Lokunar og bannstefna.

Ég las í morgun grein eftir Svandísi lokunarráðherra,þar sem hún ver þá ákvörðun að friða svatfugl í 5 ár og sem fyrr er gert lítið úr þeim sem hafa verið að nýta fuglinn og eggin og réttlætir enn og aftur öfgastefnu sína og sinna.

Veiðimenn sem stundað hafa fuglinn öldum saman í eyjum og myndað sérstök veiðifélög og farið til eggja og veiða í háf og gert það án þess að sú veiði og eggjataka hafi haft nokkur áhrif á stofnstærð,sama má segja um aðra t.d. í Grímsey,Látrabjargi,Skrúð,Hrútey og fl eru allt í einu orðnir annars flokks fólk sem ekkert samráð er haft við,þrátt fyrir að veiðimenn í Ingólfshöfða og eyjum fóru sjálfir að takmarka veiðar sínar fyrir um 5 árum og í samvinnu við bæjarstjórn í eyjum hættu alfarið öllum veiðum á síðasta ári,þeirra álit er í engu virt.

Ráðherra lokunarmála vitnar í erlenda samningar máli sínu til stuðnings,þrátt fyrir að vera í flokki sem hafnar öllu reglugerðarfargani Eu og vill ekki að einfaldir Íslendingar fái nokkru um það ráðið sjálfir.

Bændur sem eiga hlunnindi í bjargfugli,hafa gengið um björgin sem hverja aðra landnyt og búbót sek jörðin gefur af sér,þessir menn og konur vaka yfir landi sínu og búfénaði og gæta þess að vel sé gert og æðarfugl og bjargfugl séu varin gegn vargi og óþarfa ónæði,þetta fólk hefur landið í æðum sínum finnur hjatslátt þess í hjarta sínu,þeir leggja líf sitt stundum að veði til að bjarga skepnum og margir bændur sem hafa allt að 750 fjár í vetrarfóðrun hafa gefið hverri einni og einustu á nafn,ekki númer heldur nafn.
Á sama hátt er gengið til fugla og varps og þess gætt að þessir fiðraði bústofn hafi það sem best eins langt og geta manns leyfir,þessir menn og konur eru líka orðin annars flokks.

Nú skyldi maður ættla að þessari lokunaraðgerð sé byggð á grunni vísindalegra rannsókna sem staðið hefði yfir í nokkur ár,með stofnstærðamælingum og árlegum mælingum um afkomu og stofnstærð hverrar tegundar,En nei það er ekki svo.

Af 7 mans sem sitja í þessari bannnefnd eru þeir 3 greindir sem segja nei við þessu banni og merkilegt nokk þá eru það fulltrúar bænda,fulltrúar veiðmanna og Umhverfisstofnunar og rök þeirra fyrir því að hafna banni eru byggð á þeirri staðreind að engar rannsóknir eru til staðar sem hægt er að styðjast við hvorki af eða á.þeir 4 sem styja bannið eru ekki tilgreindir,en tilnefndir af bann og lokunarráðherra.

Þessi bannaðgerð og rökin fyrir henni er líkt og barn myndi bera fyrir sig "af því bara"

Mér finnst það vera með ólíkindum að fulltrúi flokks sem er ekki studdur af c 87% landsmanna geti hagað sér á þennann hátt og lagt slík boð og bönn yfir alla og með rökum sem eru bara "af því bara".

Þessir ögasinnar verða að fara að skoða hvað skeður þegar ein tegund er friðuð á kostnað annarar,þegar nýting stofna er hætt,refir eru í leit að æti á Hornströndum og fikra sig lengra og lengra út í björgin og taka alt sem tönn á festir og þeim fjölgar ört á kostnað annara viltra dýra,selastofnar við Grænland eru að drepast úr hor vegna offjölgunar,uppi eru raddir "Grænfriðunga"um að friða fiskistfona þá sem við lifum af svo hvalir fari ekki sömu leið,drepist úr hor vegna ofjölgunnar.minkur er vargur í björgum og æðarvarpi,ekkert er gert til að stemma stigu við þessu.

Ég hef til þessa studd þessa ríkistjórn og talið hana vera á réttri leið í málum ríkisins,en endalausar bann og lokurnaraðgerðir ráðherra með stuðningi rétt innan við 13% fólks í landinu,lögum frá landnámi um ferðafrelsi og tjöldun hent út í hafsauga og ýmist borið fyrir sig samninga við erlenda aðila um alheimsviðáttur,eða hreint og klárt "af því bara"

Í komandi kosningum mun ég kjósa næstum því hvað sem er bara ekki Vinstri Græna öfgasinna,sem gera allt sem hægt er til að hefta frelsi og vilja annara en þeirra eigin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband