Jóla hvað

Nú er sá tími sem allir sleppa sér í jólainnkaupum,matarboðum,samkomum og öðru sem tengist þessu jólafári,fólk eyðir aleigunni og setur sig í skuldir til að gefa sínum gjafir og sjálfum sér.

Kaupmenn og alskyns sölumenn dæla auglýsingum um alskyns vörur og varning og setja þetta fram sem algjöra nauðsyn og bjóða fólki varningin með alskonar gylliboðum og greiðslufyrirkomulagi,þannig að þú getur keypt gjöfina núna og borgað hana svo á næstu 6 til 36 mán,bara draga upp Visakortið og málið er dautt.

Matvörubúðir auglýsa nítt tímabil nánast áður en núverandi tímabil er hálfnað,allavega ein búð auglýsir jólalán þar sem þér gefst kostur á að taka ótilgreinda fjárhæða að láni í vörum og greiða svo á 6 mánuðum,sem sagt þú þarf ekki að byrja að borga jólin fyrr en í feb og ert að því fram í september,en þá taka við afborganir af sumarfrís útektinni sem greiðast á 12 mánuðum,þetta er að sjálfsögðu fyrir utan aðrar greiðslur á kortinu.

Er ekki eitthvað galið við þetta???? hvar eru sjálf jólin,jólin sem allt snýst um,hátíðleikinn sem á að einkenna þessa daga sem við sem köllum okkur kristna,teljum vera ein af helgustu hátíðum ársins,Hvar er jólafriðurinn og sú undur ljúfsára tilfinning sem á að einkenna þessa daga,prestar og prelátar keppast við að bera út fagnaðarerindið,sem verður hálf hjáróma í ljósi þess að sumir þeirra iðka ekki í raun þá framkomu eða lifa samkvæmt þeim boðskap sem þeir predika.

Dauðþreyttir foreldrar sitja hálfsofandi við matarborðið og kvíða komandi mánaðrmótum,þá koma reikningarnir og því miður þá hefur föðurnum og móðurinni ekki tekist að ná inn nema 50 til 60 tímum í aukavinnu hvoru og það bara dugar ekki til að greiða reikningana,það er eitthvað skrítið við þetta.

Nú er það ekki svo að ég sé nein undantekning síður en svo,ég læt berast með straumnum sem aðrir,en á hverju ári finn ég fyrir vaxandi andstöðu við þetta kapphlaup og á hverju ári vaknar spurningin um það hvort þetta séu hin raunverulegu jól,á þetta virkilega að vera svona,???

Ég hef haldið jól inni á fjöllum og úti á sjó fjarri heimili og ysi jólanna vegna vinnu og svo skrítið sem það nú er þá er það á þeim stundum sem ég finn að jólin koma til mín,í kyrrð og ró fjallanna með kertaljós í glugganum,þá kemur yfir mig friður og ró og eitthvern vegin verður kvöldið og nóttin sérstök,ég hugsa til konu og barna og finn fyrir ljúfsárum söknuði og ýmis augnablik rifjast upp í huganum og svo líður maður inn í svefnin og værðina.

Eins út á sjó,þá stendur maður kanski vaktina og horfir út á hafið og sömu tilfinnigar hellast yfir mann og  nóttin verður sérstök,gildir þá einu hvort veður er gott eða vont.

Þess vegna spyr ég,eru jólin stund friðar og hátíðleika eða eru jóli tími kaupæðis og áhyggja,ég held að fólk verði að gera þetta upp við sig.

Við eigum ekki að setja okkur í skuldir vegna jólanna,að nota Visakortið er nákvæmlega það sama og þegar hér áður fyrr var látið skrifa hjá kaupmanninum,eða tekið út hjá kaupfélaginu,af hverju ekki bara nota það fé sem til er og láta það nægja,ég get ekki réttlætt það að steypa sér í skuldir vegna 3-4 máltíða um jól og gjafa undir jólatréð,og þurfa svo að standa í ströngu í nokkra mánuði við að greiða niður þessa 3-4 daga,

Ég er nokkuð viss um að sá sem við kennum jólin við sé ekki neitt sáttur við þetta hátíðarhald,ég held að hann hefði ekki verið ánægður með þetta kaupæði í mat og drykk,ég held að allir sem lesa þetta geti verið samála um það,en ég vil líka getað farið í kirkju eða á samkomu og hlustað á jólaboðskapinn af vörum mans sem er í ræðustól og hempu vegna köllunar,vegna þess að hann trúir því í einlægni sem hann boðar,en er ekki þarna vegna launana eða embættisins,að hann iðki sjálfur það líferni sem hann boðar,í stuttu máli að ég geti treyst honum og trúað.

Það er engin jólatilfinning komin í mig og í mínum huga þá eru svona jól að verða ánauð sem ég vildi gjarnan vera laus við,það á hins vega ekki við um jól eða boðskap sem í þeim felst,heldur þessu endalausa gjafar og matarkapphlaupi sem einkenna þau.

Ég er þess fullviss um að margir eru ósammála mér og hafa fullann rétt til þess,en að lokum spyr ég Eru jólin falin í auglýsingum,kaupæði,skuldasöfnun og keppni um að gefa sem mest og dýrast,eða eru jólin falin í öllu þessu fargani um peninga og eyðslu.

eða eru jólin tími friðar og hátíðleika án kvíða um skuldaklafa sem bíður handan við næstu mánaðrmót. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já það er satt hjá þér. Jólin fást ekki í búðinni :)

Ragnheiður , 21.12.2010 kl. 18:36

2 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæl Ragga mín gaman að sjá þig hérna,en nei það er búið að gera jólin að eitthverju öðru en þau eiga að vera og ekki til betrunar.

Kv Laugi

Sigurlaugur Þorsteinsson, 22.12.2010 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband