Hálendismál.

Ég er einn þeirra fjölmörgu 'Islendinga sem sækir inn á hálendið og óbyggiðr Íslands,mér til ánægju og lífsfyllingar,ég er ekki mikill göngugarpur vegna þess að bakið á mér hefur háð mér frá því um tvítugt og kvalirnar leiða niður í fætur,sem gerir það að verkum að ég get ekki gengið langar vegalengdir með viðlegubúnað á bakinu.

Fram til þessa hef ég því notað mér það að ferðast um hálendið á jeppa og með því móti gengið eftir bestu getu og ferðast á bílnum eftir fjallaslóðum,með þessu móti hefur hálendið orðið mér aðgengilegt og ég komist á staði sem annars væru mér óaðgengilegir.

En nú bregður svo við að það stendur til að fara að loka slóðum sem í áratugi hafa verið opnir öllum og eru heimildir til um að sumir þeirra hafa verið notaðir frá landnámi,bæði til búferlaflutninga,þingferða,og annara erinda.  

Við réttina hjá Parardísarhelli

 Hvers vegna á að loka þeim,? Jú það er orðinn til svo kallaður Vatnajökulsþjóðgarður og svo bregur við að þar álíta nefndarmenn garðsins að jeppamennska sé af hinu illa og beri að takmarka með öllum tiltækum ráðum. 

Í nokkur ár hafa svo kallaðir umhverfissinnar barist fyrir því að loka sem mestu af hálendinu fyrir jeppaakstri og er tilvonandi Vatnajökulsþjóðgaður gott dæmi um hversu öfgafullar skoðanir eru þar á ferð,þar á að loka helst öllum slóðum fyrir akstri hins almenna jeppamans og hestamans og hefta ferðafrelsi verulega á öðrum slóðum,en ferðaskrifstofur mega skipuleggja ferðir um svæðið fyrir göngumenn og þá bregður svo til að þeim er einnig leyft að nota svo kallaða trússbíla til að flytja farangur ferðamanna ásamt göngumóðum göngugörpum milli staða,sem sagt þú mátt skipuleggja ferðir með trússbílum og gangandi ef hægt er að græða penging á því,en mér sem almennum jeppaeiganda er bannað að aka sömu leiðir,á nákvæmlega sömu gerð af farartæki.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur um árabil barist fyrir því að verjast slíkum öfgalokunum og gert það með markvissri mælingu með gps á slóðum og leiðum um hálendið,ásamt þrotlausri vinnu við að merkja slóðir og safna gagnagrunni sem er aðgengilegur fyrir þá aðila sem vinna að reglugerð um þjóðgarðinn,Innann klúbbsins er til staðar yfirburðaþekking á landi og náttúru ásamt sögu hverrar leiðar eða slóða,þetta er tilkomið vegna þess að innann klúbbsins er öll flóra menntunar á Íslandi,jarðvísindamenn,jöklarnsókanrmenn,vatnamælingamenn,ferðaleiðsögumenn,bændur,læknar og aðrir sem hafa yfirburðaþekkingu á hálendinu,sögu þess,þróun og gróðri

Þetta er ekki bara bundið við 4x4 heldur hafa sambærilegir klúbbar og félög þar sem sambærileg þekking er til staðar,lagst á árarnar við að reyna að hefta þessa lokunartilburði,sett hafa verið fram rök máli þessara klúbba og félaga til stuðnings,settar hafa verið fram spurningar varðandi ástæður sumra lokanna,spurt hefur verið um atriði er varðar jarðfræði,sögu,hefð,dýralíf og veiðar,í stuttu máli þjóðgarðsnefnd hefur verið krafin um svör.

Sett hafa verið saman teymi frá flestum þeim er láta sig varða þessi mál og reynt eftir fremsta megni að vinna með þessari nefnd,En þjóðgarðsnefnd hefur látið þessi rök sem vind um eyrun fjúka.nefndin hefur þverbrotið stjórnsýslulög og flestar reglur um samráð og samvinnu og farið sínu fram.

Leggur hún t,d,til að svokallaðri Vonarskarðsleið verði lokað fyrir hinum allmenna jeppamanni,hestamanni,hjólreiðarmanni eða nánast öllum sem ekki ferðast gangandi þessa leið,ástæðan,,, jú svo að hinir gangandi heyri ekki vélarhljóð,hegg í hrossi,skrölt í hjóli eða önnur framandi hljóð.

Samhliða þessu banni á að heimila að byggja skála á þessari leið,með tilheyrandi þjónustu,slíkri þjónustu fylgir að sjálfsögðu mikið rask vegna bygginga og viðhalds ásamt tæmingu á rotþróm.

Enfremur á að heimila FÍ að nota svokallaða trússbíla til að flytja farangur mat og göngumóða,þessum framkvæmdum fylgja örugglega engin hljóð sem trufla gönguna.

Nýlega birtist grein um umferðarhávaða sem Þingvallaþjóðgarðsvörður skrifar,það fjallar hann um umferðargný vegna vega um Þingvöll og nágrenni,hann vill koma í veg fyrir þennann gný og loka sumum vegum þar,eru kannske eitthver tengsl á milli aðgerða Vatnajökulsþjóðgarðsnefndar og skrifa Þingvallaþjóðgarðsvarðar,hann er jú í forsvari FÍ sem merkilegt nokk er eitt um að styðja framkonar tillögu um lokanir og bönn.

Það væri hægt að skrifa um þessar tillögur marga pistla sem allir væru á sama veg,fáráðnlegar lokanir sem engin rök styðja,brot á góðri stjórnsýslu,brot á samráði og hreinlega yfirgangi í skjóli valds og vinarvæðingu ásmt geðþótta,ég vísa bara í fjölda greina og viðtala við hagsmunaraðila.

Og spurning mín er þesisi fyrir hvern er Vatnajökulsþjóðgarður,því samkvæmt tilögum er hann ekki fyrir Íslendinga,heldur virðist hann vera fyrir erlenda. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband