3.12.2011 | 09:53
Lokun hálendis.
Ég hlýddi á viðtal í rúv þar sem fjallað var um ferðafrelsi og þar kom fram að í fyrstu lagasetningu á Íslandi var ferðafrelsi almennings tryggt og lögfest og kemur það fram í svo kallaðri Jónsbók,en bókin sú ku vera elsta lagasetning á landinu.
Þar er tekið fram að umferð almennings skuli vera öllum frjáls um óræktað land,eins næturgisting til einnar eður fleirri nátta,lagasetning þessi var sett til að tryggja frjálsa för Íslendinga um landið óháð eignarhaldi,eins og verið hefur frá landnámi.
Landeigendum var heimilt að girða af ræktað land og aftra för um það svæði,en óheimilt var að girða eða loka óræktuðu landi eða tálma för almennings um það svæði.
Lög þessi eru nánast óbreytt fram til 1956 að bændur fá heimild til að girða óræktarland og þegar reynt var að fella þetta ákvæði burt 1971 á þingi var það fellt,að sögn til að vernda beitarland sauðfjár.
Það má því segja að ferðafrelsi Íslendinga hafi verið tryggt með lögum frá landnámi óháð eignarhaldi,þó nú á seinni árum hefur orðið meira og meira um að ríkir einstaklingar í skjóli auðs og laga frá 1956 hafa keypt upp land og lokað með girðingum og keðjum og skiltum sem á stendur "einkaland öll umferð bönnuð".
Nú bregður svo við að Svandís Svafarsdóttir hefur legt fram frumvarp til höfðuðs því ferðafrelsis sem forfeður okkar frá landnámi voru svo forsjálir að vernda með lagasettningu,eftir miklar og harðvítugar deilur við nánast öll félagasamtök sem hafa hagsmuna að gæta,nema eitt,teflir hún fram lagasettningu án samráðs við neitt þessara samtaka,nema eitt um að hefta en meira frelsi okkar sem kallast mættu frumbyggjar á Íslandi,hver er tilgangurinn með að hefta frelsi okkar sem um áratugi höfum notið íslenskrar náttúrur og sótt þangað til ferða.
Hverskonar öfgahyggja er þarna á ferðinni öll loforð um opna stjórnsýslu og samráð við hagsmunaraðila,þverbrotin,aðspurð í opinni útsendingu á nefndarfundi segir hún ósatt um frelsi til tjöldunar í Vatnajökulsþjóðgarði.
Í gegnum áratuga ferðir um hálendið hef ég aldrei orðið var við þessi svokölluðu átök til að sporna við utanvegaakstri umhverfisráðuneytisins né annarar stofnunar ríkisins,hins vegar hef ég margsinnis orðið var við margvíslegar leiðbeiningar frá ferðasamtökum sem hafa lagt mikið í að bæta og laga ferðamennsku,nákvæmlega þeim ferðasamtökum sem hún hunsar allt samráð við.
Til dæmis er innann 4x4 starfandi karftmikil nefnd sem hefur sérhæft sig í að fara með óvana jeppamenn og konur í dagsferðir þar sem ábyrg jeppamennska er höfð að leiðarljósi og fólki kennd virðing og góð umgengni við landið okkar,hjá Skotvís hefur á sama hátt verið unnið markvisst með sömu stefnu og sama er að segja um önnur samtök sem hún hunsar.
Ein eru þó samtökin sem hún styður og þeim verður fært nánast alræðisvald á hálendinu,fyrir utan einokun á skálagistingu,skálaverðir FÍ verða að hluta til á launum frá Umhverfisbálkninu sem Landverðir og þannig tryggt að nánast öllum ferðalöngum verður beint með lagavernd í dýrustu fjallagistingu sem til er í skjóli einokunar og ef eitthver efast um orð mín þá er það mjög einfalt að bera saman verð í skálum FÍ og annara og hvernig verðið breytist hjá FÍ þar sem samkeppni er við aðra.
Þessi lokunarstefna VG virðist ganga út fyrir alla almenn skynsemi,vegalagning er bönnuð vegna hagsmuna 2 landeigenda um hluta Teigskógar,skítt með þá íbúa sem eru þar allt árið um kring.
Réttur almennings til að láta reyna á þessi lög með gjafsók afnuminn,þannig er nánast tryggt að almenningu hafi enga vörn í þessu máli né öðru sem varðar ferðafrelsi,ofstækisnáttúruverndarsinnar virðast hafa nánast alræðislvald hvað varðar þessar lagasettningar.
Svandís hefur kastað stríðshanska framan í nánast öll ferðasamtök landsins nema eitt.
Það er með eindæmum merkilegt hvernig þessi stjórnmál á Íslandi eru öfgakennd frá algjörri hægri öfgastefnu til algjörrar vinstri öfgastefnu,er ekki komin tími til að stjórnmálamenn setji sig í sambandi við aðra en nánustu öfgafélaga og hafi samband við fólkið sem í raun er að greiða laun þeirra og þeir þykjast vera fulltrúar fyrir.
Um þessar öfgaverndunarstefnu verðu aldrei sátt meðal frelsiselskandi Íslendinga og þar verður tekist harkalega á um þess umhverfisöfgaverndun.
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir pistilinn Laugi. Það þarf meira svona svo almenningur fari að vakna til vitundar um það að það er verið að hafa af þeim ferðafrelsið. Almenningur er ekki búin að átta sig á því að þetta á einnig við hinna almenna ferðamann og framþróun í atvinnumálum. Við lifum af náttúrunni og ef nún verður öll meir og minna friðuð, þá verður lítið til skiptanna annað en Fjallagrös og Blóðberg. kv Jón G Snæland
Jón G. Snæland (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 18:32
Sæll meistari Jón.
Fjallagrös og blóðberg eru á lista yfir jurtir sem bannað er að tína í þjóðgörðum,það má ekki hafa nein nyt af landi í þjóðgörðum,nema tína beint og setja í munnin,það er til að koma í veg fyrir að nytjar úr görðunum fari í að skapa atvinnu,eða eins og kom fram í bréfinu sem ég fékk frá Umhverfisstofnun,öll nýting í atvinnuskini er bönnuð,,,,,svo það verður ekkert til skiptana,skrítið samt við höfum lifað af landinu og gæðum þess,það hefur í eldgosum og harðindum drepið fl hundruð mans og lagt í eyði fl ferkílómetra af gróðurlandi,t.d. Litla-Hérað sem í dag heitir Öræfasveit.þar eyðilögðust flestar jarðir sveitarinnar,samt er þetta í dag ein fegurst sveita,þetta var í Öræfajökulsgosi 1300 og eitthvað.
Þetta er eitt af því sem við höfum lært í umgengni við náttúruna og við njótum hennar samt.
Og ég er ekki á því að gefa það upp baráttulaust og vonast eftir því að fl bætist í hópin og láti skoðun sína í ljós varðandi þessi mál.
Sigurlaugur Þorsteinsson, 3.12.2011 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.