25.4.2009 | 09:45
Afi Gunnar á Horninu.
Ég var svo heppin að afi og amma á Horninu voru bæði á lífi og tiltölulega með góða starfsorku þrátt fyrir langa og erilsama starfsæfi,þannig að þegar pabbi fórst og stjúpi kom inn í líf mitt,þá átti ég alla tíð öruggt skjól hjá þeim.
Afi hann hafði átt nokra hrúta um ævina og man ég eftir 3 Sírak og Salomon og eftir þeirra dag kom Móri,allt sumarið voru hrútarnir úti í Bjarnarey og á veturnar voru þeir í fjárkofa sem var í bakgarðinum á Horninu,og þá eins og gefur að skilja þurfti að gefa og vatna þeim daglega og annaðist ég þessa hluti oft með afa (þvældist fyrir aðalega )Margt var spjallað þarna í kofanum og ef gamli var í góðu skapi,þá hafði hann gaman af að glettast við afasonin og kumraði í honum ef gletturnar virkuðu,eitt var að afi stundaði það að hnoða Móra og fá hann til að stanga á sér hnefana og átti gamli það til að fá mig til að hnoða og skríkti þegar ég æjaði er Móri stangaði til baka,svona strákur taktu á móti sagði afi.
Margar stundir áttum við hrútarnir og afi þarna í kofanum og samband afa við dýrin sérstakt og gott og mátti vel merkja þegar afi byrjaði að klabba þeim og klóra því þá hnubbuðu Sírak og Salomon hvorn annann og stöppuðu í gólfið til að komast að gamla.
Marga aðra hrúta hefur afi efalaust átt enda orðin aldraður þegar ég fæðist og margar voru gærurnar heima á Horninu og niðri á kontor í Slippinum og allar freka stórar og óklipptar,notaði hann gærurnar sem ábreiður ef hann lagði sig á daginn,hvort sem var heima eða niðri í Slipp,eins var hann með gæru á bílstjórasætinu í rússajeppanum að mig minnir.
Nú var afi mikill neftóbaksmaður og var ég alltaf jafn heillaður þegar ég sá tóbaksrönd sem náði frá hnúa vísifingurs og aftur á úllið og vel hlaðið upp sem vænsti varnargarður,þetta hvarf upp í nösina á kalli með tilheyrandi hljóðum og dæsi á eftir og var ekki laust við að afi væri smá tileygður á eftir,það kom fyrir að hann plataði mig til að prufa og ég vildi vera eins og afi og saug hressilega upp í nefið nokkur korn,og það sem ég hnerraði,það ættlaði engann enda að taka og það fannst afa fyndið og hló mikinn,breytti það engu að amma Lauga skammaði kallinn á meðan hún huggaði mig og þurkaði tárin,2 tímum seinna var afi vís til að leika sama leikinn og ég að falla fyrir sama bragðinu,en alltaf gerði afi mér eitthvað gott til er ég hafði fallið í gildrurnar sem hann lagði fyrir mig.
En ef eitthver annar ættlaði að hrekkja mig á svipaðann hátt gat afi brugðist hinn versti við og verndaði mig fyrir hrekkjarsvíninu.
En aftur að gærunum,þessar gærur voru órakaðar og ullin á þeim þykk og mikil og þar sem afi var sem áður segir mikill neftóbaksmaður var töluvert af tóbaki sem féll í gærurnar og því sterk lykt af þeim og amma alltaf að viðra þetta með frekar litlum árangri,í hjónaherbergi gömlu hjónana var ottoman sem afi notaði til að leggja sig í á daginn og einn álíka á skrifstofuni,í þessum tveim beddum átti ég það öruggasta skjól sem til var í Eyjum,undir þessum gærum var mikil hlýja og öryggi og ef ég hafði tök á því að leita þangað ef tilveran var grá og hörð,sem hún var því miður mikið oftar en barn á aldrinum 6 til 10 ára á að þurfa að búa við,þá var þetta skjól það besta sem ég gat hugsað mér,og stundum kom ég inn á Horn til ömmu og beint inn í herbergi og undir gæruna hans afa og breyddi upp fyrir haus svo það sæist örugglega hvergi í mig,og lét amma mig í friði góða stund áður en hún kom og gáði hvort ekki væri allt í lagi með mig og var þá gjarnan kakóglas og kex með i förum,en lítið sagt.
Afi og Amma voru heimsins best fólk í minni tilveru og minnig þeirra lifir í minningarleiftrum líkum þessum sem ég hef skrifað hérna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 25. apríl 2009
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar