Ferðasaga frá Íslandi.

Ég reif mig upp eldsnemma um morgunin og kláraði að setja það í jeppann sem ég þurfti til ferðarinnar,sem mér var búið að hlakka til að fara frá því sumarið áður,jeppinn í góðu lagi,tíkin komin út í bíl og í fartini við að komast af stað ,steingleymdi ég að kyssa frúnna mína bless.
Ferðinni var heitið inn á svokallaða Bárðargötu og ættlunin var að vera 3-4 daga í óbyggðum og höfðum við,ég og félagi minn lagt á ráðin um ferðatilhögun þó nokkurn tíma.
Hann slóst í för með mér við Select á vesturlandsvegi og við ókum sem leið lá um malbik inn að Sprengisandi,þar hleyptum við úr dekkjum og fengum okkur kaffi og ákváðum að fara inn að Jökulheimum í fyrsta áfanga og sjá til með náttstað.
við eigum báðir stóra jeppa og vorum á 38" dekkjum,mjög vel búnnir til óbyggðaferða,talstöðvar,gps,og allur sá búnaður sem þarf til að leggja í slíka ferð.
Við fórum okkur ekkert óðslega,við vorum komnir inn á fjöll og lá ekkert á,myndavélarnar fengu nægan útivistartíma og vangaveltur um hin ýmsu kennileiti sem fyrir augun bar voru rædd fram og aftur.Í Vatnsfelli lá mér hugur á að skoða vegsummerki eftir virkjanaframkvæmdir sem ég hefði unnið við nokkrum árum áður og fyrir utan sjálf manvirkin sem voru byggð þarna þá voru ekki sjánleg nokkur ummerki eftir rótið sem óhjákvæmilega fylgir slíkum framkvæmdum,búðir fyrir 400 mans ásamt válarskemmum,steypustöð og öðru sem til heyrir slíkum verkum,það var ekki nokkur leið að sjá ummerki eftir þessar byggingar,það eina var að manvirkin sem byggð voru báru vott um að snyrtimennska og umhverfisvitund hefðu ráðið miklu um hönnun og frágang.
Áfram héldum við og í átt að Veiðvötum og lá leið okkar að mestu um sanda og gróðurlítið land en á sinn sérstaka hátt heillandi,Við vorum komnir inn að Jökulheimum um kl 16 og stöldruðum þar við og renndum síðan niður að Tungná til myndatöku.
Við ákváðum að halda áfram og láta ráðast hvar við yrðum um nóttina,við tók slóði um úfið hraun og á köflum íllgreinanlegur uns við komum að Sylgju en þar ókum við fram á tvo fordhúsbíla og höfðu þeir gert sig klára til næturdvalar á bökkunm,ástæðan,jú Sylgja var illfær og þeir ekki farið hana áður og þekktu ekki vaðið,við félagi minn ákváðum að fara að dæmi þeirra og skoða vaðið að morgni,leið kvöldið í notalegu spjalli við hina ferðalangana og þrátt fyrir hryssinglegt veður höfðum við það gott undir seglinu sem við strengdum milli bílana okkar og gerðum okkur góðan mat og fengum svo fjallakaffi á eftir,það var svo notalegt að skríða í svefnpokann í bílnum sem tíkin mín hafði passað fyrir mig.
Um morgunin hafði lítið sjatnað í ánni og var hún ekki góður fyrirboði um hvað tæki við er við kæmum að Sveðju,en við erum vanir slarkinu og var ákveðið að ég færi yfir til að kanna vaðið,ég fór frekar neðarlega frá staðnum sem við vorum á og er ég var hálfnaður yfir lenti ég í röst sem var frekar djúp(náði upp að framljósum á patrol)og þegar bíllin var að krafsa sig upp náði straumurinn að færa bílin smávegis,ekki mikið en nóg til þess að húsbílamennirnir hættu við að koma á eftir okkur yfir,félagi minn kom ofar í vaðið og meira á ská niður það og slapp við röstina og var það líkt og Krossá á góðum degi a dýpt.
Áfram héldum við og við tók örfoka land,hraun og sandar,grjót og urðir,ekki stingandi strá neinstaðar,leiðin lá um hálsa og mela og upp og niður hóla og hæðir,veðrið var frekar leiðinlegt,skúrir og þokusuddi en stundum létti til og við sáum til jökuls og niður að Hágöngum,eins og dagin áður stoppuðum við oft og myndavélarnar óspart notaðar,slóðin var vandfundin en þökk sé hnitum frá félögum okkar í 4x4 náðum við að fylgja honum eins og við værum á ósýnilegri línu,Og svo komum við að Sveðju,þar gaf á að líta kolmórauð og ljót flæddi hún um auranar og ekki árennileg,við ókum um jökulgrjótið upp og niður með ánni í leit að leið yfir og á endingu taldi ég mig vera búin að finna færa leið þar em áin rann í einum 5 aðskildum rásum,við ákváðum að láta reyna á þetta og ég lagði af stað en félagi minn gerði sig klárann til að draga mig til baka ef þyrfti,mér gekk vel yfir fyrstu rásirnar og var komin upp á eyri félagi minn var lagður af stað á eftir mér,en allt í einu kallar hann á mig að kíka upp eftir ánni og þar gaf á að líta,það var eins og mórauð bylgja af vatni c 1 á hæð kom með boðaföllum og íshröngli kom niður efti árfarveginum og fyrir framan mig byrjuðu að myndast rastir og straumbylgjur og er ekki að orðlengja það að við snérum frá eins hratt og við komum bílunum og til baka og náðum að komast upp á bakkann áður en flóðbylgan fór yfir staðin sem við höfðum verið á og færði allt á kaf.
Það var ekki ofsögum sagt að okkur krossbrá við aðstæðurnar sem sköpuðust þarna fyrirvaralaust og prísuðum okkur sæla að bílar okkar voru öflugir og við báðir með mikla virðingu fyrir vötnunum á Íslandi sem geta verið lífshættuleg ef ekki er varlega farið og rétt staðið að för yfir þau,það sanna ótal dæmi um hrakningar og jafnvel alvarleg slys.
við biðum smá stund en áin virtist staðráðin í að hindra för okkar yfir og allt benti til að það færi ekki að sjatna í,svo við fórum til baka að Sylgju,þar komum við að ófærri foryðju sem í samvinnu við systur sína Sveðju sýndi sínar verstu hliðar og var ófært yfir nema leggja okkur og bílana í hættu,það kitlaði mig svolítið að leggja í hana og ég var nokkuð öruggur um að komast yfir,en með því hefði ég tekið töluverða áhættu,en félagi minn vildi bíða til morguns og sjá til og í þetta sinn réði skynsemi hans og við áttum notarlegt kvöld með grillmat og kaffi,skemmtilegu spjalli og smá labbitúrum.
Kl 4,30 um morgunin vöknuðum við og eftir morgunsnæðing,kom í ljós að Sylgja hafði róast um nóttina og gekk okkur vel yfir til baka,ókum við svo í morgunskímunni og ótrúlega fallegu veðri sem leið lá inn á Sprengisand og gömlu leiðina inn að Nýjadal og þaðan inn að Bergvatnskvísl og áðum þar um nóttina,svo um Laugarfell niður í Skagafjörð og rendum út að Merkigili,en lögðum ekki á brúnna yfir,enda hefði hún ekki þolað bíla okkar eins voru þeir of breiðir,svo niður í Varmahlíð og fengum okkur í svanginn og svo malbikið heim.

Hvers vegna skyldi ég nú vera að segja frá þessari ferð hérna á netinu,jú fyrir því liggja góðar ástæður,öfgaverndunarstefna VG með Svandísi í fararbroddi og dyggum stuðningi stjórnarmanna í FÍ ásamt stjórnvaldsbálkninu Umhverfisstofnun vilja loka nánast allri þeirri leið sem við fórum,hvernig við ferðumst og á hvaða tækjum við ferðumst.
Við eigum báðir mikið breytta jeppa og erum að jafnaði á 38" dekkjum og merkilegt nokk virðast þessi dekk fara mikið fyrir brjóstið á ákveðnum hóp manna og nota þeir hvert tækifæri í útvarpi og blöðum til að rakka þessa bíla niður,en líta ekki upp þó þeir mæti á annari hverri mínútu trukkum,rútum,og öðrum stórum faratækjum og sveifla sér af mikilli list innan um þessar tegundir af faratækjum en fá nánast hjartaáfall ef breyttur jeppi er þar inn á milli,og er það vegna stærðar hans.
Þessir hópar vilja loka sem mestu af hálendinu og fá FÍ nánast einkaleyfi á umferð þar,4 af hverjum 5 skálum á þessum svæðum eru í eigu FÍ og þar er gistigjaldið á svampdínu um 5000kr pr mann pr nótt,en ef eitthver annar aðili er með skála nærri er gjaldið lækkað niður í 3500kr,600 krónur kostar að skíta hjá FÍ,en nánast frítt á kamrana hjá öðrum,FÍ á að fá einkarétt á leiðin um Vonarskarð og leyfi til að byggja 2-3 skála þar ásamt leyfi til að fara með trússbíla um skarðið til að hirða upp þá sem ekki hafa getu til að ganga alla leið.
Skálaverðir FÍ verða að hluta til á launum hjá Umhverfisstofnun sem landverðir og fá bíl til umráða,gangandi verður heimilt að tjalda hvar sem er ef þeir eru í ferð með FÍ en bannað ef ekki.

Hvað veldur slíkri háttsemi ráðherra sem í krafti lokaðs öfgahóps ræðst í að loka nánast öllu hálendinu fyrir akstri jeppa eða annara einkafarartækja,hvort sem það eru hestar,vélhjól,sleðar eða aðrir.
Ef við tökum jeppa eins og minn fyrir sem er Patrol á 38" dekkjum,þá er það löngu sannað að hjólför eftir slíka bíla eru grynnri en skófar gangandi mans á fjallaskóm.
Hvers vegna hefur ráðherra ekki kynnt sér starf klúbba og ferðasamtaka líkt og 4x4 þar sem markvisst unnið að því að kenna verðandi jeppafólki ferðamensku og umgengni um landið og hvað beri að varast og hvernig eigi að bera sig að við vötn og annað.
Í þessari ferð sem ég fjallaði um að ofan,þá höfum við það fyrir fasta venju líkt og allir þeir ferðalangar sem ég þekki að það er ekkert skilið eftir í náttúrunni,allt rusl er tekið með til byggða,þess vandlega gætt að þegar valin er næturstaður að leggja bílunum þar sem hart er undir og ummerki verði engin eftir gistinguna,sígarettustubbar teknir með til byggða,sem sagt allt tekið með til byggða sem fór með til fjalla í upphafi,og hef ég oft komið að stað sem ég gisti á árinu áður og engin ummerki sjáanleg.
Hvað er það sem fær ráðherra Svandísi til að setja á slíka foræðislöggjöf að ferðaréttur sem hefur verið lögbundinn um aldir frá því land byggðist er afnumin.
í áratugi hefur 4x4 í reynd staðið að umhverfisvernd og uppgræðslu og innann þess klúbbs eru menn og konur sem eru mjög færir vísindamenn er varðar land gróður og loftslag,klúbburinn hefur markvisst tekið saman ferla um óbyggiðir og miðlað til björgunarsveita,landmælinga og síðast en ekki síst til Umhverfisstofnunar og það án þess að nokkuð komi í staðin.
Klúbburinn hefur í samráði við viðkomandi stjórnir sveitarfélaga stikað ákveðnar leiðir til að koma í veg fyrir utanvegaakstur,klúbburinn hefur markvist fellt niður ferðir og aðvarað ferðamenn um ástand fjallaslóða,klúbburinn hefur í áraraðir sett upp skilti í samvinnu við aðra hópa þar sem varað er við utanvegaakstri.
sömu sögu má segja um önnur félagasamtök sem ástunda fjallamennsku.

Allt þetta starf er fjármagnað af viðkomandi félagasamtökum án nokkurar aðkomu umhverfisstofnunar eða ráðherra vinstri grænna.
Ég sendi Umhverfisstonun erindi um hvort það væri rétt að ég mætti ekki tína ber í poka og hafa með mér hvort sem var heim til byggða eða 200m að tjaldsvæðinu og 2 vikum seinn fékk ég svar sem fólst í því að ég fékk um 20 síðna útprentun úr lögum um þjóðgarða og stutt bréf þar sem svarið var nei.
þessi réttur var tryggður með Jónsbók ásamt réttinum til að tína grös og jurtir,en núna í dag á að afnema þennann margra alda lögbundna rétt almennings,mér er einfaldlega hulin ástæða þessarar ákvörðunar,en réttlát getur hún engvan vegin talist.
Hvers vegna á að hefta för almennings um öræfi þessa lands sem við mörlandarnir höfum ferðast um frá landnámi,öll viðleitni til náttúruverndar hefur til þessa verið í höndum frjálsra félagasamtaka.
Ef þetta eru afleiðingar þess að virkjunin við Hamrahvammagljúfur og á Fljótsdal voru reistar í óþökk öfgasinna og það sé stefnan að það komi aldrei fyrir aftur,þá er því til að svara að þar fóru pólitískir framagosar fremstir í flokki og knúðu það mál í gegn,og svei mér þá ef sumir þeirra voru ekki ráðherrar.
Hvers vegna fær ráherra umhverfismála á sig dóm fyrir að slá skipulag eins sveitarfélags af.???
Af hverju eru hagsmunir 2 landeiganda(frístundarbænda með lögheimili fjarri sveitarfélaginu) teknir fram fyrir þarfir heilu byggðarlagana,það að lagning vegar um lítin hluta Teigskógars trufli varp Arnarins er einfaldlega ekki rétt.
Á hverri vakt sumarið 97 við Gilsfjarðarbrúnna fylgdumst við með Arnarparinu sem var og er með hreiður um 300m frá vegarstæðinu,og lét parið vinnuvélagný og umferð ekki trufla sig hið minnsta við fjölskyldulífið,á öðrum stað sem farið var nær varpi einfaldlega flutti parið sig á hærri stað og hefur verpt þar síðan.
Ég skora á alla þá aðila sem gefa sig út fyrir að vera fulltrúar alþýðunnar og sitja á Alþingi að fella þessi ósköp áður en þetta lagaóbermi nær að svipta mig og mína um ókomin ár frelsinu til að ferðast frjáls og óháð um landið okkar,ég er þess handviss að börnin mín og barnabörn og afkomendur muni umgangast landið af virðingu og ábyrgð hvers frjálsborins manns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband