2.8.2009 | 20:51
Kappróður
Ég var með góðan gest í síðustu viku frá Færeyjum og þegar hann sagði mér að færeyska sjónvarpið ætlaði að senda beint út frá kappróðrinum á Ólafsvöku græjaði ég flatskjáinn og tölvuna saman og svo með nýlagað kaffi í bollanum og koníak í staupinu settumst við niður og horfðum á útsendinguna,sem tókst í alla staði vel nema við misstum af keppni 10 manna bátana sem var víst sú mest spennandi í áraraðir,en sendingin frá Færeyjum fraus akkúrat er sú grein var að hefjast.
Keppni í kappróðri er þjóðaríþrótt Færeyinga og haldnar eru um 4 eða fl svo kallaðar stefnur og haldnar nokkurskonar útihátíðir samfara keppninni,og safna vinningsliðin stigum miðað við árangur í hverri keppni og svo er lokakeppnin haldin á Ólafsvöku,það er keppt í 6 manna,8 manna og 10 mannaförum bæði karla og kvenna oldboys og ungliða og eru engin takmörkun á fjölda í hverjum flokki og keppt í riðlum ef fl en 6 lið eru í hverjum flokki.
Bátarnir eru í sérflokki og hver og einn þeirra algjör listasmíð og skipasmiðirnir sem byggðu hvern og einn bát sannkallaðir listasmiðir,allir eru bátarnir byggðir úr sérvaldri eik eða furu og þarf viðurinn í hverri fjöl að liggja réttur svo styrkurinn sé sem mestur og efnið sem léttast,því átökin við róðurinn eru mikil,eins er með árarnar þær eru úr sérvöldu efni einnig,ég hef skoðað suma bátana sem eru allt að 40 ára að sögn og sumir jafnvel eldri og verð ég að segja að ástand þessara fleyja er ótrúlega flott og ég er þess viss að ef þeir Gunnar Marel afi og Gunnar Marel víkingaskipssmiður skoðuðu bátana yrðu þeir hrifnir af bæði laginu,handbragðinu og því hvernig bátarnir fara í sjó,en það er keppt í róðrinum þó að það sé svolítil alda og ágjöf.
Æfingar áhafna hefjast yfirleitt upp úr áramótum með þrekþjálfunum og á sjó um april og það er ekki allra að komast í áhafnir og fóstursonur minn sem var á svokölluðum Skopunarbát sagði mér að sumir hafi ælt eftir æfingarnar og í keppni er algengt að sjá menn og konur gjörsamlega örmagna eftir átökin,en róður er eitthver sú íþróttargrein sem tekur mest út af líkamlegu þreki,lappir ,bak,kviður axlir og handleggir allt þetta verður að vera í toppformi ef árangur á að nást.
Í keppni er róið 1000m og það er ótrúlegt að sjá hvernig áhafnirnar ná saman á bestu bátunum,6,8,10 einstaklingar ná svo mikilli samhæfingu að svo virðist sem einn,áralagið ýmist stutt eða langt eftir því hvort verið er að taka sérstaklega á eða halda áunnu forskoti og síðustu 100-200 metrana þegar allt er lagt undir til að ná vinning þá er eins og bátarnir lyftist upp í átakinu og hraðinn vex ótrúlega tilkomu mikið að sjá kanske 2-3 báta vera keppa um fyrsta sæti og bara stefnisbreiddin skilur á milli báta.
Hvers vegna er ég að fjasa um þetta,jú ég sem fæddur og uppalin að mestu í eyjum vandist því frá æsku að fylgjast með kappróðri á Sjóamannadaginn og var mikið lagt upp úr þessum róðri og upp á vegg hérna hjá mér hangir mynd af áhöfn Vélstjóra í Eyjum að loknum róðri og vinning í 6 mannaförum,og man ég að þá var lögð mikil rækt við æfingar og bátana sem voru líkt og Færeysku listasmíði,þessi frábæra íþrótt hefur orðið í árana rás að hálfgerðu olbogabarni og lítið sem ekkert gert til að halda henni við eða efla,ég skoðaði bátana sem eru í gæslu í Nauthólsvík síðasta vor og mér datt ekki í hug annað það ætti að henda þessu plastrusli þannig var ástand þeirra,kjöljárn laust frá sumstaðar og brot í plastinu sumstaðar og í hreinskilni sagt hörmulegt ástand.
Ég ætla að halda áfram með þessar hugleiðingar í næsta bloggi og reyna að benda á hvað mér finnst að við ættum að gera í þessu máli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 2. ágúst 2009
Um bloggið
Sigurlaugur Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Argjabáturinn/Færeyjum stutt myndband um æfingar og keppni færeyingar á langbátum í Englandi
- Tíu manna för,keppni. Þetta myndband sýnir vel róðrarlagl og samhæfni áhafna
- Æfingarróður. Þetta sýnir vel róðaræfingar og hvernig þeir stilla sig saman,og takið eftir hraðanum sem þeir ná
- Veastmannaeyjar/Reykjavík sigling um 1920-30 Þetta fann ég inni á túbuni og sýnir siglingu við Eyjarnar og Rvk
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar