26.12.2011 | 16:03
Ferðamenska á fjöllum.
Núna í lok nóv þá kom ég akandi niður Hverfisgötu á vagni frá Strætó og er ég kem að ljósum á Hverfisgötu og Kalkofsveg sé ég nokkra hlaupara koma skeiðandi eftir Kakofsveginum og í átt að Lækjargötu og á meðan ég bíð á ljósunum,sé ég að fremsti hlauparinn tekur sig út og hleypur inn á miðja götu á milli bíla sem þar biðu eftir að komast yfir á ljósum Bankastrætis og Lækjargötu og hlauparinn skeiðaði yfir á rauðu og áfram á hægri akrein í átt að tjörninni.
Bílar urðu að taka stórann sveig yfir á vinstri akrein til að komast framhjá garpinum.
Ég tek farþega í vagnin við bistöðina og held áfram og er ég kem að manninum rétt eftir ljósin við Skólabrú,skeiðar hann áfram á hægri akrein,líkt og Palli einn í heiminum,ég flautaði á hann og hann breytti um stefnu og upp á gangstétt og gaf heldur betur í,ég sá ekki betur en að lappir hanns lengdust um c 1/2m og náði hann á undan mér á gangbrautina yfir Vonarstrætið og þar stilti hans sér upp og stöðvaði för mína inn í Vonarstrætið,þarna fyrir framan mig hóf hann upp raust sína og talaði greinilega mjög hátt,en ég heyrði ekki neitt því allir gluggar voru lokaðir og mikið skvaldur af hinum 35 farþegum sem í vagninum voru,eftir smá stund fór mér að leiðast þófið og tók upp á því að í hvert sinn sem munnur hlaupagarpsins opnaðist að þrýsta á flautuna,sem er frekar hávær í þessari tegund vagna,þannig að þeir skömmuðust í hvor öðrum vagnin og garpurinn,þá ætlaði sveinninn að fara að hleypa umferð sem kom Fríkirkjuveg og ætlaði inn Vonarstræti,líkt og Lögreglumenn gera við umferðastjórnun,en því miður enginn þáði boð hans og þá kom hlauparinn upp að vinstri hliðarglugga vagnsins og lamdi 2 mikil högg í glerið,en það mun vera öryggisgler eins og lög gera ráð fyrir,en venjulegt gler hefði ekki staðist áhlaup hlauparans,þá náði ég að renna af stað og halda áætlun líkt og gert er ráð fyrir hjá Strætó og var þessi hleupari kominn í miklar amerískar fingraæfingar eða táknmáls,sem er hinn besta æfing til að halda fingrum í þjálfun.
Á meðan á þessum samskiptum okkar stóð notuðu hinir hlaupararnir tækifærið og skeiðuðu framhjá mínum manni og hristu bara hausin yfir þessu ástandi.
Af hverju er ég að segja frá þessu hérna?' jú ég fann mikla samlíkingu við hlauparann minn og skoðanir þær sem settar hafa verið fram í viðtalsþáttum á Rúv og Bylgjunni núna í aðdragnada jóla,í báðum þáttunum var hraunað fram og til baka yfir jeppamenn og í báðum tilvikum var ansi frjálslega farið með sannleikann svo ekki sé meira sagt,í öðru tilvikinu var það Páll Ásgeir sem sagði orðrétt að jeppamenn vilji brjóta undir sig nýtt land til að aka á og séu að leita að nýju Hófsvaði,þetta veit hann að er þvættingur,en setur þetta fram engu að síður athugasemdarlaust af þáttarstjórnanda Bylgjunnar.
Ef ekki er hægt að rökstyðja mál sitt öðruvísi en að fara með ósannindi er þá ekki málstaðurinn veikur hjá viðkomandi,eða er hann eins og hlauparinn minn,,,,hérna er ég og burt með ykkur á bílunum meðan ég er að æfa mig í hlaupum,,,,,,,,
Í hinu tilvikinu var á Þorlák í Rúv viðtal við hálærða konu sem heldur námskeið eingöngu fyrir hámentaða í Háskólanum,ekki nemendur skólans heldur professora og doktora,því hinir hafa ekki vit á því sem hún kennir.
Þessi mæta kona sagði,,, Íslendingar hafa ekki lært að ferðast um í hópferðum í rútum líkt og erlendu túrhestarnir,heldur séu þeir að jeppast út um allt og læri þess vegna aldrei að þykja vænt um landið og náttúruna eða meta gæði þess og komast í nánd við landið,,,,,Hvernig dettur sprenglærðum proffakennaranum að setja svona bullstaðhæfingar fram,hvar er menntunin og manvit slíkrar að setja sig svo niður á lágt plan.
Hvað heldur konan að það sé sem dregur mig og mína líka á fjöll í áratugi í öllum veðrum á öllum árstímum,hvað heldur húna að fái mig til að halda úti jeppa með öllum þeim kostnaði sem slíkum fylgir og viðgerðum,mér finnst hér sannast að það fylgir ekki altaf mannvit með menntun,og hroki í garð annara er aldrei réttlætalegur og slík staðhæfing,sett fram í nafni menntunar er ekki viðkomandi sæmandi.
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.