7.6.2009 | 14:02
Nám á launum.
Ég hef stundum verið að furða mig á frelsi kjörinna fulltrúa til borgar og sveitastjórna,til að taka sig upp með familíu og flytja erlendis eða út á land til náms,nú er það ekki svo að ég sé á móti námi,síður en svo og vildi sjálfur hafa haft tök á að mennta mig,nei það sem vekur furðu mína að þessir fulltrúar eru á launum sem sveitar eða borgarfulltrúar og jafnframt eru kallaðir inn varafulltrúar til að gegna störfum námsmananna,= 2 laun fyrir sama verk.
Mér er sem ég sæi yfirmenn Ístaks eða Samherja eða eitthverra annarra slíkra samþykkja að maður sem búinn er að vinna hjá fyrirtækjunum c 6 mán af 4 ára samning,tíkynti þeim að hann væri að fara í nám og þeir gætu lagt launin inn á þennan reikning,og hann hefði mann sem gæti komið inn á meðan og laun hans færu annan reikning,hann kæmi svo að ári eða 2 og kláraði það sem eftir væri af samningnum.Andsk.....held ég að viðkomandi væri fljótur að fá fótinn í rassg...... með kveðju um að láta aldrei sjá sig aftur hjá fyrirtækinu.
Það er viðurkennt að eftir 10 ár í stafi hjá hinu opinbera geti starfsmenn sótt um 1 ár launalaust til starfa eða náms annarstaðar,kostnað af slíku verður starfsmaðurinn að greiða sjálfur,eini rétturinn sem hann hefur er að koma aftur í sama starf að ári liðnu.
Svona reglur gilda um alla nema þá sem fyrirtækin ákveða sjálf að senda í nám og greiða kostnað viða það með launum til viðkomandi að auki,Eflingarfólk getur fengið frí til að fara á námskeið til að afla sér frekari réttinda,og fagfélögin styrkja sína menn að hluta til.
En sveitar og borgarstjórnar fulltrúar(ég veit ekki með þingmenn)eru þeir einu sem geta farið nám að eigin vali á fullum launum,frá störfum sem þeir eru í kosningum búnir að sverja að vera sofandi og vakandi yfir og gæta hagsmuna kjósenda í hvívetna,6 mán seinna komnir í nám langt frá heimabyggð og varamaður komin inn í starfið sem átti að passa svo vel.Er nokkuð eðlilegt við þetta????????.
Þetta hafa fulltrúar "okkar" í öllum flokkum stundað og má nefna Gísla Martein og Ingibjörgu,mér finnst þetta vera algjört siðleysi og hreinlega skil ekki hvers vegna þetta er ekki bannað samkv starfsreglum um störf fulltrúa,en nei slíkar reglur eru ýmiskt ekki til eða hafa dagað upp í nefnd,enda sennilega óþarflega íþyngjandi að mati fulltrúana sem oftar en ekki eru dómarar í eigin málum og eru ekki taka almenning alvarlega nema á kosningadaginn,því þá skipta atkvæðin máli.
Ég held að til að fá leyfi til framboðs í sveitarstjórnar og alþingiskosningum.þyrftu delikventarnir að gangast undir sálfræði og hæfnismat,framkvæmt og samið af ópólitískum fræðingum, það væri þó alla vega viðleitni til að taka á þessum málum.
Svo eru það Þingmennirnir okkar,þeir fá ágætis þingfarakaup og önnur laun fyrir vinnu sína á þingi,sem er að þeirra mati bæði virkilega krefjandi starf og margir vinnutímar í viku hverri,varla tími til að sinna heimili og fjölskyldu,Hvernig í ósköpunum komast þeir þá upp með að sitja í sveitarstjórnum sem aðalfélagar og þiggja þar líka 100 % laun sem á sama hátt og þingfararkaup er reiknað út frá því að viðkomandi starf sé fullt starf.
Er þá ekki eitthvað að gefa eftir í vinnu á öðrum hvorum staðnum,ekki alveg verið að vinna 100% eins og greitt er fyrir??????,Sama held ég að gildi um stjórnarsetu í fyrirtækjum ýmiskonar sem fulltrúar "okkar" sitja í.
Ég held ég skilji ekki neitt af þessu stjórnmálasiðferði eins og það virkar hér á landi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2009 | 13:01
Kreppu umræðan.
Ég hef eins og flestir Íslendingar,fengið að kenna "útrásaræðinu"lánin hækka ásamt matvöru og öðru,í mér eins og öðrum svellur hugur og bræði vegna þess hvernig þessir menn og konur gátu hreinlega spilað með allt sem Íslenskt er,og sett okkur að lokum í skuldasúpu sem enn er ekki séð fyrir endann á og enn hafa engvir gengist við að eiga ábyrgð á,hvorki stjórnmálamenn né útrásarflón.
Hjá mér er enginn vafi íhaldið og framsókn eiga þar stærstan hlut í gegnum helmingaskiptakerfið sitt,Björgúlfsfeðgar gegnum íhaldið og Ólafur og Finnur gegnum Framsókn,Íslandsbanki var "frjáls" og þar var hart barist,LÍ'U og íhaldið á móti Bónusfeðgum og fl.
Af hverju eigum við almúginn sem ekki sat við þessi gnægðarborð að borga veisluna,var það ekki Davíð sem sagði að "nú væri Íslenska ríkið laust við alla ábyrgð á bönkunum,þar sem þeir væru komnir í einkaeigu" ég er ekki sáttur við að þotu og þyrluliðið sem nánast er hvergi í eigin ábyrgð,heldur gegnum ehf og hf hefur sett okkur hin á hausinn,situr í velystingnum pragtulegum og sendir frá sér yfirlýsingar.
Núna eru átök um kvótann sem hefur verið átakabein síðan hann var settur,allt í einu urðu kvótakóngar til í að hindra kvótafærslu sem þeir höfðu áður barist fyrir að yrði sett á,allt í einu fara allir kvótaeigendur á hausinn ef afnámið verður að veruleika,núna viðurkenna þeir að kvótinn er í raun þjóðareign,þeir eigi bara einkarétt á að veiða hann,hann erfist eins og um eign sé að ræða og er ásteitingarsteinn í hjónaskilnaði,hann hafur verið leigður út og seldur og allt án þess að sjómenn eða landvinnufólk hafi haft nokkuð um það segja,sjómenn hafa verið þvingaðir til að taka þátt í bæði leigu og kaupum í gegnum hlutaskipti,leigu verð fyrir td óveiddan þorsk hefur farið upp yfir 250 kr kg sem runnið hefur í vasa kvótakóngana,kvóti verið seldur frá eða með skipum gegn loforðum að hann yrði nýttur áfram á sama stað,en verið fluttur burt áður en blekið er þornað.Sumstaðar standa fiskverkunarhúsin sem tómar skeljar,allar vélar og færibönd ásamt öðru lauslegu verið flutt burt,selt eða nýtt annarstaðar,byggðirnar standa eftir með um helming íbúa á atvinnuleysisbótum,hafnarmannvirki grotna niður og verkþekking glatast.
Er það ekki í raun hræsni og gróðahyggja sem ræður ferð í núverandi kerfi,kvótapeningar eru notaðir í ævintýralegar framkvæmdir í gegn um ehf eða hf og kóngarnir vaða um í miljörðum sem skringilega nokk eru fengnir með millifærslum á fisk sem jafnvel er ekki orðin að hrogni hvað þá síli,ef þetta eru ekki loftbólupeningar hvað þá ??????
Afnám kvótakerfisins í núverandi mynd á 20 árum ætti að gefa nægan tíma og ráðrúm til að leysa þau vandamál sem þarf og hafi kvótaeigendur ekki skuldsett óveiddan fiskinn svo svakalega og til svo langs tíma að þeim takist ekki að greiða upp eða breyta lánum,fá jafnvel lán út á bátana sjálfa,ætti þetta að vera nokkuð auðfarið,fyrning kvótans ætti að haldast í hendur við fyrningu lána og dæmið að ganga upp.
Annað af hverju láta kótamenn eins og að við afturköllun kvótans verði sjálfkrafa hætt að veiða fisk hér við land,af hverju ganga þeir út frá því sem gefnu að þeir geti ekki stundað veiðar áfram,hvorki síld né þorskur hverfi úr hafinu og með áframhaldandi heildarkvóta þar sem hæfileg leiga kvóta hvers og eins skips rennur í sjóði almennings,en ekki vasa fárra,ættum við að geta veitt fisk með hagnaði fyrir alla útgerðarmenn,sjómenn,fiskverkendur,verkafólk,byggðarlög og ríki,en ekki að það sé verið að spila póker með lífsbjörg þjóðarinnar.
Auðlindir í hafinu og botni þess eru og eiga að vera eigu þjóðarinnar ásamt öllum rétti á nýtingu þeirra,engvir einstaklingar eiga að geta eða komast upp með að sanka að sér einkarétti á nýtingu auðlindana eða veðsett.verðið á veiddum fiski ætti að standa vel undir öllum kostnaði við leigu til ríkisins og rekstri skips og skila nægu fé í vasa fyrrverandi kvótakónga til að viðhalda þeim og fjölskyldum þeirra og vel það.
Við Íslendingar eigum að lifa í sátt við landið okkar og nýta auðlindir þess til sjávar og sveita,líkt og bóndinn sem leggur sjálfan sig í lífshættu við að bjarga einu lambi en hikar ekki við að senda í sláturhús að hausti,en passar svo búpeninginn og velferð hans af öllum sínum mætti yfir veturinn,líkt er með landið við eigum að nýta gæði þess og auðlindir,við eigum að varast öfgar í hvora áttina sem þær beinast,til nýtingar eða verndar.Þjóðin þarf að lifa í landi þessu og af því,víst er að öfga-náttúruverndarsinnar koma ekki með raunhæfar lausnir á vandamálum og þeim er líkt og gróðahyggjufíklum alveg rennislétt sama um afkomu þjóðarinnar og ætti öllum sem upplifa núverandi kreppu að vera það ljóst.
Ísland er mitt og þitt og okkar að passa það í nútíð,fortíð og framtíð.
Þetta er mín skoðun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar