12.3.2009 | 12:41
Slysaalda á Mælifellsandi.
Við fórum inn á Mælifellsand,3 félagarnir á síðasta sumri og fórum um Emstrur.
Ættlunin var að stefna til að byrja með inn að Slysaöldu,en ég hafði aflað mér fróðleiks um þetta slys um veturinn með aðstoð meðal annara starfsfélaga sem átti ættingja er varð úti þarna í umræddu slysi.
Hérna hef ég ekki ættlað mér að fjalla um slysið sjálft,en um það má gleggsta lesa frásögn í bók Guðna Jónssonar magisters.
Ég hafði hugsað mér að kíkja þarna inn að þeim stað þar sem lík mannanna fundust og sjá staðhætti með eigin augum og reyna gera mér grein fyrir því hvers vegna mennirnir fundust ekki fyrr en mörgum árum eftir að þeir urðu úti,eins höfðu ættingjar mannanna sett upp minningarskjöld með nöfnum þeirra sem fórust þarna og langaði mig að sjá hann líka.
Skjöldurinn er látlaus og fallegur minnisverði með nöfnum og ártölum sem er boltaður fastur á móbergsklöpp sem hefur síðan þá látið á sjá allverulega,vegna veðrunnar og er nú svo komið að það er varla hægt nema hæstu mönnum að lesa á skjöldin réttu megin frá og má ættla að eftir okkur ár losni skjöldurinn með öllu frá festingu og það má ekki ské.
Það þyrfti að gera ferð þarna inneftir og færa og festa skjöldinn þar sem hann er auðlesnari og aðgengilegri,en ég reikna með að það þurfi að færa hann reglulega vegna þess hvernig veðrunin er að eyða klöppini.
Mér finnst það mjög svo virðingarvert að halda minningu manna og kvenna lifandi og ferskri með svona framtaki,á eitthvern hátt öðlast staðurinn sem á þennann hátt,er merktur ákveðnum atburði,sjálfstætt líf og tengingu við fortíðina,það eykur áhuga allavega minn á því að fara á slíka staði og sjá þá með eigin augum.
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.