25.3.2009 | 09:55
Seinni hluti göngu um miðbæinn.
Við hjónin ásamt Bylgju gengum áfram upp Skólavörðustíg og stefndum að húsnæði því sem hýst hafði leyfarnar af Fataverslun Andrésar,en þar eru nú kaffistofa á efri hæð og til Leigu skilti í glugga á neðri hæð.
Mér fannst Stígurinn ekki hafa breyst svo mikið í gegnum árin,húsin flest þau sömu en annað hlutverk,við snérum við og fórum niður á Klapparstíg og stefndum niður á sjó,efst á horni Klapparstígs og Grettisgötu var maður að leggja bifreið sinni,alveg á horninu þeim megin sem engin bílastæði eru,bifreiðinni var lagt hálfri upp á gangstétt og hálfri út á götu og hafði þar með truflandi umferð annara bifreiða um Klapparstíginn og fólk með barnavagna komst ekki gangstéttina.
Út snaraðist maður um 40tugt og með gsm síma við eyra sér og þurfti mikið að tala,ég fór að þusa um asna sem ekki virtu rétt annara og leggðu bifreiðum sínum eins og asnar,þar sem þeim hentaði án tillits til nokkurs annars en eigin þarfa,ég talaði hátt og gekk af ásettu ráði við hlið mansins sem lét mig og mitt raus ekki trufla sig á nokkurn hátt einna helst að hann liti við er tíkin sagði sína skoðun sem hljómaði líkt og áður Woff urr Woff,en hún meinti greinlega,eigum við ekki að sækja lögguna,það eru tveir í Bankastræti.
Maðurinn hvarf inn í húsnæði það sem eitt sinn hýsti verslunina Hamborg en var að sjá tómt,og ekki veit ég hvort bíllinn stendur enn á horninu.
Áfram héldum við og læddumst yfir Laugarvegin og niður á Lindargötu með viðkomu á Veghúsastíg og þar fór maður að sjá breytingar á götu myndinni og er komið var á Lindargötuna var nánast ekkert eftir af gömlu götumyndinni til austurs,bara stál og steinsteypa 16-18 hæðir upp í loft,og á ,meðan við gengum Lindargötu í átt að höfninni rifjaðist þáttur með Jökli Jakopsyni upp sem kallaður var gatan mín og hafði Jökull gengið þessa götu með manni sem bjó lungann úr sínu lífi þar,í frásögn mansins öðlaðist gatan líf í huga mér og ég rifjaði upp í gönguferðinni upp það sem gamli hafði sagt og svei mér ef ég kannaðist ekki við nokkur hús í vesturenda götunar og þar með tengingu við söguna,tenging sem auraöflin vilja greinilega gera allt til að slíta.
Svo restina af göngunni niður á höfn sagði ég konu minni frá Sænska,Kolakrananum,portinu og bröggunum hjá Eimskip,og Togaraafgreiðslunni,en viðmælandi Jökuls hafði starfað alla sína æfi á þeim stað.
Ég sagði einnig frá því að þegar Tollhúsið var byggt og skemma Eimskips var gert ráð fyrir að Geirsgatan sem köllum færi í loftið og lægi eftir þökum þessara húsa frá Skúlagötu og vestur á Granda,en af þessu varð aldrei eins og allir vita og mikil brú byggð upp á Tollhúsið svo hægt væri að nota þakið sem bílastæði,og má segja þetta sorglegt dæmi um heimskulega notkun pólitíkusa á aurum almennings og algert virðingarleysi,nú síðast átti á leggja sömu götu ofaní jörðu í göng,sömu leið og átti að aka í loftsölum áður,en hvað um það.
Með þessu lauk göngu okkar konunnar að ógleymdri tíkinni Bylgju.
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.