Ráðherra umhverfismála fór með ósannindi

Frá landnámi hafa verið í gildi reglur um tjöldun og hafa þær verið á þann veg að öllum sé heimilt að tjalda eða hafa náttstað til 3 nátta utan alfaraleiða án sérstaks leyfis frá landeiganda,og á fundi á alþingi var SS spurð út í þetta atriði innann VJG og spyrjandinn var þingmaður frá Akueyri.
Spurt var hvernig verði með tjöldun innann garðsins,SS svaraði því til að það væri óbreytt frá því sem verið hefði og ekki væri ætlunin að breyta því.
Því næst staðfestir SS reglugerð um tjöldun sem er þvert á svarið og það sem venja hafði verið.
Reglugerðin er hér að neðan.

Reglur um tjöldun
Innan þjóðgarðsins ber gestum að nota skipulögð tjaldsvæði fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Fjarri skipulögðum tjaldsvæðum er fólki sem ferðast fótgangandi með allan farangur sinn þó heimilt að tjalda hefðbundnum göngutjöldum til einnar nætur. Hópar göngumanna þar sem eru 10 tjöld eða fleiri þurfa þó leyfi þjóðgarðsvarðar. Við tjöldun utan skipulagðra tjaldsvæða skal gæta þess að valda ekki skemmdum á vettvangi og jafnframt skal bera allt sorp til byggða.

Göngumenn eru beðnir að hafa í huga að óheimilt er að tjalda á eftirtöldum svæðum:

Í Jökulsárgljúfrum utan skipulagðra tjaldsvæða
Að sumarlagi á svæði sem nýtur sérstakrar verndar í Öskju
Á láglendi á Hoffellssvæði og Heinabergssvæði
Á Skaftafellsheiði og í nágrenni Kristínartinda, einnig í Morsárdal og Bæjarstaðaskógi. Í mynni Kjósar í Morsárdal er þó heimilt að tjalda göngutjöldum að fengnu leyfi þjóðgarðsvarðar.

Samkvæmt þessu þá má ég ekki ferðast eins og ég hef gert í áratugi,það er að sofa í bílnum,þar sem ég er staddur í það og það sinnið og ef ég legg bílnum á stæði við skála er mér gert að greiða allt að 1200kr fyrir að fá að sofa í honum og það án þess að ég nýti eða þyggi nokkra þjónustu í eða við skála.
Ég er með allt sem ég þarf í jeppanum og hvorki með tjald,eða vagn af neinu tagi,né heldur sérbúinn bíl.

Spurningin til ráðherra og svar hennar kom fram í sjónvarpsfréttum,þarna fer SS hreinlega með rangt mál vísvitandi og þarna kristallast öll aðferðafræðin sem viðhöfð hefur verið í sambandi við þessi mál,hreinlega fara með rangt mál ef það hentar betur.

Fyrir nokkrum árum sóttist ég eftir að leyfi fyrir því að gista á ákveðnum stað í 3 nætur og nýta til að fara í myndatökur út frá honum,ætlaði ég að gista í skipbrotsmannaskýli sem hafði verið gert upp,meiningin var að komast á staðinn með ferðaaðila sem sá um ferðir þangað og fara með honum til baka 3 dögum seinna,ég talaði fyrst við þann aðila sem vísaði mér á að tala við Þjóðgarðsvörðinn sem hafði yfirráð á svæðinu.
Ég leitaði til hans með erindi mitt og hann tók mjög vel í málaleitun mína og taldi ekkert vera því til fyrirstöðu að láta þetta eftir mér,en hann sagði að foræðið þarna á þessum stað væri komið til Umhverfistofnunar og hann yrði að ræða þetta við þá aðila,en hann endurtók að hann sæi engin vankvæði á að láta þetta ganga upp.
Nokkrum dögum seinn hafði hann samband við mig og var hann ekki sáttur,svarið sem hann fékk frá stofnunni var þvert nei,ástæðan jú þetta var ekki hefðbundið gistisvæði og ekki samkvæmt venju(sem er rugl,þetta skýli er notað árlega og oft á ári er nytjarétthafar fara á staðinn til ýmisa verka).
Þjóðgarðsvörðurinn sagði við mig "það er eins og þeir hjá umhverfisstofnun séu í engu jarðsambandi og hreinlega viti ekkert hvað þeir eru að fjalla um".
Lok samtalsins og endir á erindi mínu ætla ég ekki að segja frá né heldur staðsettningu eða þjóðgarðs.
En þetta kom mér ekki á óvart,því nokkru fyrr hafði ég sent erindi með spurningu hvort mér væri ekki heimilt að tína ber í poka eða dollu innann þjóðgarðs,svarið var 30bls úrdáttur úr reglugerð og stutt svar þar sem mér var alfarið neitað um að tína ber nema setja þau beint upp í mig,allt annað var stranglega bannað,það er sennilega óþarft að segja það,en mér er rennislétt sama um þetta bann og tíni ber sem aldrei fyrr innan garðsins og set í dollur og kyrnur og svei mér þá ef þau bragðast ekki betur svoleiðis þegar heim er komið.


Hugsunarlaus friðun og yfirgangur öfgaverndunnarsinna.

Æðarbóndi nokkur sem var mikið í umræðunni fyrir nokkrum árum,fór ekki fögrum orðum um það sem hann kallaði "umhverfishryðuverkamenn" og vandaði hann þeim ekki kveðjurnar,sagði þá vilja friða allt og alla nema mennina,refur og minkur ásamt vagfugli væru að eyða varpi og leggjast á búfé sem aldrei fyrr og þetta lið fyrir sunnann kæmi í stutt ferðalög vestur til að njóta náttúrunnar og berðust eins og ljón fyrir alfriðun,en þess á milli þyrftu heimamenn að bera skaðann sem af hlytist.
Hornstrandir hafa verið alfriðaðar i þó nokkur ár og er þar eingöngu ætlast til að gangandi fari um landið,um þetta hefur verið almenn sátt,en fyrir bragðið er útilokað fyrir þúsundir manna og kvenna að ferðast um svæðið vegna fötlunar af einu eða öðru tagi,friðunin hefur leitt af sér að skolli og minkur sækja meira og meira i bjargfuglinn og samkv staðkunnugum eru heilu bjargfuglabyggðirnar að hverfa vegna þessa.en vegna hugsunarlausar friðunar á varginum eru Hornstrandir orðnar útungunarstöð og núna er hætt að greiða almennilega fyrir útrýmingu vargsins og afleiðingar þess sjást stað um allt land og sást berlega á myndum sem hafa verið að berast af niðurfenntu sauðfé.
Heimamenn þurfa sem fyrr að bera skaðann vegna draumóra friðunarsinna sem er rennislétt sama um afkomu eða aðgengi þúsunda manna að landinu.
Núna eru harðar deilur um Vatnajökulsþjóðgarð og snúast þær um þetta sama,öfgasinnar vilja loka sem allra stærstum hluta þess og friða alfarið sér í hag,mótmæli yfir þúsund mans gegn þess ofríki eru hunsuð og núna stefnir í að allir sem ekki geta lagt á sig krefjandi göngu,fái aldrei tækifæri til að sjá þessi svæði,Vonarskarðsleið og Vikrafellsleið,nánast öll útivistar samtök nema eitt hafa vilja semja og leita leiða til sátta um ferðir og ferðalög um landið okkar,öll nema eitt,stjórnarmenn þess hafa tryggt sér einokunaraðstöðu á þessum svæðum og eiga jafnvel að fá að byggja fl skála á svæðunum,þó að öðrum sé það alfarið bannað,skálaverðir eiga að hluta til að vera á launum sem þjóðgarðsverðir og sjá um eftirlit og kærur.
Lög sem frá landnámi hafa tryggt íslendingum frjálsa för um landið og rétt til tjöldunar afnumin,lög sem hafa verið í gildi frá fyrstu lagasettningu og eru skráð í Jónsbók og hafa gilt fram til okkar daga,með breytingum þó.
vikrafellsleið á loka vegna óljós hugtaks,sem fyrst var "ósnortin náttúra" núna er hugtakið "lítt eða ósnortið" og er sótt í óljósa löggjöf erlendis frá.Engar gróðurrannsóknir hafa farið fram á svæðinu og leiðin er um örfoka land,en skálverðir í Dreka hafa barist hart fyrir því að loka þessari leið,og hafa ítrekað í gegnum árin sagt fólki að leiðn væri lokuð,þó svo að það sé alfarið rangt og heimatilbúin lokun örfárra einstaklinga.
Vonarskarðsleið er lokuð öllum nema gangandi,ástæðan "umhverfisöfgaelítan"vill njóta leiðarinnar í friði fyrir vélknúnum farartækjum,þó svo að gönguleiðrnar og aksturslóðarnir liggi langt frá hvor öðrum og skarist á einum stað,samtímis er elítan búinn að fá leyfi til að byggja skála sitthvoru meginn við skarðið og vegna samninga við VJG geta passað að enginn fari um þetta svæði nema greiða þeirra samtökum aðstöðu eða skálagjald,því lögum um tjöldum hefur verið breytt.
Sömu höfðingjar hafa lagt megna fæð á alla þá sem aka um á breyttum jeppum og kennt þeim um allt sem miður hefur farið í akstri á hálendinu og í útvarpsþætti eftir útvarpsþætti lagt út af því hversu óvandaðir jeppamenn eru,án þess að jeppamenn hafi fengið tækifæri til svara,sami aðili hefur í þætti eftir þætti sett fram kolrangar ásakanir og það þó að hann viti betur,tilgangurinn helgar meðalið,þessi áróðursaðferð kom áróðursmálaráðherra ákveðins ríkis vel og má segja að hann hafi þróað hana manna mest og snýst hún um það að ef ósannindin eru endurtekin nógu oft,fer fólk að trúa því sem sannleika þetta hafa einræðisherrar um allann heim notað með góðum árangri.
Þúsundir Íslendinga eiga ekki þess ekki kost að fara um þessar leiðir í dag og í framtíð ef þetta verður að veruleika,vegna þess að 45 km dagganga er ekki á færi þeirra,Stjórn garðsins hefur á engann hátt komið fram af heilindum í þessu og dregið mjög svo eindregið taum sinna skoðunarbræðra,á kostnað annara,sveitarfélög,útivistarsamtök og aðrir hagsmunaraðilar hunsaðir með öllu og lögboðin réttur þeirra hunsaður.
Í svarbréfi frá Umhverfisstofnun vegna fyrirspurnar Bændablaðsins,varðandi rannsóknir og ástæður fyrirhugaðs 5 ára veiðibanns á svartfugli,kemur fram að "engar rannsóknir" hafi farið fram á stofnstærð eða afkomu,"engar rannsóknir eða talningar" hafi farið fram á varpi eða eggjatöku,bannið væri byggt á huglægu mati starfsmanna,er ekki eitthvað skrítið við þetta.
Það er ansi langur listinn um málin sem þessir aðilar hafa sniðgengið og eða beinlínis rangfært og mín niðurstaða er einföld,því fyrr sem VG og þeirra fylgifiskar er komið frá völdum því betra,þá alla vega er von til þess að setjast að samningum um verndun og varðveislu landsins okkar,þannig að flest allir nema öfasinnar geta sætt sig við.Það væri draumastaðan.

Bloggfærslur 8. október 2012

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 14050

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband