Erindi til Samgöngu og Umhverfisnefndar.

Ég settist niður við tölvuna og sendi þingmönnum í Samgöngunefnd erindi af því að það stóð til að fjalla um lagafrumvarp Svandísar þar sem einum elstu lögum landsins um ferðafrelsi Íslendinga,stendur til að snúa þessum lögum við og banna ,eða réttara sagt,,,,það sem ekki verður leyft verður bannað og er þá átt við fjallvegi og slóða og sennilega verður Umhverfisstofnun sá aðili sem fer með rauða tússið á kortin.
Frumbyggjaréttur allra Íslendinga er þar með afnumin,líkt og leyfið til að tína grös eða ber í þjóðgörðum,nema ef þú gerir allt í sömu hreyfingu,tínir upp og stingur í munnin,er þetta gert til að hindra það að nokkur hafi ágóða af tínslu.

Ég sendi öllum í nefndinni sama erindið og samtímis og skemmst er frá því að segja að ekki einn af fulltrúum lýðræðisins hefur látið svo lítið að svara og er það þvert á alla flokka,,,,,EKKI EINN EINASTI,,,af kjörnum fulltrúum okkar.
Mér finnst í sannleika sagt þetta vera lýsandi dæmi fyrir okkar elskulegu þingmenn og konur,,,,þetta fulltrúalið hefur einfaldlega ekki þörf fyrir að vera í sambandi við aumann almúgann þrátt fyrir að vera alltaf að vitna í hann og störf sín fyrir hann.

Erindi mitt til þeirra er hér fyrir neðan og ef svo ólíklega vill til að eitthver hinna útvöldu sér,sér fært að svara læt ég vita af því..

Góðan dag nefndarmenn í samgöngu og umhverfisnefnd.
'Eg undiritaður vill vekja athygli ykkar á lögum frá Umhverfisráðherra varðandi ferðafrelsi.
Nú er það svo að samkvæmt elstu lagabók sem er gerð á Íslandi,Jónsbók,er ferðafrelsi almennings tryggt með lagasettningu,öllum skuli frjáls för um óræktað land og gisting til einna eða fleirri nátta,eins er í þeirri sömu bók tryggður réttur almennings til að tína ber og grös á áfréttar og heiðarlöndum til heimabrúks,seinna ákvæðið er afnumið í reglugerð um Þjóðgarða.
Eins var bændum bannað að girða óræktarland og hindra þar með för almennings,þeim lögum var breytt 1956 og 1971 er átti að reyna að taka þá breytingu til baka var það hindrað af þáverandi meirihluta,orsökin jú til að tryggja bændum beitiland,,afleiðingarnar ríkir einstaklingar kaupa upp jarðir og girða svo kemur skilti "Einkaland öll umferð bönnuð" og það jafnvel þvert yfir vegi sem hafa verið notaðir frá landnámi.
Gjafamálsókn til að láta reyna á slíkar reglugerðir og lög er afnumin og þar með tekin af almenning til að láta reyna á réttlæti laga og reglugerða.
Í ný settum reglugerðum varðandi Vatnajökulsþjóðgarð sem settar voru kom í ljós að samráð ráðherra var ekkert við hagsmunaaðila né félagasamtaka og kom upp bullandi ósætti og leiðindi sem ekki er séð fyrir endann á,ráðherra kýs að líta algjörlega framhjá því og til að gera málin enn verri er FÍ fært nánast einokunarréttur á hálendinu,ásamt því að skálaverðir verða að hluta til á launum sem Landverðir og með bifreið,hvori tveggja greitt af Þjóðgarðinum,ef það eru ekki hagsmunarárekstrar þá er vandfundnir slíkir hlutir,FÍ fær að byggja skála og breyta nánast eftir þörfum og verðlagning er c 5000kr pr nótt í svefnpoka,en þar sem aðrir aðilar eru í samkeppni við FÍ lækkar verðið niður í 3500 kr.
Lög þessi sem liggja fyrir nefndinni og snúast um það að allt sem ekki er leyft sé bannað,hreinlega taka af almenningi þann rétt frumbyggja sem hefur gilt frá landnámi,og rétturinn til að láta reyna á lögin með gjafsókn tekin af og hvaða leið á almenningur að fara sem ekki hefur auð til að greiða fyrir kosnaðarsöm málferli gegn ríkinu.
Ég hef sem venjulegur launamaður unnið mikið líkt og aðri landsmenn og ef ég haf átt frístund þá fer ég í fjöllin,en sökum skemmdar á liðum í baki get ég ekki gegnið langar leiðir og hef þess vegna notast við jeppa og komið mér í námunda við eftirsókanrverða staði og gengið þetta 1-2 km og hef verið illa kvalin á eftir,nú dettur mér engvan vegin í hug að ég sé einsdæmi og bendi á að c 1000 mans mættu þegar við jörðuðum ferðafrelsið í sept í fyrra og það jafnvel fólk í hjólastól.
Þessi lög eru í í bullandi ósætti við almenning og félagasamtök og hagsmunaraðila og þvert ofaní þeirra vilja og það sem meira er að það er ekki reynt að hafa samráð við almenning þrátt fyrir gefin loforð í þá átt,það á bara að keyra þetta í gegn og allir sem vilja vita að sé einu sinni búið að setja eitthvað í lög verður fjandanum erfiðara að taka það til baka.
Ég tel líka að frelsi til ferðalaga eins og verið hefur skapar ábyrgari ferðamennsku og vísa til margvíslegra verkefna hinna ýmsu félaga og samtaka um bætta ferðamennsku,öll sú slóðaþekking sem til er er að mestu komin frá einkaaðilum sem góðfúslega hafa látið þessi gögn af hendi í þeirri góðu trú að haft yrði samráð um þessi mál,en nei ekkert samráð nema við FÍ þar sem Þjóðgarðsvörður Þingvallaþjóðgarðs er forseti og ein stjórnarmaður félagsins farið mikin í áróðri fyrir settum reglugerðum sem tryggja þeirra félagi nánast alræðisvald á hálendinu.
Er ekki komin tími til að þið kjörnir fulltrúar þjóðarinnar leggið við hlustir á raddir okkar sem kjósum og greiðum ykkur laun,þessi mál varða alla og taka rétt barna minna og barnabarna um ókomna tíð til að njóta þess frelsis sem Íslendingar hafa notið frá landnámi.
Við Íslendingar höfum alla tíð búið við mikil og sterk náttúruöfl sem leggja til atlögu þegar minnst varir og þá hverfa mannanna verk eins og duft og byrja þarf að nýju,samt hefur þjóðin varðveitt landið og passað hálendi sem láglendi af ábyrgð þess sem elskar og virðir land sitt og umgengst það með nærgættni og umhyggju,svo ég spyr hvers vegna þarf að setja lög sem hefta mig og aðra umgengni um landið sem er minn frumbyggjaréttur tryggður með lögum í gegnum aldirnar.
Af hverju í ósköpunum á að svipta mig þessum rétti án þess að ég komi nokkrum rétti við,hvað er það sem gerir það bannað í dag sem í gegnum aldir hefur verið leyft.
Fellið þessi lög eða frestið þar til sátt er komin á við almenning,eins og er er hún ekki til staðar og verður ekki ef á verða sett.
Með vinsemd og virðingu.
Sigurlaugur Þorsteinsson sem kýs hálendið í stað utanlendsferða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 13616

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband