29.4.2009 | 14:44
Slagurinn um lúðuna.
Einn af þeim mörgu mönnum og konum sem ég hugsa oft til heima í Eyjum hét Sveinn Hjörleifsson,oftast kallaðu Svenni á Krissuni eða Svenni í Skálholti,Sveinn þessi sýndi mér karlalega hlýju og vinarþel og var ég oftast velkomin um borð hjá honum í Krissuna er hann var að landa eða vinna að skipi sínu,hann gat spurt mig svolítið hrannalega hvort ekki komin tími á að ég þældist fyrir öðrum smá,en þetta var allt eins og maður segir í nösunum á honum þó ég hafi vissulega oft á tíðum verið að þvælast fyrir um borð.
Sveinn tók það óstinnt upp ef eitthver áhafnarmeðlima hans atyrti mig eða á annann hátt angraði strákinn,og taldi sig eiga allann rétt hvað það varðaði um borð í sínu skipi,ég komst seinna að því afhverju hann hafði mig svona undir sínum verndarvæn,hann var með í Súlnarskeri er faðir minn fórst,en sem flestir aðrir talaði aldrei um það slys þannig að næði eyrum mínum,Sveinn þessi átti systur og hún og maður hennar byggðu rétt hjá pabba,þessi systir Svenna bakaði hreint alveg svakalega góðar kökur og heimagerði ísinn hennar var topp tíu,og rataði ég oft inn í eldhús til hennar og fékk að bragða á krásunum,börnin hennar voru leikfélagar mínir og gat slegist upp á vinnskapin ef ég sótti um of í þeirra áhrifasvæði og lítil furða þeim sem til þekkja.
En hvað um það,þessi Sveinn hann átti sem fyrr segir bát sem hét Kristbjörg VE 70 og fiskaði vel enda sótti karlinn stíft og hlífði lítt sér eða öðrum og er til flott mynd af honum og skipverjum að landa síl á Sigló úr Krissuni,mynd þessi er á síldarsafninu þar.
En á þessum árum þótti alveg sjálfsagt að gefa forvitnum bryggjurölturum í soðið er bátarnir komu að landi,og sem drengur frá 6 ára og fram að 10 ára sóttist ég svakalega mikið niður á bryggju og þekkti þar krók og kima,flesta báta þekkti ég á vélarhljóðinu eða ef ég sá masturtoppana vissi ég þá upp á mína tíu fingur hver vara að koma í land,og prufaði afi þetta marg oft og klikkaði ég sjaldnast enda verlaun í boði.Sveinn ásamt fl skipstjórum var ósínkur á að gefa mér í soðið og dró ég þennann feng minn sem oftast heim eða upp á Horn til afa og ömmu.
Eitt sinn kem ég niður á bryggju er Krissann var að landa og er ég fljótur að reka augun í heljar mikla lúðu sem lá á dekkinu,fékk ég strax mikla ágirnd á henni og spurðu hvort ég mætti ekki fá hana í soðið,nei kom þá frá eitthverjum á dekkinu,ég ættla mér hana og þar að auki er hún of stór fyrir þig,ég var nú ekki þekktur fyrir að gefast upp á fyrsta neiinu enda æft mig rækilega á afa og föður fólki mínu,hófst nú upp heljar mikið þref um fiskinn og neiið var óhagganlegt og var ég farin að örvænt um að nú myndi ég tapa,segir ekki Svenni þá,þú mátt eiga helv,,,,,, lúðuna ef þú getur borið hana einn heim á Búastaðarbraut án þess að fá hjálp,með þessu ættlað kallinn að stoppa mig af því hann taldi það það óvinnandi verk fyrir gutta eins og mig,enda fiskurinn ívið lengri en ég og í þyngra lagi.
Ég tók áskorunni og uppi á bryggju tók ég við gripnum og svo byrjaði atið,það var alveg sama hvað ég gerði hún var of þung og löng fyrir hendurnar á mér og mér allt að því að fallast hendur,þegar Svenni segir svona Laugi minn ég skal láta þig hafa nokrrar ýsur og gleymdu þessum lúðuskratta,hún er hvort eð er of stór fyrir þig.
Nei ekki aldeilis ég var búinn að hafa of mikið fyrir þessu,og eitthvern veginn skyldi mér takast það,og þá kom það ég lagðist á fjórar fætur og stakk hausnum undir tálknin á lúðunni greip með báðum höndum um löndunarmál og gat reist mig á fætur með lúðuna krækta yfir hausin og liggjandi niður eftir bakinu,og af því hún mátti ekki strjúkast við jörðu þá náði ég að smokka undir sporðin steinahanka og gat svo með tilfærinum náð að koma hankanum í hendurnar á mér og þar með var lúðan komin á loft.
Þarna stóð ég með lúðuhausin sem hettu á hausnum og kjálkabörðin sem eyrnaspeldi sitthvoru megin á andlitinu skrokkurinn lá niður eftir bakinu á mér og sporðurinn sveigður til hliðar og upp þökk sé steinahankanum þannig að ég gat labbað,og hófst nú gangan,frá Básakersbryggju upp Heimagötuna og áfram alla leið upp á Búastaðarbraut,mikið andsk seig fiskurinn í og enga fékk ég hjálpina,einn úr áhöfnnini fylgdi mér eftir og passaði það,mér fannst leiðin alltaf vera lengri og lengri og hausinn á mér seig alltaf lengra og lengra inn í fiskhausinn sem var mikið stærri en hausinn á mér og slorið var farið að seitla inn á bert bakið og fötin öll löðrandi í slori sem vænta mátti.
Hvað um það upp að anddirinu heima á Búastaðarbraut 1 komst ég með settum skilirðum og lúðan mín löglega eign,og út við girðingu stóðu nokkrir sem höfðu slegist í hópinn á leiðinni og haft gaman af tiltækinu,mér leið eins og ég hefði sigrað heiminn,en það hvarf fljótt því móðir mín var ekki par hrifinn af utganginum á mér og rak mig bak við hús og þar var mesta slorið smúlað úr fötunum með mig innanní,það var kalt og síðan rekin úr flíkunum og í bað og svo rakleiðis í rúmmið,og þar mátti ég dúsa þar til stjúpi tók ákvörðun um refsingu.
Á lúðuna var aldrei minnst meir og leið mér eins og Emil í Kattholti sem er ekki alveg að skilja sumar refsingarnar sem honum eru settar.
En studdu seinna hitti ég Svenna á Krissunni og hann bauð mér um borð í kaffi og Sæmund(mjólkurkex) og svo klappaði hann mér á bakið og kallaði mig karl í krapinu sem ekki væri alveg fisjað saman,mikið skelfing hækkaði Svenni í mannvirðingarstiganum hjá mér við þetta,og ögn lagaðist sjálfsálit mitt og refsingar stjúpa gleymdust nema rétt á meðan ég settist.
Myndina af Krissuna á Tryggvi Sigurðsson VM
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahahaha heim skildi lúðan haha..það kom tilvitnun í þessa færslu í mogganum í gær eða fyrradag...
Ragnheiður , 3.5.2009 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.