8.4.2009 | 11:47
Strætó ekur aftaná almannatengil.
Þessi fyrirsögn var á Vísir .is í gærkveldi,og var skreytt með myndum af Ómari Valdimarssyni fyrrverandi almannatengli Imprecilo við Kárahnjúka,og sem slíkur þjálfaður í að segja frá atburðum og atvikum þannig að henti fyritækinu sem best??.
Hann samkv fréttinni er alsaklaus af þessum árekstri og allt Strætó að kenna,undir það taka eitthverjar stelpur sem blaðamaðurinn vitnar í og votta um glæfralegann akstur vagnstjórans,Lögreglan lætur ekki hafa neitt eftir sér né heldur vagnstjórinn.
Áreksturinn er við innkeyrslu að Strætóskýli og var vagninn að beygja inn á stoppistöðina er áreksturinn verður,og fyrir mildi örlaganna er blaðamaður kominn með það sama til að mynda og segja sögu almannatengilsis.
Mín skoðun er svolítið önnur en kemur fram í fréttinni,?
Leið 3 er mjög þröngt skorin stakkurinn tímalega séð og verður vagnstjórinn að halda áfram til þess að halda sér innann tímamarka og næst það iðulega ekki.
Nú er það starfið að aka inn á hverja þá stoppistöð sem tilheyra leiðinni og taka upp farþega og láta út,menn aka misjafnlega mjúkt og sumir mjög harkalega án þess að aka óvarlega á nokkurn hátt,hjá öðrum verður þú varla var við aksturinn,þetta með stoppistöðvarnar er svolítið viðkvæmt og virðast margir bílstjórar haldnir þeirri meinloku að halda Strætó inni á stoppistöðinni og gefa vel í til þess að hleypa vagninum ekki út á götu,sem er í raun refsivert athæfi og sektin við því allt að 10þús kr.
Aðrir upplifa það að vagnin sé að svína sér út í umferðina og renna sér fram með vagninum og snöggbeyja fyrir hann og flauta og hægja ferðina fyrr framan vagnin,og ef vagnstjórinn flautar á móti eiga menn það til að snarstöðva fyrirvarlaust og ef vagnstjórinn er ekki viðbúinn lendir vagninn aftaná bíl þess sem ég vil meina að sé hinn raunverulegi brotamaður,sem brýtur lög með að hindra akstur almenningsvagns út af biðstöð,ekur mjög óvarlega framfyrir vagninn,og snarstöðvar án nokkurar ástæðu annarar en að sýna vagnstjóranum og þá farþegum vagnsins algjört tilitsleysi.
Myndir af staðnum staðfesta þessa skoðun mína,árekstrahornið er hægra afturhorn "fjölmiðlatengilsins"og vinstr framhorn vagnsins sem er samkv þessu að beygja inn á stoppistöð og þar með að hægja ferð
Hversu mikill kunningskapur er á milli blaðamans og fulltrúansveit ég ekkert um en frásögn blaðamansins er engann vegin hlutlaus,Þvert á móti gerir blaðasnápurinn sitt til að gera vagnstjorann sem tortryggilegastan.
Ég hlustaði á það er vagnstjórinn kallaði í lögreglu og eins er hann lýsti í stuttu máli hvað gerðist í talstöðinni,ég tek það sérstaklega fram að ég og vagnstjórinn þekkjumst lítið sem ekkert.En mikð finnst mér þessi atburðarrás líklegri en sú sem blaði lýsir svo fjálglega.
Áreksturinn var7 april og var kominn á netið með það sama
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.