mjög harkalega án þess að aka óvarlega á nokkurn hátt,hjá öðrum verður þú varla var við aksturinn,þetta með stoppistöðvarnar er svolítið viðkvæmt og virðast margir bílstjórar haldnir þeirri meinloku að halda Strætó inni á stoppistöðinni og gefa vel í til þess að hleypa vagninum ekki út á götu,sem er í raun refsivert athæfi og sektin við því allt að 10þús kr.

Aðrir upplifa það að vagnin sé að svína sér út í umferðina og renna sér fram með vagninum og snöggbeyja fyrir hann og flauta og hægja ferðina fyrr framan vagnin,og ef vagnstjórinn flautar á móti eiga menn það til að snarstöðva fyrirvarlaust og ef vagnstjórinn er ekki viðbúinn lendir vagninn aftaná bíl þess sem ég vil meina að sé hinn raunverulegi brotamaður,sem brýtur lög með að hindra akstur almenningsvagns út af biðstöð,ekur mjög óvarlega framfyrir vagninn,og snarstöðvar án nokkurar ástæðu annarar en að sýna vagnstjóranum og þá farþegum vagnsins algjört tilitsleysi.

Myndir af staðnum staðfesta þessa skoðun mína,árekstrahornið er hægra afturhorn "fjölmiðlatengilsins"og vinstr framhorn vagnsins sem er samkv þessu að beygja inn á stoppistöð og þar með að hægja ferð

Hversu mikill kunningskapur er á milli blaðamans og fulltrúansveit ég ekkert um en frásögn blaðamansins er engann vegin hlutlaus,Þvert á móti gerir blaðasnápurinn sitt til að gera vagnstjorann sem tortryggilegastan.

Ég hlustaði á það er vagnstjórinn kallaði í lögreglu og eins er hann lýsti í stuttu máli hvað gerðist í talstöðinni,ég tek það sérstaklega fram að ég og vagnstjórinn þekkjumst lítið sem ekkert.En mikð finnst mér þessi atburðarrás líklegri en sú sem blaði lýsir svo fjálglega.

 Áreksturinn var7 april og var kominn á netið með það sama

 


Seinni hluti göngu um miðbæinn.

Við hjónin ásamt Bylgju gengum áfram upp Skólavörðustíg og stefndum að húsnæði því sem hýst hafði leyfarnar af Fataverslun Andrésar,en þar eru nú kaffistofa á efri hæð og til Leigu skilti í glugga á neðri hæð.

Mér fannst Stígurinn ekki hafa breyst svo mikið í gegnum árin,húsin flest þau sömu en annað hlutverk,við snérum við og fórum niður á Klapparstíg og stefndum niður á sjó,efst á horni Klapparstígs og Grettisgötu var maður að leggja bifreið sinni,alveg á horninu þeim megin sem engin bílastæði eru,bifreiðinni var lagt hálfri upp á gangstétt og hálfri út á götu og hafði þar með truflandi umferð annara bifreiða um Klapparstíginn og fólk með barnavagna komst ekki gangstéttina.

Út snaraðist maður um 40tugt og með gsm síma við eyra sér og þurfti mikið að tala,ég fór að þusa um asna sem ekki virtu rétt annara og leggðu bifreiðum sínum eins og asnar,þar sem þeim hentaði án tillits til nokkurs annars en eigin þarfa,ég talaði hátt og gekk af ásettu ráði við hlið mansins sem lét mig og mitt raus ekki trufla sig á nokkurn hátt einna helst að hann liti við er tíkin sagði sína skoðun sem hljómaði líkt og áður Woff urr Woff,en hún meinti greinlega,eigum við ekki að sækja lögguna,það eru tveir í Bankastræti.

Maðurinn hvarf inn í húsnæði það sem eitt sinn hýsti verslunina Hamborg en var að sjá tómt,og ekki veit ég hvort bíllinn stendur enn á horninu.

Áfram héldum við og læddumst yfir Laugarvegin og niður á Lindargötu með viðkomu á Veghúsastíg og þar fór maður að sjá breytingar á götu myndinni og er komið var á Lindargötuna var nánast ekkert eftir af gömlu götumyndinni til austurs,bara stál og steinsteypa 16-18 hæðir upp í loft,og á ,meðan við gengum Lindargötu í átt að höfninni rifjaðist þáttur með Jökli Jakopsyni upp sem kallaður var gatan mín og hafði Jökull gengið þessa götu með manni sem bjó lungann úr sínu lífi þar,í frásögn mansins öðlaðist gatan líf í huga mér og ég rifjaði upp í gönguferðinni upp það sem gamli hafði sagt og svei mér ef ég kannaðist ekki við nokkur hús í vesturenda götunar og þar með tengingu við söguna,tenging sem auraöflin vilja greinilega gera allt til að slíta.

Svo restina af göngunni niður á höfn sagði ég konu minni frá Sænska,Kolakrananum,portinu og bröggunum hjá Eimskip,og Togaraafgreiðslunni,en viðmælandi Jökuls hafði starfað alla sína æfi á þeim stað.

Ég sagði einnig frá því að þegar Tollhúsið var byggt og skemma Eimskips var gert ráð fyrir að Geirsgatan sem köllum færi í loftið og lægi eftir þökum þessara húsa frá Skúlagötu og vestur á Granda,en af þessu varð aldrei eins og allir vita og mikil brú byggð upp á Tollhúsið svo hægt væri að nota þakið sem bílastæði,og má segja þetta sorglegt dæmi um heimskulega notkun pólitíkusa á aurum almennings og algert virðingarleysi,nú síðast átti á leggja sömu götu ofaní jörðu í göng,sömu leið og átti að aka í loftsölum áður,en hvað um það.

Með þessu lauk göngu okkar konunnar að ógleymdri tíkinni Bylgju.


Göngutúr um miðbæinn.

Við hjónin ákváðum um dagin að fá okkur göngutúr um miðbæ Rvk enda langt síðan síðast,að sjálfsögðu tókum við Íslensku tíkina Bylgju með á slíka ævintýraferð,enda fer tíkin allar ferðir sem ég fer nema í vinnuna.

Ég lagði bílnum þar sem brúin uppá Tollstöðvarhúsið var áður og borgaði í stöðumælinn og þá var bara að labba af stað.

Við gengum niður Austurstrætið og beygðum inn á Austurvöll,þar mættum við pari sem leit út fyrir að vera nýbúið með Þjóðhátíðina og hana langa,hann með glóðarauga á báðum og nef sem virtist hafa lent í árekstri við hnefa,fötin voru litskrúðug og höfðu auðsjaánlega lennt í ýmsu.Daman var öllu settlegri ef þannig má tala um hana,en ekki mikið en laus var hún við glóðaraugu og nefið nokkuð beint,þarna voru á ferðinni par sem nokkrum sinnum hefur ratað í fréttir sjónvarpsstöðva,og þá aðalega vegna vals á gististöðum og lífernis sem virðist liggja þvert á skoðanir manna um eðlilegt líf.

En hvað um það,daman heilsaði mér og þakkaði mér fyrir síðast,og konan mín spurði af bragði hvaðan ég þekkti þetta lið,ja hún ferðaðist oft með Strætó gall í mér og ég lánaði henni stundum fyrir farinu,já hnussaði í minni allir ferðast með Strætó???

Áfram héldum við röltinu og nálguðumst Þinghús okkar Íslendinga og þar vað annað par á vegi okkar hjóna,að vísu öllu betra ástand virtist á fötum þessa pars heldur en hinu,og er nær dró á milli okkar sá ég að þarna var Borgarstjóri vor og með allann Framsóknarmeirihlutann með sér,sá var við nánari skoðun laus við glóðaraugu og nefið nokkuð heillegt,allavega ef miðað er við hið fyrra par sem við mættum,Borgarstjórinn og Framsókn gengu rösklega í átt að Ráðhúsinu eflaust til fundar við fyrrverandi meirihluta Sjálfstæðismanna,en sá mun víst ekki vera sáttu við að vera fyrr verandi eitt né annað og finnur galla á Framsókn í tíma og ótíma.

Fyrir utan Alþingi á gangstéttinni stóðu einar þrjá glæsibifreiðar svartar og gljáandi,frú mín spurði eftir nokkrar vangaveltur hvort það gæti virkilega verið að Útrásarvíkingarnir séu komnir á þing og hver hefði eiginlega kosið þá,ég leiðrétti frúnna og sagði að þetta væru ráðherrabílarnir og þeim væri efalaust lagt upp á gangstétt ef Búsáhaldabyltingin byrjaði aftur þá væru ráðherrarnir nógu fljótir að forða sér,flott að vera ráðherra sagði mín.

Áfram gengum við og vorum komin í Bankastrætið á leið upp á Skólavörðuholtið,ofarlega í brekkunni mætum við tveim Lagana vörðum,greinilega á eftirlitsferð gangandi,ég hugsaði með mér helv,,er það gott að ég tók með mér hundpassann,þeir fara örugglega að gera eitthvað múður út af tíkinni minni sem labbaði prúð við hlið mér,Nei ekki aldeilis,,,,,, þeir létu sem ég og tíkin værum bara ekki til og vitu okkur ekki viðlits,mér létti all verulega þegar þeir voru komnir framhjá okkkur,þá rykkir tíkin allt í einu í ólina sína og það allfast,ég snéri mér við og það passaði hún var við hlið þeirra sem ég vildi forðast og komin í keng af rembingi og skilaði stórri dellu á gangstéttina urraði og hristi sig og settist svo niður við hliðina á mér auðsjáanlega mikið létt.

Fyrir framan andlit mitt birtist andlit annars Lögreglumansins og var ákveðnisvipur á því,þá heyrist í konu minni,Ahhh þetta er allt í lagi ég er með kúkapoka og með það hvarf kúkur hundsins ofaní svartan hundapoka og andlitið fyrir framan mig missti augnablik ákveðnina en svo lagaðist það og vörðurinn sagði,þú veist að þú ert að nálgast Laugarvegin,,jájá gall í mér ég ættla Skólavörðustígin,Já þú veist af því kom ákveðið frá verðinum,,,,,,,Já já ég veit allt um það gall aftur í mér,.Gott hnussaði vörðurinn og snéri sér við til að ganga burt,Woff,,urrr,Woff heyrðist þá við fæturnar á mér,,Lögreglumaðurinn snarsnéri sér við og sagði höstuglega við mig,,, já þú veist það,,,Já já ansaði ég,ég er með leyfi fyrir henni ættlaði ég að setja út úr mér,,en náði ekki því aftur heyrðist,,, UrrrWoff Woff,en núna milli fóta á mér,og svo fékk vörðurinn fallegt hundabros og skottið sveiflaðist í allar áttir,en þarna lauk viðskiptum mínum við lagana verði því félagi lögreglumansins hnippi í hann og þeir gengu burt,ég stóð eftir og hugsaði með mér,mikið helv,,,,, var það nú gott að þeir spurðu ekki um leyfið,því ég skulda fyrir árið 09,tíkinni var greinilega slétt sama og vildi bara ganga áfram,síðan hvarf hundapokinn ofaní næsta rusladall og göngunni haldið áfram upp Skólavörðustíginn.nyjar_myndir025_816538.jpg  


Lítil stúlka

Var í heimsókn hjá mér í dag og kom með pabba sínum og fóstru,ný orðin 2 ára og með liðað hár,hrekkjarlegt bros og hafði gaman af að hossast á hnénu á pabba sínum.

Mér hefði átt að finnast það gaman að fá hana í heimsókn og hefði átt að njóta nærveru hennar og fóstru minnar og mannsins hennar og hálfsystur,en það var engin gleði hjá okkur fullorðna fólkinu og brosin hálf þvinguð,ástæðan jú litla stúlkan með liðaða hárið er dóttir Aldísar Vestergren sem er horfin og leitað hefur verið á láði og legi undanfarnar vikur.

Þessi litla gerði hvarf Aldísar eitthvað svo raunverulegt og nálægt,hvað skeður í framtíð þessa barns veit engin,en í þessu upplýsingar samfélagi sem við lifum í dag má gera ráð fyrir að sú stutta geti lesið allt um hvarf móður sinnar á netinu,er það gott ??????? ég veit það ekki allavega vildi ég að ég hefði haft meiri og betri aðgang að upplýsingum um lát föður míns og ekki þurft að troða svo mörgum um tær til að afla mér þeirra,ég hvorki get né vil fjalla um mál þessarar stúlku mjög náið,vona bara að hennar bíði góð bernska og ævi,ég veit að faðir hennar mun gera allt sem í hans valdi er til að svo verði og fóstra hennar stendur heil og sterk við hlið hans.

Fjölskyldu Aldísar votta ég mína dýpstu samúð og vona það að litla stúlkan nái að laða fram góðar minningar um móður sína fyrir ömmur frænkur og frændur,og nái á þann hátt að lægja sársaukaöldurnar sem ég veit að geysa um huga þeirra og hjarta.

Nú þegar ég skrifa þetta blogg erum við búin að fá að vita að Aldís er fundin látin í Langavatni og það á sinn hátt eyðir þeirri óvissu um það har hún sé og litla getur er tímar líð farið og átt sínar stundir með mömmu,það er huggun í því,ég veit það af eigin reynslu það hjálpar.

Hvað knýr mann til þess að skrifa þessa færslu veit ég ekki,eitthvað í sálinni fær mann til þess að setjast við tölvuna og svo flæða orðin,gömul sár opnast í sársauka annara og augnablikið verður eitthvað svo óraunverulegt ,þessi litla stúlka hefur ekki gert neitt réttlætt gæti þetta högg sem lífið veitir henni,frekar en önnur börn sem lenda í svipuðum missir,ábyrgð aðstandenda verður ennþá meiri og dýpri en ella.

Ég vona að barátta litlu fyrir tilveru sinni verði áfallalítil og hún eigi alltaf athvarf í faðmi aðstandenda sem vernda og hugga litla snót með liðað hár og hrekkjarsvip.


Slysaalda á Mælifellsandi.

SlysaaldaVið fórum inn á Mælifellsand,3 félagarnir á síðasta sumri og fórum um Emstrur.

Ættlunin var að stefna til að byrja með inn að Slysaöldu,en ég hafði aflað mér fróðleiks um þetta slys um veturinn með aðstoð meðal annara starfsfélaga sem átti ættingja er varð úti þarna í umræddu slysi.

Hérna hef ég ekki ættlað mér að fjalla um slysið sjálft,en um það má gleggsta lesa frásögn í bók Guðna Jónssonar magisters.

Ég hafði hugsað mér að kíkja þarna inn að þeim stað þar sem lík mannanna fundust og sjá staðhætti með eigin augum og reyna gera mér grein fyrir því hvers vegna mennirnir fundust ekki fyrr en mörgum árum eftir að þeir urðu úti,eins höfðu ættingjar mannanna sett upp minningarskjöld með nöfnum þeirra sem fórust þarna og langaði mig að sjá hann líka.

Skjöldurinn er látlaus og fallegur minnisverði með nöfnum og ártölum sem er boltaður fastur á móbergsklöpp sem hefur síðan þá látið á sjá allverulega,vegna veðrunnar og er nú svo komið að það er varla hægt nema hæstu mönnum að lesa á skjöldin réttu megin frá og má ættla að eftir okkur ár losni skjöldurinn með öllu frá festingu og það má ekki ské.

Það þyrfti að gera ferð þarna inneftir og færa og festa skjöldinn þar sem hann er auðlesnari og aðgengilegri,en ég reikna með að það þurfi að færa hann reglulega vegna þess hvernig veðrunin er að eyða klöppini.

Mér finnst það mjög svo virðingarvert að halda minningu manna og kvenna lifandi og ferskri með svona framtaki,á eitthvern hátt öðlast staðurinn sem á þennann hátt,er merktur ákveðnum atburði,sjálfstætt líf og tengingu við fortíðina,það eykur áhuga allavega minn á því að fara á slíka staði og sjá þá með eigin augum.krakatindar_016.jpg


« Fyrri síða

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband