Áfram með kappróðurinn.

Jæja þá er að halda áfram þar sem frá var horfið og setja fram hugmyndir um hvernig mér finnst að hefja mætti kappróður á venjulegum árabátum upp á hærra plan og koma þessari frábæru íþrótt á kortið um allt land.

Sjómannadagsnefndir um land allt hafa flestar yfir svona kappróðarbátum að ráða og má segja að bátarnir standi á þurru landi 11 og 1/2 mán engum til gangns og jafnvel grotna niður af hirðuleysi, á sama tíma keppast byggðarlög um að finna upp á eitthverju sem gæti lokkað ferðamenn og almenning á t.d. Danska daga,Færeyska viku,Síldarævintýrið á Sigló,Degi hafsins á Dalvík og þessi listi er langur,hvers vegna mætti ekki fá ungmennafélög,íþróttarfélög,bæjar og þorpsklíkur til að manna svo sem einn eða fl báta og hefja æfingar nú í feb,mars og stefna á keppni t.d á vestfjörðum í maí,norðurlandi í júni,austulandi í júlí,suðurlandi í ágúst og lokakeppni í eitthverju af stóru bæjarfélögum landsins.

Þessar keppnir mætti tengja við eitthverja af þeim uppákomum sem ég nefni hér að ofan og er ég handviss um að á 3-5 árum yrði þessi keppni hin mesta skemtun og mikið aðdráttarafl fyrir viðkomandi bæjarfélög og draga að ferðafólk og um leið klink í kassann,góða og fjölskylduvæna skemmtun þar sem að einfaldlega besta bátsáhöfnin vinnur í hverjum flokki fyrir sig og líkt og frændur okkar í Færeyjum gætum við borið bát með formanni í sigurgöngu inn á aðaltorg hvers staðar í sigurvímu.

Keppnisreglur í svona keppni eru ekki flóknar og mætti taka upp þær færeysku óbreyttar í öllum flokkunum og slípa þær svo til eftir því sem keppnini vex fiskur um hrygg,frændur okkar myndu með gleði rétta okkur hönd í þessu sem öðru og vera okkur innan handar í alla staði.

Núna er vakning um allt land er varðar hið gamla handbragð er varðar smíði á trébátum og er ekki seinna vænna að bjarga þessu forna smíðalagi sem smíði smábáta og áraskipa krefst og um leið og kappróður sem sport myndi vaxa yrði smíði og smíðarlag trébáta viðhaldið og gömul þekking verða almenn á ný,svo það er alveg sama hvernig á þetta er litið þetta er hreinn gróði allra þeirra sem að þessu kæmu, íþróttin myndi eflast,gamlat handbragð öðlast verðugan sess og endurnýjun,bæjarfélög fengju umfjöllun fyrir lítinn tilkostnað,bæjarbúar og aðrir sem reka verslanir og veitingastaði hagnast.

Eitt sem ég hef ekki fjallað um er að í þessu sporti er illa hægt að koma við bolabrögðum eða óheiðarlegri framkomu,vinningur byggist á æfingum,þreki,samhæfingu,bátalagi,sjólagi og dagsformi,ekki hægt að senda eitthvern út á völlin til tækla þenna eða hinn,eða taka þennan úr umferð eða blokkera,æfa,æfa og æfa,bátarnir yrðu að lúta ákveðnum reglum um smíðalag og lengd í hverjum flokki, árar yrðu að standast ákveðnar kröfur en samt væri nægt svigrúm til að þróa og bæta skip og árar til að gera keppnina um bátalag virkilega spennandi.

Ég skora hér með á Sjómannadagsráð,bæjar og sveitarfélög,íþróttarfélög,stéttarfélög og alla sem hugsanlega hafa vilja og hug til að gera eitthvað í þessu og koma þessari gömlu og göfugu íþrótt til vega og virðingar,allir þið sem lesið þetta blogg,ef þið þekkið eitthvern sem hugsanlega getur stuðlað að því að gera þetta að veruleika,endilega ýtið við honum og ef það dugar ekki sparkið í hann og ef það ekki virkar tékkið á hvort viðkomandi sé á lífi,í mörgum bæjarfélögum eru svo kallaðir menningarfulltrúar ýtið við þeim,komið þeim af stað,það er nægut tími til að byrja svona dæmi af alvöru í vor í Maí,endilega taka þessa hugmynd upp og koma henni áfram.

Kv Laugi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Laugi, loksins læt ég verðp af því að lesa þetta og hugleiða. Mér líst vel á þessa hugmynd þína og þarna ættu sjómennirnir og þeirra félög að hafa frumkæði að því að koma þessu á. Þetta kostar vinnu og einhverja peninga þó bátarnir séu til þarf að koma fyrir aðstöðu til æfinga og það er ekki nóg að hafa bara eina áhöfn á róðrabátana það þyrfti að stofna félög eða hop af ungum mönnum sem hefðu áhuga á  þessari íþrótt. Ég er ekki í vafa um að það fengjust strákar í þetta, þú sérð áhugan hér í Kópavogi og Hafnarfirði á siglinngaklúbbum. En það vantar að auglýsa þetta upp og hafa vegleg verðlaun, þá  held ég að þetta gangi upp.

Kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 28.1.2010 kl. 20:58

2 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Sæll Sigmar.

Já mér er þetta svolítið hugleikið og finnst þessi íþrótt hafa sett niður í áranna rás, á meðan færeyingar hafa verið í smá útrás og hafa allavega 3 áhafnir af tíu manna förum farið meðal annars til Danmörku og sýnt kappróður þar,og allavega ein áhöfn farið til Englands og keppt þar í hefðbundnum róðri á langbátum sem stórþjóðir hafa notað í keppnum milli háskóla og stóðu sig vel.

Ég væri alveg til í að standa að því að senda erindi um þessi mál til allra þeirra sem eru með róðrarklúbba og sjómannadagsráða um landið ásamt íþróttarfélögum,ég veit að að meðaltali er ekki nema eitt far gert út í keppni frá hverjum aðila eða langflestum hjá frændum vorum.

En líklega er það rétt hjá þér að ferða og uppihaldskostnaður ásamt viðhaldi báta kostar eitthvað,en ég trúi ekki að það sé áhugi til staðar muni það vera hindrun.

En mikið væri það gaman að reyna að koma þessu af stað.

Kv Laugi 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 29.1.2010 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 13665

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband