21.3.2009 | 15:35
Lítil stúlka
Var í heimsókn hjá mér í dag og kom með pabba sínum og fóstru,ný orðin 2 ára og með liðað hár,hrekkjarlegt bros og hafði gaman af að hossast á hnénu á pabba sínum.
Mér hefði átt að finnast það gaman að fá hana í heimsókn og hefði átt að njóta nærveru hennar og fóstru minnar og mannsins hennar og hálfsystur,en það var engin gleði hjá okkur fullorðna fólkinu og brosin hálf þvinguð,ástæðan jú litla stúlkan með liðaða hárið er dóttir Aldísar Vestergren sem er horfin og leitað hefur verið á láði og legi undanfarnar vikur.
Þessi litla gerði hvarf Aldísar eitthvað svo raunverulegt og nálægt,hvað skeður í framtíð þessa barns veit engin,en í þessu upplýsingar samfélagi sem við lifum í dag má gera ráð fyrir að sú stutta geti lesið allt um hvarf móður sinnar á netinu,er það gott ??????? ég veit það ekki allavega vildi ég að ég hefði haft meiri og betri aðgang að upplýsingum um lát föður míns og ekki þurft að troða svo mörgum um tær til að afla mér þeirra,ég hvorki get né vil fjalla um mál þessarar stúlku mjög náið,vona bara að hennar bíði góð bernska og ævi,ég veit að faðir hennar mun gera allt sem í hans valdi er til að svo verði og fóstra hennar stendur heil og sterk við hlið hans.
Fjölskyldu Aldísar votta ég mína dýpstu samúð og vona það að litla stúlkan nái að laða fram góðar minningar um móður sína fyrir ömmur frænkur og frændur,og nái á þann hátt að lægja sársaukaöldurnar sem ég veit að geysa um huga þeirra og hjarta.
Nú þegar ég skrifa þetta blogg erum við búin að fá að vita að Aldís er fundin látin í Langavatni og það á sinn hátt eyðir þeirri óvissu um það har hún sé og litla getur er tímar líð farið og átt sínar stundir með mömmu,það er huggun í því,ég veit það af eigin reynslu það hjálpar.
Hvað knýr mann til þess að skrifa þessa færslu veit ég ekki,eitthvað í sálinni fær mann til þess að setjast við tölvuna og svo flæða orðin,gömul sár opnast í sársauka annara og augnablikið verður eitthvað svo óraunverulegt ,þessi litla stúlka hefur ekki gert neitt réttlætt gæti þetta högg sem lífið veitir henni,frekar en önnur börn sem lenda í svipuðum missir,ábyrgð aðstandenda verður ennþá meiri og dýpri en ella.
Ég vona að barátta litlu fyrir tilveru sinni verði áfallalítil og hún eigi alltaf athvarf í faðmi aðstandenda sem vernda og hugga litla snót með liðað hár og hrekkjarsvip.
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.