Hin ógurlegi Watson.

Ég sat eitt kvöldið fyrir skemstu og horfi á þátt á fjölvarpinu,þátturinn var um hið afrekum hlaðna andóf Sea Shepart samtakana á skipi sínu sem heitir Stewe Irving.

Þarna fannst mér ég hafa fundið fróðlegan þátt og athyglisverða afstöðu til hvalveiða,því eins og allir vita titlar Watson sig sem eina virka manninn gegn hvalveiðum og eins og kom fram í þættinum,allir aðrir eru bara með sýndarmensku.

Ég átti á engann hátt von á þeirri afspyrnu lélegu sjómennsku og sýndarmensku sem obinberaðist í þættinum og er hissa á að ekki skuli hafa orðið meiriháttar slys í þessari ferð,annað eins safn af egoistum og eiginhagsmunar seggjum líkt og er þarna um borð er vand fundið,alveg sama hvað fór úrskeiðis alltaf benntu menn hver á annann og ásakanir gengu á víxl og hinn ógurlegi kapteinn lokaði sig bara inni í klefa sínum.

Eitt dæmi,það átti að æfa sjósettningu á slöngubát og stjórnaði bátsmaður þeirri æfingu,farið var yfir tæki og tól bátsins og síðan valdir einstaklingar sem ættu að manna bátin í fyrstu sjósettningu,þarna voru fyrstu mistökin gerð,allir óvanir og fengu bara almenna lýsingu á því hvernig báturinn virkaði.

1 stýrimaður átti að halda við bóglínu bátsins og þar komu mistök no 2 hann hélt lauslega í spottann og var þvert af slöngubátnum í stað þess að færa sig og fram og festa línuna svo hann gæti örugglega haldið henni stífri og bátnum í sömu stefnu og skipið sigldi,báturinn var hífður út fyrir lunningu og fólkið fór um borð og svo var slakað,mistök no 3 og 4 mótorar bátsins voru ekki gangsettir áður en slakað var,þannig að hægt væri að beita þeim um leið og báturinn lenti í sjó,eins var krókurinn sem notaður var við hífinguna ekki sleppikrókur,þannig að ekki var hægt að húkka úr nema komin væri slaki á vírinn.mistök no 5 óvanur maður á krananum.

Slysið,um leið og báturinn snerti vatnið þá var hann eðlilega á sömu ferð og skipið og stefni bátsins vissi út frá siglingarstefnu c 15-20 gráður og um leið og í vatnið kom leitaði stefnið út og báturinn hallaðis á bakb og í stað þess að slaka vírnum hélt kranamaðurinn við og stýrimaðurinn sem hafði staðið þvert af bátnum með bóglínuna missti öll tök og bátnum hvolfdi og 4 manneskjur í hafið,að vísu í flotgöllum,tíminn sem leið frá því að báturinn snerti vatnið og séð var hvert stefndi þar til að Watson hin ógurlegi gaf skipun um að stöðva vélarnar var svo langur að fólkið í sjónum var komið vel aftur fyrir skip þegar hringt var á full stopp.

Ráðaleysið sem í hönd fór um hvernig ætti að bjarga fólkinu sem í millitíðinni var búið að skríða upp á  botn bátsins,var ótrúlegt 2 varabátar sem voru á dekkinu voru ógagfærir og þó nokkrar tilraunir með kastlínu voru gerðar og það var ekki fyrr en læknir skipsins skaut línu út í bátin með skotlinutæki að  björgun gat hafist,mest allann þann tíma stóð Watson úti á brúarvæng og horfði á án þess að aðhafast nokkuð,eða reyna að keyra skipið að fólkinu sem var í sjónum.

Ég sat gáttaður og horfði á þessar æfingar,áhöfn skips á leið í slikar aðgerðir sem þetta skip var að fara í þarf að vera virkilega vel þjálfuð og viðbúinn öllu,þarna var hver kollhúfan upp af annari og þeir sem áttu að stjórna óhæfir og aðgerðalausir.

Þetta var bara eitt af mörgum atriðum sem að úrskeiðis fóru í þeim þætti sem ég sá og er seinni þatturinn ósýndur.

Ég hafði ekki mikið álit á þessum samtökum og ekki lagaðist Það við þessi ósköp og rökin sem sett voru fram um aðgerðir þeirra gegn hvalveiðum fáránleg svo ekki sé meira sagt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband