15.10.2012 | 13:13
Af beitarmálum sauðfjár og manna.
Ég hef undnfarið ekki geta varist þeirri hugsun að margt sé líkt með sauðkindinni og mannfólkinu og æfiferil,hvori tveggja eru hjarðdýr og þó að maðurinn sé talin æðri í fæðukeðjunni er hegðan hans um margt lík kindanna.
Á vorinn fæðist lambið og elst upp við hlið móður sinnar,en hefur litla sem enga viðkynningu af föðrurnum,sem áður var notaður í bókstaflegri merkingu við að geta lömb með ánnum þó svo að stór hluti þeirra sé sæddur með röri og sæðið fengið á til þess gerðum sæðisbönkum,sama þróun er að eiga sér stað í auknum mæli meðal mannfólksins,í flestum tilvikum eru svokallaðar forystuær sem hinar kindurnar fylgja,misjafnlega viljugar þó,hjá manninum eru sambærileg heiti stjórnmálamenn og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra.
Ærin venur lambið snemma á að matast á grasi og öðrum gróðri og sækjast þær mikið í að éta á bönnuðum svæðum,sama á við um mannin þó að í óeiginlegri merkingu sé,en ungviðið er fljótt að læra að draga athyglina frá sér með því að benda á galla annara og fer á beit í mannorði viðkomandi,þessi beit verður markvissari með árunum og oft gangnleg við að koma sér áfram í lífinu,líkt og lambið sem er fljótt að læra að grasið á einum stað er betra en á öðrum.
Reglega leggst kindin á meltuna og jórtrar á því sem hún þegar hefur sett í sig til að ná fullri nýtingu á matnum,á meðan mannfólkið hamast á sömu vömminni hjá einstaklingnum og jórtar þá á mannorðinu aftur og aftur.
Kindurnar færa sig um set eftir beitargæðum á meðan mannfólkið færir sig til á mannorðsbeitinni og snýr sér að öðrum einstaklingum og áhugamálum.
Svo á haustin er sauðum safnað saman til vetrardvalar og slátrunnar,hjá mannfólkinu má likja þessu við að á hverjum tíma er eitthverstaðar verið að etja ungu fólki í stríð og þar er mikil slátrun í gangi með hinum ýmsustu aðferðum og tólum,en þar er eitt ólíkt með sauðfénu að herirnir eru sendir af stað með blesssun trúarleiðtoga,sem blessa vopn og menn,sambærilegur aðili í sláturhúsi kindarinnar er Dýralæknirinn sem verður að viðurkenna aðferðir og vopn.
Að lokinni slátrun eru þær rollur sem sluppu við þennann leiðangur settar á hið besta fáanlega fóður og það er vakað yfir því að ekkert vanti,og hin venjulega hringrás heldur áfram,getnaður með gömlu aðferðinni eða nýju,friður og ró yfir veturinn og svo kemur vorið og sauðburinn hefst.
Hjá mann fólkinu er sambærilegt að loknu stríði er allt gert til þess að bæta mannlífið og efla þess dáð og best fáanlega fóður og menntun ásamt ummönnun,ekkert er of gott eða mikið og svo kemur ný kynslóð og hringurinn hefst að nýju.
Nöturleg samlíking og langt sótt,en ef grant er skoðað,hvað þá
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 15. október 2012
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 14050
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar