Nútíminn.

Ég hef verið nokkuð iðin við að lesa um sögu okkar Íslendinga,bæði er að ég er stoltur af því að vera Íslendingur og eins löngun til að fræðast um land mitt og þjóð.

Mér hefur fundist það fara saman að ferðast um landið,hálendið,láglendið,sjóinn og kynnast fólki,dýrum aðstæðum og veðrum.

Eitt hefur þó vakið athygli mína núna undanfarið og oft áður,og það er þegar fólk fætt eftir 75 sem virðist leggja allt aðra meiningu í fátækt og baráttu verkalýðsins,eins með meiningunni atvinnuveitandi.

Nú ættla ég mér ekki það að vera neinn vitringur í þessum málum,en þó finnst mér þessir hlutir hafa breyst til hins verra og vera öfgafyllri nú en áður,ég spyr td hvernig á fólk á þrítugsaldri að þekkja þann anda sem ríkti um 1960 af öðru en afspurn,fátækt var mikið meiri og alvarlegri þá en nú,alvarleg veikindi voru nánast dauðadómur,berklahælin full af fárveiku fólki,krabbi og hjartasjúkdómar lítt eða ekki læknalegt,áfengissýki óþekkt fólk var bara fyllibytta eða helgarbytta eða engin bytta.

Á þessum tíma þótti sjálfsagt að fara á vertíð og vinna þar frá sér allt vit,frá kl 07 á morgnanna og fram til kl 22-3 á kvöldin og þeir sem ekki vildu vinna svona voru álitnir eitthvað verri og letingjar,sjómenn á vertíðum voru upp á náð og miskun skipstjóra sem oft á tíðum sóttu í snarvittlausum veðrum,mönnum var skamtaður aur eftir duttlungum útgerðarmanna og svo var ekkert fiskirí í jan,feb og fram í mars og landburður fram í lok apríl,en þar sem engin trygging var til staðar þá urðu menn að sæta því að aflaleysið í byrjun vertíðar át upp kaupið í uppgripatíðinni og vertíðarlaunin því léleg þrátt fyrir mikla vinnu og vökur,kusu því margir að vinna í landi og fá tímakaup+bónus.

Á þessum tíma voru það verkalýðsfélögin sem stóðu dyggann vörð um kjörin og formenn þeirra í nánu og beinu sambandi við félagsmenn sína og gripu inn í strax ef brotið var á gerðum samningum, Eins má segja að lenskan meðal atvinnurekenda almennt var sú að standa við gerða samninga og létu það ekki spyrjast út að þeir væru að brjóta þá eða svíkja,hvað þa´að eins og nú er leitast við að teigja samningana eins langt og hægt er inn á gráu svæðin og túlka allt öðruvísi en samkomulag er um við samningsborðið.

Á þessum tíma voru enn til útikamrar á heimilum og eingöngu kalt vatn,kanske olíukabyssur og því kalt og rakt í mörgum húsum,heima í eyjum drukkum við brunnvatn sem safnað var af þakinu og ekki það heilbrigðasta,hjá sumum fjölskyldum var lítið um aura til að kaupa klæði fyrir og algengt að sjá fólk í stagbættum fötum,yngri systkini notuðu föt af eldri syskinum eða saumað var uppúr gömlum fötum jafnvel gluggatjöldum.

Læknar margir hverjir sem best þekktu til aðstæðna "gleymdu" að rukka um kostnað vegna vitjunnar og jafnvel lögðu út fyrir meðölum sjálfir,eins Ljósmæður ég held að ansi oft hafi laun þeirra ekki verið í samræmi við vinnutímann.

Svona er hægt að halda lengi áfram þessum lýsingum og má td lesa blogg eftir Mattías Sveinsson um uppboð á sveitarómögum á Eyrarbakka ásamt öðrum samtímalýsingum.

Svo hvers vegna er ég þá að bulla þetta um þessi kjör,jú fyrir því er ástæða og mjög góð að mínu mati.

Undanfarið á blogginu má lesa fullyrðingar sem eru í raun svo sláandi og í raun lítilsvirðingin svo gengdarlaus fyrir málefnum og málstað að með ólíkindum er að lesa,félaghyggjufólk sem vill verja þessi kjör sem vernda fólk fyrir niðurskurði á heilbrigðiskerfinu,námskerfinu og yfirleitt lifskjörum,nóg er samt tekið af fólki til að borga útrásarpólitíkina sem rekin var hér af mikilli ákefð,ég er td ekki sáttur við að borga skuldir sem ég á engann hátt get talist ábyrgur fyrir að hafa skapað,ekki einu sinni með því að kjósa íhaldið,því hætti ég er Davíð nokkur komst til valda og hef skilað auðu síðan.

Virðing fyrir fólki og kjörum þess er fótum troðin í þeim eina tilgangi að koma sér og sínum að,menn sem aldrei hafa fundið fyrir vosbúð og kulda eða fátækt gera lítið úr þörfum þeirra sem þurfa á fríri læknisþjónustu að halda,við sem erum svo heppin að geta staðið í skilum með okkar þessa dagana ættum að gæta hófs í alhæfingum,og hverjum einasta Íslending ber skylda til að standa vörð um heilbrigðiskerfið okkar.Alþingismenn hafa látið hafa eftir sér obinberlega að ellilífeyrirþegar og öryrkjar hafi ekkert við hærri styrk að gera þeir annaðhvort drekki það út eða eyði bara í vitleysu,og þeirsem standi í röð og bíði eftir því að fá mat hjá mæðrarstyrksnefnd,séu bara að sníkja ókeypis mat.

Svona þenkjandi menn hafa ekkert að gera á Alþingi,en eru þar samt og þrýsta á með skoðanir sínar

Við verðum að tryggja að auðlindir þjóðarinnar séu í raun hennar en ekki örfárra,við þurfum einnig að gera okkur grein fyrir því að við verðum að lifa á gæðum landsins og kostum,hvort sem það eru virkjanir eða annað,landið okkar er dullungafullt og eitt eldgos getur þurkað út heilu byggðarlögin og lagt í rúst öll okkar verk og er ekki svo langt síðan síðast 1973.

Við megum ekki hlust á menn sem telja langrækni og hefnigirni til mannkosta,jafnvel þó þeir hafi ráðið landinu ljóst og leynt í árartugi,við þurfum að virkja alþýðu manna til að koma að kostningaborðinu og velja flokk eða skila auðu,mér finnst hins vegar enginn stjórnmálamaður eigi að fá sæti á alþingi nema vera búinn að skrifa undir það að viðkomandi taki ábyrgð á verkum sínum og flokks síns,og axli þá ábyrgð ef til kemur,ekki eins og nú þar sem enginn við taka ábyrgð á neinu en telja alla aðra bera ábyrgðina.  

Með þessu er ég ekki að segja það vera eingöngu vonda menn innann Sjálfstæðisflokksins og góða i hinum,nei alls ekki margir sjálfstæðismenn eru mannkostafók sem er heilsteypt og hreinlynt,eins á við um aðra menn og konur í öðrum flokkum,en líkt og með skemda eplið í tunnuni þá hafa þeir hinir sem ættu í raun að fara í íhugun upp á fjall í Tíbet eða eitthverstaðar of mikil völd og skemma út frá sér,hvar sem í flokki þeir eru


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband