Vesturhöfnin að miðbakka.

Í gær laugardag gekk ég með tíkina mína um hafnarsvæðið frá Miðbakka út að því sem eitt sinn var Hraðfrystistöðin og Ellingsen.

Það sem áður var Daníelsslippur er nú malbikað plan og horfið allt sem minnti á skipasmíðar og viðhald gamla Gullborgin stendur í flæðamálinu fast upp við Bæjarútgerðarhúsið,og fúnar þar niðurGullborgin 

og við nánari skoðun er hún farin að gisna á síðum og botni og kjölurinn farin að merjast undan kubbunum sem hún stendur á.

Þar sem ég stóð og skoðaði bátinn þá komu upp í hugann myndir frá vertíðum þar sem þetta skip virkaði eitthvern vegin lifandi,sjómenn við vinnu á dekki ýmist í löndun,eða vinnu í trolli eða netum,ýmist nýkomið í land eða á leið í veiðitúr,notalegt að kíkja um borð í kaffi og spjall og ilmur af tjöru olíu og fiski,skipið nýskverað og málað og flott.StefniðÍ dag er þetta að grottna niður og ekki útlit fyrir að það verði gert upp á næstunni,virkilega illa komið fyrir þessu glæsta skipi.

Aftan við Gullborgina á floti við bryggju þá sem að tilheyrir í dag Sjóminjasafninu Víkin liggja gamli Magni og fjær Óðin,Magni mun að ég held vera fyrsta stálskipið sem smíðað var hérlendis í Stálsmiðjunni og eftir áratuga þjónustu var honum lagt og stefndi í að hann færi í brotajárn,en var að lokum tekin upp í slippinn við Mýrargötu og þar var hann skveraður og málaður og gerður flottur en vélin í honum,sem er að ég held 1000 h Deutch(kann ekki að skrifa þetta vélarnafn í augnablikinu)mun vera ónýt og ekki hægt að laga nema með ærnum tilkostnaði að öðru leiti er Magni í toppstandiDráttarbáturinn Magni

Óðin sem liggur hinu megin við bryggjuna er í topp standi og væri hægt að gera siglingarkláran með stuttum fyrirvara.

Saga Óðins sem björgunar og varðskip er frá 1959 og hefur komið við sögu í mörgum frækilegum björgunum og skip og áhöfn bjargað mörgum mannslífum við ótrúlegar aðstæður en frægust mun vera björgunin undir Grænuhlíð,ég var á honum á Grímseyjarsundi þegar við björguðum áhöfninni af Þengli í gjörsamlega arfavitlausu veðri 1979,en þá nótt fórust 4 bátar aðrir en Þengill og áhafnirnar hurfu í hafið,sú nótt mun aldrei hverfa úr minningu minni né annarra sem leituðu og fjölskyldum þeirra er fórust,þá nótt sýndi Óðin og sannaði sjóhæfni sína og stjórnendur skipsins getu sína með frábæri sjómennsku og í þeim ólgusjó var settur út slöngubátur sem undir stjórn Sófusar bátsmans og Birgis 1 stýrimans sóttu áhöfn þengils og komu þeim um borð í Óðin heilum,sögu þessa skips þarf að skrá og geyma.

Hinum megin þar sem áður stóð Stálsmiðjan er nú plan og malbikaður vegur um svæðið,en Slippurinn er enn til staðar og eru báðir sleða í notkun og verður eitthvað áfram þar sem bankahrunið stöðvaði allar fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu.

img_2477.jpgÞarna var nýlegur bátur í skveringu og málun og virkilega fallegur,en frekar stuttur með síðan botn og kjöl,ég held að þarna sé einn af Kínabátunum en er þó ekki viss.

En þetta er orðið algengt skipslag og trúlega eru þetta stöðugir bátar með gott lestarpláss og lokuðu aðgerðardekki,mér finnst þetta vera flottar línur í skipinu.

Ekki man ég í svipan hvað bryggjan heitir sem hvalbátarnir liggja við en þar virðist vera að færast líf í bryggjuvinnu,annars vegar Hvalbátarnir og hinu megin hvalaskoðunarbátarnir og er stöðugur straumur af túrhestum sem vilja skoða þessar miklu skepnur sem hvalirnir eru,eins að skoða Hval 6 og 7 þar sem þeir liggja hálf afskiptir og viðhaldslausir að sjá og mætti Hvala-Loftur eyða smá pening arðinum af Granda í að mála og hressa upp á útlit skipana. Hvalur 7 

sem er til skammar,ekki síst fyrir þá sök að skrokkar skipana og vélar eru í góðu standi,en rafmagn og timburverk í íbúðum ónýtt eftir að hafa verið sökkt við bryggju af sea shepart samtökunum í skjóli nætur.

Þessi skip eru löngu orðnir safngripir og vélarnar í þeim sem eru gufuknúnar ,þarna er kopar og eir mikið notað og sveifarás og gangverk hrein völundarsmíð sem má alls ekki glatast og það að Hvalur 8 og 9 eru í fullkomnu lagi og notkun og þar með allur trissubúnaður sem er sérstaklega hannaður til að taka á móti og dempa átökin sem verða er hvalirnir eru skotnir,sem er flókin og mikill búnaður í lestum skipana,þetta má hreinlega ekki glatast eða þekkingin á notkun á hans.

Burtséð frá notkun skipana og hvalveiðar og skoðanir fólks á þeim þá verður að halda svoleiðis á málum að skipunum verði bjargað er notkun þeirra verður hætt,hvenær svo sem það verður.

 

Lengra út á bryggjunni lá einn af flottari línubátum á landinu nýkomin úr slipp og verið að gera kláran á veiða á ný en hann heitir Tjaldur og hefur reynst happaskip,og á endanum var annar bátur sömuleiðis ný skveraður og verið að gera kláran á sjó.

Hvalaskoðunarbátarnir lágu á móts við Hvalveiðabátana og þar á meðal gamla Eldingin sem Hafsteinn siglingarkappi lét smíða að mig minnir í Stálsmiðjunni í Garðabæ og lenti í alskyns vandræðum með smíðina vegna gjaldþrots skipasmiðjunnar,en hann hefur gefið út bók um það mál og saga þess báts mikil,eins er þar tvíbytna sem notuð er til skoðunar og gamalt nótaskip sem bækistöð og sýningar og veitingarsalur,svo er þessi líka flotta snekkja sem liggur við flotbryggjuna og er hægt að fá hana leigða í einka skoðunarferðir,annars er flotbryggjan oft forvitnilegur staður því þar liggja stundum skútur sem eru komnar langt að og sumar hverjar virkilega flottar.

Smábátarnir liggja svo snyrtilega frágengnir við hinar flotbryggjurnar og upp af þeim(bryggjunum)eru gömlu beituskúrarnir að öðlast nýtt líf og hefur Sægreifinn verið þar aðal drifjöðurin og núna eru þarna fiskbúð og antiksala þar sem alskyns dótarí tengt sjónum öðlast nýtt líf og ekki má gleyma Búllunni hans Tomma með sína hamborgara og franskar,eitt sinn var mynd af þessari búllu sem þá var kaffistofa á forsíðu Helgarpóssins sáluga undir fyrirsögninni "Náttúrulaust kaffihús" en það var vel sótt af starfsmönnum Slippsins og Stálsmiðjunar og voru menn ekki alltaf í sparifötunum í þeim heimsóknum,en það mun hafa farið í pirrurnar á blaðamanninum.img_2468.jpg

Svo komum við að gamla flóabátnum Baldri sem liggur niðurnjörvaður með sverum stál stögum og gegnir hlutverki veitingarstaðar en lítið eftir af honum sem minnir á skip,og svo er komið á Miðbakkann þar sem viðlegukanturinn er girtur af með 2 metra girðingum til þess að meina fólki aðgang,er annars vegar og hins vegar bílastæði og útisýning á sögu hafnarinnar. 

Eftir þessa göngu með tíkinni Bylgju þá var hún sett inn í bíl og ég labbaði yfir í gamla vöruskemmu Eimskips sem á sínum tíma var byggð sem hluti af veg sem liggja átti frá Skúlagötu ofaná Faxaskemmum Miðbakkaskemmu og áfram inn á Mýrarhúsagötu,þau plön döguðu upp í einni kreppunni,á efri hæðum skemmunnar á miðbakka er Tollstjóri með alla sína lögfræðinga sem gera menn og annan gjaldþrota í lange baner og hinum hæðunum skattmann sem dundar við sömu iðju og svo á jarðhæðinni er skransala sem kallast Kolaportið þar sem hægt er að fá drasl á fáránlega dýru verði og góða hluti fyrir nánast ekki neitt,en fisksalarnir þarna hafa fundið góða verðmerkingarvél og mér finnst bæði ódýrara og betra að versla mitt fiskmeti á Sundlaugarveginum og fá bæði betra verð og skemmtilegt spjall með,en svo inn í kaffistofuna í portinu þar má oft sjá Vestmannaeyjinga á milli kl 11 til 11,30 á laugardögum bæði brottflutta eyjamenn og eyjamenn í menningarreisu upp á þessa útey Vestmanneyjaklasans.img_2491_878260.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 13665

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband