Vesturhöfnin RVK í dag.

Í dag á vaktinni átti ég tímajöfnun úti á Granda og undanfarin ár hefur mér fundist lífið þar verða dauft og fátæklegt,ef miðað er við þá tíma er ég um 13 ára var að vinna við lestun og losun hjá Togaraafgreiðslunni og seinna á lyftara hjá Eimskip.Á þeim tíma iðaði höfnin af lífi,tjöru og fiskilykt(peningalykt var það kallað þá),gúanóið strompaði þykkum reyk og ýmisk slorlykt eða síldar og seinna loðnu,ilmaði um höfnina,bátar að koma og fara,í fáum orðum sagt höfnin iðaði af lífi.

Undanfarin ár hefur verið svo að vakt eftir vakt hefur nánast ekkert verið að sjá,stöku togari í landlegu,afskrifaðir bátar og Rússaskip og netadræsur við netagerðina.

Í dag var svolítið öðru vísi um að lítast,allt í einu komið lífsvottur,rauður Norsari lá út í eyju og menn að vinna við með háþrýstiþvott um borð,línuveiðari að landa og lyftarar og kranar á ferðinni við gúanóið.Norsarinn

Svo ég fór að skoða og athuga hvað væri í gangi í pásunum hjá mér,jú Norsarinn sem ég er nokkuð viss um að er jafn gamall mér,var hér til að sækja tanka loðnubræðslunnar í Þorlákshöfn og var tækifærið notað til að láta hreinsa og mála um borð og átti að fjarlægja möstur og setja almennilegan krana um borð,maður sem ég talaði við og var að vinna við þetta,tjáði mér að svona vinna hefði aukist til muna eftir hrunið og næg vinna framundan,gott mál í kreppunni,skipið væri með góðan skrokk og væri notað í mjölflutninga í Noregi og væru nokkur slík í notkun,mér er stórlega til ef að Íslendinga myndu nýta slíkt skip,allt of gamalt fyrir okkur.??Flott kranahús

 

 

 

 

 

 

 

Svo snéri ég mér að því að hyggja að Gúanóinu í næstu pásu,þar voru komnir út á plan þurrkarar og fleira úr verkskmiðjunni og eigandi Grandakaffis tjáði mér að það væri verið að rífa innviðina og senda úr landi til uppsetningar annarstaðar,jamm rífa og senda úr landi.Þessi verksmiðja malaði gull fyrir landann þar til lyktin af peningunum fór að fara í taugarnar á betri borgurunum sem vildu búa nærri sjónum og nær náttúrunni og þá varð bræðslan að víkja það var svo vond lykt,hversu langt verður þar til að fiskverkun Granda fer sömu leið og hætt verður að koma með fisk til RVK nema í neytendapakkningum.Gamli Grandi orðin að tölvuveri fyrir tölvuleik og hinn hlutinn að safni um sjóinn og skip.Gúanóið

Á leiðinn eftir Mýrargötunni sér maður að þar sem Hraðfrystistöðin var stendur nú hálfbyggð íbúðarbygging sem virðist hafa dagað uppi í kreppunni,þar áttu víst að vera íbúðir fyrir fyrr nefnda borgar og hinumegin við götuna horfin hús sem hýstu Vélasöluna og járnsteypuna.Við hlið Hraðsins þar sem áður var Daníelsslippur er nú orðið plan og undir húsvegg niðri við sjóinn stendur gamla Gullborgin og fúnar niður,ætli örlög hennar verði þau sömu og Skaftfellings sem áratugi í fúnaði niður heima í eyjum og hvarf svo eftir fáránlega dýrann fluttning upp á land og svo til Víkur í Mýrdal í endurbyggingu,sem ekkert hefur orðið af.

Stálsmiðjan horfin undir plan og slippurinn sagður á sömu leið,en bíðum aðeins við þar var uppi eitt af fallegri skipum sem Íslendingar höfum átt og það sem meira er í skveringu,botn og skrokkur hreinsað og málað,yfirbygging og dekk málað, þetta skip var fyrir nokkrum árum úrelt og átti að farga því en Ísfélagið í eyjum fékk að að láni og og eigendur þess sáu að skipið var í flottu ástandi og engin ástæða til úreldingar og keyptu það,og í dag eru tvö elstu loðnuskip landsins í þeirra eigu og fullkomnu standi og fullum rekstri,um leið eru þetta eitthver fallegustu skip sem eru í 'Íslenskri eigu,Guðmundur VE og Sigurður VE eru flott og afkasta mikil skip sem eftir c 50 ár í notkun eiga eftir mörg ár.Guðmundur VE

 

 

 

 

 

Efalaust eru svona skrif eitthver nostalgía um eldri tíma,og efla laust túlka margir það svo.En mér finnst þetta ekki,hafnir sem vesturhöfnin eru byggðar til að í þeim þróist líf og skapi atvinnu,hrekja skip og báta í aðrar hafnir eða fjarlægari þar sem bryggjur og skip eru gyrt af með háum járngirðingum svo almenningur eigi ekki aðgang að þeim til hryðjuverka að sagt er eða sóttverndar,já þá vil ég aftur gamla lagið,fisk og slor,líf og puð með smá kjaftpásum inn á milli. Smóktime    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband