Íslenska tíkin mín Bylgja.

Á fjöllumÉg er svo heppin að eiga Íslenska tík sem heitir Bylgja.

Þessi tík hefur verið mé dyggur félagi á ferðum mínum um landið,vetur ,sumar,vor og haust.Hún hefur setið við hlið mér í framsæti jeppans stolt og árvökul og með hundaglott á andlitinu horft framan í torfærur og og annað sem slíkar ferðir hafa uppá að bjóða,stundum lagst á sætið og stungið trýninu undir handlegginn á mér,eða sleikt hendur mínar,svona rétt til þess að láta mig vita af sér.

Hvernig hún komst í hendur mér er svolítið sérstakt og ferð hennar með mér og fjölskyldu minni verið ljúf og hlý og finnst mér hún eiga það fyllilega skilið að ég bloggi um hana.

Ég var í ferð sem hópferðabílstjóri og átti gistingu að Kaldbakskoti um kvöldið,þar var er við komum nýgotin tík sem heitir Táta og lágu hvolparnir í kassa í ganginum í íbúðarhúsinu,blindir og ósjálfbjarga og ég heillaðist samstundis af þeim,ég var samt ekkert að huga að því að fá mér hund en hef alla tíð haft sérstakar taugar til Íslenska hundsins og má það þakka hundinum Smala sem var á Hofsnesi í Öræfum,en þar var ég í sveit sem barn,ljúflyndi hans og hollusta er mér alltaf minnisstæð.

En hvað um það ,ég sat og spjallaði við vertinn um kvöldið á meðan hann var að grilla fyrir gestina um kvöldið og talið barst að hvolpunum og áhuga mínum á þeim og er við erum að tala um þetta kemur Táta og sest við fætur mér og leggur höfuð sitt á hné mér og þannig situr hún þar til að endingu við vertinn handsölum ákvörðun um að ég fái einn hvolp eftir 8 vikur,þá sleikti Táta hönd mína stóð upp og fór,og á tilsettum tíma kemur hvolpurinn til mín.Hún var lítil og falleg og eignaði sér heimilið með það sama með því að pissa á gólfið við útihurðina.Fyrsti dagurinn

Kona mín var ekki par sátt við að fá hund inn á heimilið og vildi þennann Helv,,,, hund út og það strax,tíkin skipti sér ekkert af þessum skoðana skiptum okkar hjóna en fór að skoða sig um á nýja staðnum,við sátum við eldhúsborðið og ræddum þessi mál,ég og konan,þá kemur tíkin og leggur sig á gólfið og sofnar og í svefninum virðist sem hún sé hjá mömmu sinni og byrjar að sjúga ímyndaða spena og þar með féll konan algjörlega fyrir henni og tók hana upp og kelaði við hana,síðan hafa þær verið vinkonur.

Alla tíð hefur Bylgja haft sitt rúm á gólfinu við hjónarúm okkar og þar á hún skjól og griðastað,hún á það til að hoppa upp í rúmið okkar ef konan leggur sig á daginn eftir næturvakt og liggja á sænginni minni en alltaf eftir að konan er sofnuð,því hún má það ekki og veit það.Rúmmið

Í jeppanum á Bylgja framsætið og lætur það ekki eftir,skiptir þá engu hver á í hlut,hún bíður færis og áður en varir er hún komin í fangið á þeim sem vogar sér að setjast þar og gerir sig verulega þunga og heyrnarlausa ef henni er skipað að færa sig og fer heldur niður á gólf en afturí,þetta er hennar sæti.

Alltaf þegar við erum komin upp í óbyggðir og hún kemst út rekur hún upp gelt og hleypur um með gleðilátum yfir því að fá að vera laus og frjáls,hún eignar sér alla ferða félaga mína og ef þeir eru sjálfir með hund þá er hún fljót að láta hundana vita að hér er það hún sem ræður og fá þeir að finna fyrir því ef henni líkar ekki.

Vegna þess að hundar eru ekki velkomnir í skála hef ég brugðið á það ráð að búa um mig og tíkina í bilnum enda nóg pláss og finn ég oft á nóttinni er hún skríður undir svefnpoka minn til fóta og leggst þar,hlý og notaleg.

Á ég að draga þigAlltaf er hún vinarleg og til í að leika sér við börn og er alveg sama hvernig þau hnoða hana eða hanga á henni,hún lætur sér það vel líka og ef leikurinn verður of mikill lætur hún sig hverfa undir bíl eða í fangið á mér.

Ég gæti endalaus haldið áfram og sagt af henni sögur og á efalaust eftir að koma með þær hér á Blogginu en hérna ættla ég að stoppa í bili.

Eins og er þá liggur hún undir stólnum hjá mér á meðan ég blogga þetta og heyrast værðalegar hrotur frá henni,en rétt áðan voru Krummi og hún að skiptast á skoðunum úti á bletti og fékk Krummi að heyra það á kjarnyrtu hundagjammi Íslensku í þokkabót og situr hann nú og nöldrar á næsta þaki.

Mikið skelfing er ég þakklátur fyrir að hafa Bylgju hjá mér og vona að hún auðgi líf mitt sem lengst.

VinirPS,nafnið Bylgja setti konan mín á tíkina.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Laugi minn..ég er í vinnunni en þegar ég kem heim þá ætla ég að "stela" neðstu myndinni...þvílíkir vinir.

Ragnheiður , 8.5.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 13662

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband