Netaróður 1975 á Árntýr VE 115


Vetrarvertíðina 1975 var ég á Árntýr VE 115 frá eyjum og ættla að rifja upp fyrsta róðurinn,sem var ansi skrautlegur og gaf ekki góð fyriheit um komandi vertíð.

Flestum fannst það vera hálfgert glapræði að ættla að fara að róa á netum á 51 tonna trébát á vertíð,því þá voru trébátarnir af þessari stærð flestir á trolli og þóttu of litlir til netaveiða og gekk okkur af þeim sökum illa að manna bátinn og tók Gunnar það ráð að ráða 2 ameríkana sem voru í eyjum,annann sem kokk en hinn sem háseta,er skemmst frá því að segja að kokkurinn var ónothæfur en hásetinn reyndist hörkuduglegur og var með okkur alla vertíðina.

En hvað um það ræsið kom um kl 4,30 um morgunin og við vorum komnir í fyrstu bauju um kl 07 og byrjuðum fyrsta dráttinn á vertíðinni,við vorum 7 á og urðum aldrei fl þessa vertíð,veður var það sem kallað er kaldaskítur og töluverð alda,en ekkert sem okkur fannst til um.
Strax er við komum út fyrir Ystaklett varð kokkurinn verulega sjóveikur en reyndi að bera sig mannalega,náði hann að setja brauð og skyr á matborðið og eitthvað af ofanáleggi,en við löguðum kaffi sjálfir á útleiðinni er við sáum ástandið á mannskapnum,en við vorum 4 vanir til sjós og höfðum verið árið á undan á bátnum.
Svo kom kallið "bauja" og netavertíðn hófst,við þessir vönu vorum fremstir á borðinu og var Steve (hásetinn) settur á skífuna,það er að segja hann dró netin út af spilinu,vélstjórinn Valdi var á rúllunni og stjórnaði hraðanum á spilinu og ég og stýrimaðurinn fremstir í úrgreiðslunni,kokkurinn var settur á garðinn eins og það var kallað,en það var að leggja niður flotteinin með hringjum þannig niður á dekkið að það flæktist ekki þegar netin voru lögð aftur og annar af nýju mönnunum á steinateininn,en steinunum þurfti að raða vel niður á dekkið,þannig að sem greiðlegast gengi að henda þeim út aftur,því netin voru lögð á töluverðum hraða út og varð að henda steinunum hratt út.
Það gekk hægt að draga inn netin og seint að komma þeim aftur af borðinu,því ásamt sjóveiki virtist sérstaklega mikill áhugi kokksins beinast að máfunum sem flögrðu við bátinn ásamt múkkanum,kokkurinn virtist vera heillaður af þessum fuglum að átti það til að leggja frá sér netadræsurnar og stara á fuglana og reyndi að fá okkur hina til þess sama.
Gunnar skipstjóri var í brúnni og tók andófið og reykti pípustertinn sinn af ákefð,og hann hafði fundið eitthverstaðar gamlann stráhatt,sennilega undrahattinn hans Ása i Bæ,og hafði troðið honum á hausinn á sér þannig að maður sá bara pípuna sem kom út úr skegginu sem var raupbirkið og úfið í besta falli,og hattinn(þessi hattur reyndist vera hinn mesti happa hattur því þegar karlinn var með hann á hausnum fiskaðist verulega vel í netin)Gunnar var yfirleitt hinn mesti geðprýðismaður og skipti sjaldann skapi nema ef vera skildi við meðeigandann,en þeir áttu það til að senda hvorum öðrum tóninn.
Hatturinn skilaði sér vel þennann morgun og vel í af vænum fiski,er líða tók á morguninn fór okkur að svengja en koksi var ekki á þeim buxunum að hætta fuglaskoðun sinni og fór hvergi,við hinir skutums niður á milli trossa og fengum okkur brauð og kaffi til að sefa hungrið og hugsuðum kokksa þegjandi þörfina,enda ungir og þurftarfrekir til matarinns.
Drátturinn gekk svona þokkalega og fikiríið gott,og þurftum við stundum að stoppa dráttinn og blóðga fiskinn niður í lest,komið var fram á dag og ekkert bólaði á matnum og kauði lét sér fátt um finnast,athugasemdir okkar hinna um að fara að elda.
Veðrið versnaði er leið á daginn og drátturinn varð erfiðari og gekk hægar og nú tók koksi upp á því að hverfa aftur í skut í hvarf frá okkur hinum og dvaldist honum allaf lengur og lengur í þessum ferðum sínum,og þar koma að Gunnari var nóg boðið,enda hafði enginn haft rænu á að færa honum kaffi eða matarkyns afturí stýrishús og dampurinn var allaf dekkri og dekkri frá pípunni,að lokum kallaði karlinn fram á dekk og bað okkur að gá að því hvað Helv,,,, maðurinn væri að gera þarna aftur á rassgati,og kom það í minn hlut að fara að gá.
Þegar ég kom aftur fyrir stýrishús gaf á að líta,hurðin á kamrinum var opin og þar á fötuni sat koksi með brækurnar á hælunum og berann gumpinn á föturöndinni,hélt hann með annari hendi um magann og hina notaði hann til að halda hurðinni opinni svo hann sæi fuglana,mér eiginlega datt ekki í hug matur,því það sem maðurinn hafði innbyrt af slíku um morguninn áður en sjóveikin sagði til sín,var nú vel dreift um nærfötin og fötin sem voru á hælum hans,koksa brá við er hann sá mig og spurði mig hvatlega hvort ég sæi ekki að hann væri á (the toilett)og hvort við íslendingar kynnum enga mannasiði,þetta væri privat moment og hann vildi fá peace to do my thing,með það stóð sveinninn á fætur og hisjaði upp um sig brækurnar tuldrandi um að I better go an fix some fucing food on the table,þar sem hann var ekki með sjógallann utan á sér sá ég að hin hvörfin voru sennilega sama eðlis og þetta og báru brækur hans því greinilega vitni.
Ég hraðaði mér upp í brú og tjáði Gunnari sýn mína aftur á,Gunnar var fár við og tautaði ljótt,svo sagði hann það verður ekkert eldað hér um borð í dag,og hef ég fjandinn hafi það engann áhuga á að láta manninn elda mat ofaní mig svona á sig kominn.
Var ekki að orðlengja það að karlinn hætti við að draga síðustu trossuna og snéri stefninu í land,þar sem við fengum lens á stíminu inn urðu velturnar jafnari og sjóveiki koksa minkaði og ættlaði hann að fara niður í lúkar og elda,en við hinir vorum aldeilis ekki á því að hleypa honum niður til okkar svona sjógallalausum og þurfti hann að standa uppi við kappa á heimleiðinni,var hann reiður og sendi okkur tóninn um að við þyrftum að gera það up við okkur hvort við vildum éta eða ekki,aðra stundina kvörtuðum við undan því að fá engann mat og svo kæmum við í veg fyrir að hann gæti eldað,hvað við værum eiginlega að meina með þessu framferði,en við gáfum okkur ekki.
Við komum að landi um 4 leitið og vorum búnnir að landa og ganga frá fyrir sjónvarp og komnir heim.
Ekki var ég búinn að vera heima nema cirka kl,tíma er það var bankað á útidyrnar og fyrir utan var koksi,hann var reiður og sagði að við strákarnir værum búnnir að grenja og væla um mat allann daginn og svo hefðum við komið í veg fyrir að hann gæti eldað á heimleiðinni svo núna væri hann loksins búinn að gera matinn og við gætum bara dr,,ast um borð að éta,það væri allt tilbúið um borð.
Ég hreinlega var kjaftstopp og náði ekki að svara honum einu orði áður en hann strunsaði burt,stuttu seinna hringdi síminn og var þar vélstjórinn í símanum og spurði mig hvort kokkurinn hefði komið,ég sagði svo vera og hvað hann hefði sagt við mig,þessi maður er hreinlega galinn heyrðist hinumeginn í tólinu og svo "þetta á eftir að verða skrautleg vertíð með þetta í lúkarnum" fleirra sagði vélstjórinn en velsæmisins vegna læt ég vera að skrifa það hér.
Ég vil taka það fram að þessi vertíð er ein hin besta sem ég hef verið á og má segja að fall væri fararheill,þó svo að kokkurinn yrði ekki fl túra og hinir óvönu reyndust hinir duglegustu strákar og stóðu sig með sóma.
Eigendurnir að útgerðinni voru virkilega flottir karlar og gott að vinna fyrir þá,Vertíðin hjá okkur skilaði um 670 tonnum af fiski frá 28 feb til 27 apr og trekk í trekk komum við með lestina full og fisk á dekki


Herskip í Sundahöfn.

Ég er einn af þessum mönnum sem hef gaman af því að fara á bryggjurúnt og tek þá gjarnan myndavélina með og mynda skip og báta,enda áhugasamur um allt er viðkemur sjó og sjómensku.

Um daginn fór ég að vanda einn svona rúnt og byrjaði hérna í Grafarvoginum þar sem verið er að breyta gömlum fiskibát í sjóræningjafley, og er það þeir sem eru með skemmtigarðin hérna uppfrá sem standa að þessari framkvæmd,og eru þeir um leið að byggja eitthverskonar þorp við skipið,sennilega eitthvað sem tengist sjóránum,Mér finnst þetta gott framtak og verður spennandi fyrir barnafjölskyldur að koma þarna og skoða og væntanlega leika sér um borð og við skipið.bryggjuruntur_005.jpg

Siðan lá leið mín í Sundahöfn þar sem ég var búinn að sjá að herskip var þar við bryggju,og lék mér hugur að taka myndir af fleyinu og senda á Emil Pál sem er með skemmtilega heimasíðu um báta og fl.

Þarna á bryggjunni er girðing sem nær efti henni endilangri og ein 4 hlið á henni,er þetta tollgirðing og til að koma í veg fyrir að óviðkomandi komi of nærri skipunum sem liggja þarna og væntalega spara tollinum mikla leit um borð í skipum sem stoppa stutt,eða lengi.

Ég ók meðfram girðingunni og stoppaði til að virða fyrir mér skipið,sem var Bandarískt og laglegt svona tilsýndar,um borð voru nokkir áhafnarmeðlimir á dekkinu og virtust lítið hafa fyrir stafni.

Ég stoppaði bílinn og tók mynd af framenda skipsins og var að fara að taka aðra mynd þegar öryggisvörður frá Securitas stóð alt í einu við hliðina á bílnum og spurði mig hvað ég væri að gera þarna og hvort ég væri Íslendingur,ég varð hálf klumsa við og kvað já við að vera Íslendingur og að ég væri bara að sinna áhugamáli mínu og taka myndir,þá sagði vörðurinn mér að um leið og ég hefði stoppað bílinn hefði verið miðað á mig 2 byssum um borð í skipinu og yrði svo þar til ég væri farinn af bryggjunni,ja hvur andskotinn!! datt uppúr mér og horfði á vörðinn,ja þú sérð þá ekki segir hann en,trúðu mér þetta er satt,þeir vilja fá að vita hvað er í bílnum og telja að það geti stafað hættu af honum vegna þess að rúðurnar eru skyggðar,og það var haft samband frá skipinu um leið og þú stöðvaðir bílin og okkur gert að athuga malið.bryggjuruntur_013.jpg

Vörðurinn sem var í alla staði hinn almennilegasti og ekki með neina stæla spjallaði við mig smá stund og kom í ljós að hann var færeyskur að uppruna en verið lengi hér á landi,tjáði mér að venjulega krefðust bandarísku herskipin þess að það væri autt svæði í mílu radíus kring um skipin,en það væri bara ekki hægt að koma því við hér á landi,og eftir smá stund þegar vörðurinn hafði fullvissað sig um að ég ætlaði ekki að sprengja upp skipið eða skaða yfir höfuð neinn kvaddi hann og fór,en merkilegt nokk um leið og hann fór byrjuðuð áhafnarmeðlimir að veifa mér í kveðjuskini,en höfðu áður látið sem ég væri ekki sjánlegur.

Ég verð að viðurkenna að það fór um mig ónotahrollur við það að vita af því að það væri miðað á mig hlöðnum byssum af hermönnum skipsins,en ég lét það ekki stoppa mig og tók nokkrar myndir í viðbót og seig svo af stað í burt frá bryggjunni,en ónotatilfinnigin hvarf ekki fyrr en ég var komin vel í burt af svæðinu,og þegar ég ók burtu stóð tíkin mín við afturgluggann í bílnum og urraði og gelti að skipinu,ég er eiginlega alveg sammála henni í því máli

Ég var vel fyrir utan tollgirðinguna og engin merki sem sögðu til um að mér væri óheimilt að vera þarna eða stoppa bílinn,þannig að ég tel mig hafa á engann hátt hagað mér á neinn þann hátt sem mætti flokka sem ógnandi eða ögrandi og er einfaldlega ekki sáttur við svona hluti.

Ég fór aftur í dag niður í Sunda og sá að þar var komið annað skip en hitt farið og lék ég sama leikinn og síðast,renndi meðfram girðingunni og stoppaði á sama stað og í fyrra skiptið og tók myndir,en núna brá svo við að það voru ein 3 hlið opin og ekki nokkur sála sem veitti mér athygli og 

eini áhafnarmeðlimurinn sem ég sá var niðursokkinn í laptopp sem hann var með á afturdekkinu,enda skipið ekki frá USA  herskip_002.jpg   

 

 


Áfram með kappróðurinn.

Jæja þá er að halda áfram þar sem frá var horfið og setja fram hugmyndir um hvernig mér finnst að hefja mætti kappróður á venjulegum árabátum upp á hærra plan og koma þessari frábæru íþrótt á kortið um allt land.

Sjómannadagsnefndir um land allt hafa flestar yfir svona kappróðarbátum að ráða og má segja að bátarnir standi á þurru landi 11 og 1/2 mán engum til gangns og jafnvel grotna niður af hirðuleysi, á sama tíma keppast byggðarlög um að finna upp á eitthverju sem gæti lokkað ferðamenn og almenning á t.d. Danska daga,Færeyska viku,Síldarævintýrið á Sigló,Degi hafsins á Dalvík og þessi listi er langur,hvers vegna mætti ekki fá ungmennafélög,íþróttarfélög,bæjar og þorpsklíkur til að manna svo sem einn eða fl báta og hefja æfingar nú í feb,mars og stefna á keppni t.d á vestfjörðum í maí,norðurlandi í júni,austulandi í júlí,suðurlandi í ágúst og lokakeppni í eitthverju af stóru bæjarfélögum landsins.

Þessar keppnir mætti tengja við eitthverja af þeim uppákomum sem ég nefni hér að ofan og er ég handviss um að á 3-5 árum yrði þessi keppni hin mesta skemtun og mikið aðdráttarafl fyrir viðkomandi bæjarfélög og draga að ferðafólk og um leið klink í kassann,góða og fjölskylduvæna skemmtun þar sem að einfaldlega besta bátsáhöfnin vinnur í hverjum flokki fyrir sig og líkt og frændur okkar í Færeyjum gætum við borið bát með formanni í sigurgöngu inn á aðaltorg hvers staðar í sigurvímu.

Keppnisreglur í svona keppni eru ekki flóknar og mætti taka upp þær færeysku óbreyttar í öllum flokkunum og slípa þær svo til eftir því sem keppnini vex fiskur um hrygg,frændur okkar myndu með gleði rétta okkur hönd í þessu sem öðru og vera okkur innan handar í alla staði.

Núna er vakning um allt land er varðar hið gamla handbragð er varðar smíði á trébátum og er ekki seinna vænna að bjarga þessu forna smíðalagi sem smíði smábáta og áraskipa krefst og um leið og kappróður sem sport myndi vaxa yrði smíði og smíðarlag trébáta viðhaldið og gömul þekking verða almenn á ný,svo það er alveg sama hvernig á þetta er litið þetta er hreinn gróði allra þeirra sem að þessu kæmu, íþróttin myndi eflast,gamlat handbragð öðlast verðugan sess og endurnýjun,bæjarfélög fengju umfjöllun fyrir lítinn tilkostnað,bæjarbúar og aðrir sem reka verslanir og veitingastaði hagnast.

Eitt sem ég hef ekki fjallað um er að í þessu sporti er illa hægt að koma við bolabrögðum eða óheiðarlegri framkomu,vinningur byggist á æfingum,þreki,samhæfingu,bátalagi,sjólagi og dagsformi,ekki hægt að senda eitthvern út á völlin til tækla þenna eða hinn,eða taka þennan úr umferð eða blokkera,æfa,æfa og æfa,bátarnir yrðu að lúta ákveðnum reglum um smíðalag og lengd í hverjum flokki, árar yrðu að standast ákveðnar kröfur en samt væri nægt svigrúm til að þróa og bæta skip og árar til að gera keppnina um bátalag virkilega spennandi.

Ég skora hér með á Sjómannadagsráð,bæjar og sveitarfélög,íþróttarfélög,stéttarfélög og alla sem hugsanlega hafa vilja og hug til að gera eitthvað í þessu og koma þessari gömlu og göfugu íþrótt til vega og virðingar,allir þið sem lesið þetta blogg,ef þið þekkið eitthvern sem hugsanlega getur stuðlað að því að gera þetta að veruleika,endilega ýtið við honum og ef það dugar ekki sparkið í hann og ef það ekki virkar tékkið á hvort viðkomandi sé á lífi,í mörgum bæjarfélögum eru svo kallaðir menningarfulltrúar ýtið við þeim,komið þeim af stað,það er nægut tími til að byrja svona dæmi af alvöru í vor í Maí,endilega taka þessa hugmynd upp og koma henni áfram.

Kv Laugi

 


Kappróður

Ég var með góðan gest í síðustu viku frá Færeyjum og þegar hann sagði mér að færeyska sjónvarpið ætlaði að senda beint út frá kappróðrinum á Ólafsvöku græjaði ég flatskjáinn og tölvuna saman og svo með nýlagað kaffi í bollanum og koníak í staupinu settumst við niður og horfðum á útsendinguna,sem tókst í alla staði vel nema við misstum af keppni 10 manna bátana sem var víst sú mest spennandi í áraraðir,en sendingin frá Færeyjum fraus akkúrat er sú grein var að hefjast.

Keppni í kappróðri er þjóðaríþrótt Færeyinga og haldnar eru um 4 eða fl svo kallaðar stefnur og haldnar nokkurskonar útihátíðir samfara keppninni,og safna vinningsliðin stigum miðað við árangur í hverri keppni og svo er lokakeppnin haldin á Ólafsvöku,það er keppt í 6 manna,8 manna og 10 mannaförum bæði karla og kvenna oldboys og ungliða og eru engin takmörkun á fjölda í hverjum flokki og keppt í riðlum ef fl en 6 lið eru í hverjum flokki.

Bátarnir eru í sérflokki og hver og einn þeirra algjör listasmíð og skipasmiðirnir sem byggðu hvern og einn bát sannkallaðir listasmiðir,allir eru bátarnir byggðir úr sérvaldri eik eða furu og þarf viðurinn í hverri fjöl að liggja réttur svo styrkurinn sé sem mestur og efnið sem léttast,því átökin við róðurinn eru mikil,eins er með árarnar þær eru úr sérvöldu efni einnig,ég hef skoðað suma bátana sem eru allt að 40 ára að sögn og sumir jafnvel eldri og verð ég að segja að ástand þessara fleyja er ótrúlega flott og ég er þess viss að ef þeir Gunnar Marel afi og Gunnar Marel víkingaskipssmiður skoðuðu bátana yrðu þeir hrifnir af bæði laginu,handbragðinu og því hvernig bátarnir fara í sjó,en það er keppt í róðrinum þó að það sé svolítil alda og ágjöf.

Æfingar áhafna hefjast yfirleitt upp úr áramótum með þrekþjálfunum og á sjó um april og það er ekki allra að komast í áhafnir og fóstursonur minn sem var á svokölluðum Skopunarbát sagði mér að  sumir hafi ælt eftir æfingarnar og í keppni er algengt að sjá menn og konur gjörsamlega örmagna eftir átökin,en róður er eitthver sú íþróttargrein sem tekur mest út af líkamlegu þreki,lappir ,bak,kviður axlir og handleggir allt þetta verður að vera í toppformi ef árangur á að nást.

Í keppni er róið 1000m og það er ótrúlegt að sjá hvernig áhafnirnar ná saman á bestu bátunum,6,8,10 einstaklingar ná svo mikilli samhæfingu að svo virðist sem einn,áralagið ýmist stutt eða langt eftir því hvort verið er að taka sérstaklega á eða halda áunnu forskoti og síðustu 100-200 metrana þegar allt er lagt undir til að ná vinning þá er eins og bátarnir lyftist upp í átakinu og hraðinn vex ótrúlega tilkomu mikið að sjá kanske 2-3 báta vera keppa um fyrsta sæti og bara stefnisbreiddin skilur á milli báta.

Hvers vegna er ég að fjasa um þetta,jú ég sem fæddur og uppalin að mestu í eyjum vandist því frá æsku að fylgjast með kappróðri á Sjóamannadaginn og var mikið lagt upp úr þessum róðri og upp á vegg hérna hjá mér hangir mynd af áhöfn Vélstjóra í Eyjum að loknum róðri og vinning í 6 mannaförum,og man ég að þá var lögð mikil rækt við æfingar og bátana sem voru líkt og Færeysku listasmíði,þessi frábæra íþrótt hefur orðið í árana rás að hálfgerðu olbogabarni og lítið sem ekkert gert til að halda henni við eða efla,ég skoðaði bátana sem eru í gæslu í Nauthólsvík síðasta vor og mér datt ekki í hug annað það ætti að henda þessu plastrusli þannig var ástand þeirra,kjöljárn laust frá sumstaðar og brot í plastinu sumstaðar og í hreinskilni sagt hörmulegt ástand.

Ég ætla að halda áfram með þessar hugleiðingar í næsta bloggi og reyna að benda á hvað mér finnst að við ættum að gera í þessu máli. 

 

 


Vesturhöfnin að miðbakka.

Í gær laugardag gekk ég með tíkina mína um hafnarsvæðið frá Miðbakka út að því sem eitt sinn var Hraðfrystistöðin og Ellingsen.

Það sem áður var Daníelsslippur er nú malbikað plan og horfið allt sem minnti á skipasmíðar og viðhald gamla Gullborgin stendur í flæðamálinu fast upp við Bæjarútgerðarhúsið,og fúnar þar niðurGullborgin 

og við nánari skoðun er hún farin að gisna á síðum og botni og kjölurinn farin að merjast undan kubbunum sem hún stendur á.

Þar sem ég stóð og skoðaði bátinn þá komu upp í hugann myndir frá vertíðum þar sem þetta skip virkaði eitthvern vegin lifandi,sjómenn við vinnu á dekki ýmist í löndun,eða vinnu í trolli eða netum,ýmist nýkomið í land eða á leið í veiðitúr,notalegt að kíkja um borð í kaffi og spjall og ilmur af tjöru olíu og fiski,skipið nýskverað og málað og flott.StefniðÍ dag er þetta að grottna niður og ekki útlit fyrir að það verði gert upp á næstunni,virkilega illa komið fyrir þessu glæsta skipi.

Aftan við Gullborgina á floti við bryggju þá sem að tilheyrir í dag Sjóminjasafninu Víkin liggja gamli Magni og fjær Óðin,Magni mun að ég held vera fyrsta stálskipið sem smíðað var hérlendis í Stálsmiðjunni og eftir áratuga þjónustu var honum lagt og stefndi í að hann færi í brotajárn,en var að lokum tekin upp í slippinn við Mýrargötu og þar var hann skveraður og málaður og gerður flottur en vélin í honum,sem er að ég held 1000 h Deutch(kann ekki að skrifa þetta vélarnafn í augnablikinu)mun vera ónýt og ekki hægt að laga nema með ærnum tilkostnaði að öðru leiti er Magni í toppstandiDráttarbáturinn Magni

Óðin sem liggur hinu megin við bryggjuna er í topp standi og væri hægt að gera siglingarkláran með stuttum fyrirvara.

Saga Óðins sem björgunar og varðskip er frá 1959 og hefur komið við sögu í mörgum frækilegum björgunum og skip og áhöfn bjargað mörgum mannslífum við ótrúlegar aðstæður en frægust mun vera björgunin undir Grænuhlíð,ég var á honum á Grímseyjarsundi þegar við björguðum áhöfninni af Þengli í gjörsamlega arfavitlausu veðri 1979,en þá nótt fórust 4 bátar aðrir en Þengill og áhafnirnar hurfu í hafið,sú nótt mun aldrei hverfa úr minningu minni né annarra sem leituðu og fjölskyldum þeirra er fórust,þá nótt sýndi Óðin og sannaði sjóhæfni sína og stjórnendur skipsins getu sína með frábæri sjómennsku og í þeim ólgusjó var settur út slöngubátur sem undir stjórn Sófusar bátsmans og Birgis 1 stýrimans sóttu áhöfn þengils og komu þeim um borð í Óðin heilum,sögu þessa skips þarf að skrá og geyma.

Hinum megin þar sem áður stóð Stálsmiðjan er nú plan og malbikaður vegur um svæðið,en Slippurinn er enn til staðar og eru báðir sleða í notkun og verður eitthvað áfram þar sem bankahrunið stöðvaði allar fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu.

img_2477.jpgÞarna var nýlegur bátur í skveringu og málun og virkilega fallegur,en frekar stuttur með síðan botn og kjöl,ég held að þarna sé einn af Kínabátunum en er þó ekki viss.

En þetta er orðið algengt skipslag og trúlega eru þetta stöðugir bátar með gott lestarpláss og lokuðu aðgerðardekki,mér finnst þetta vera flottar línur í skipinu.

Ekki man ég í svipan hvað bryggjan heitir sem hvalbátarnir liggja við en þar virðist vera að færast líf í bryggjuvinnu,annars vegar Hvalbátarnir og hinu megin hvalaskoðunarbátarnir og er stöðugur straumur af túrhestum sem vilja skoða þessar miklu skepnur sem hvalirnir eru,eins að skoða Hval 6 og 7 þar sem þeir liggja hálf afskiptir og viðhaldslausir að sjá og mætti Hvala-Loftur eyða smá pening arðinum af Granda í að mála og hressa upp á útlit skipana. Hvalur 7 

sem er til skammar,ekki síst fyrir þá sök að skrokkar skipana og vélar eru í góðu standi,en rafmagn og timburverk í íbúðum ónýtt eftir að hafa verið sökkt við bryggju af sea shepart samtökunum í skjóli nætur.

Þessi skip eru löngu orðnir safngripir og vélarnar í þeim sem eru gufuknúnar ,þarna er kopar og eir mikið notað og sveifarás og gangverk hrein völundarsmíð sem má alls ekki glatast og það að Hvalur 8 og 9 eru í fullkomnu lagi og notkun og þar með allur trissubúnaður sem er sérstaklega hannaður til að taka á móti og dempa átökin sem verða er hvalirnir eru skotnir,sem er flókin og mikill búnaður í lestum skipana,þetta má hreinlega ekki glatast eða þekkingin á notkun á hans.

Burtséð frá notkun skipana og hvalveiðar og skoðanir fólks á þeim þá verður að halda svoleiðis á málum að skipunum verði bjargað er notkun þeirra verður hætt,hvenær svo sem það verður.

 

Lengra út á bryggjunni lá einn af flottari línubátum á landinu nýkomin úr slipp og verið að gera kláran á veiða á ný en hann heitir Tjaldur og hefur reynst happaskip,og á endanum var annar bátur sömuleiðis ný skveraður og verið að gera kláran á sjó.

Hvalaskoðunarbátarnir lágu á móts við Hvalveiðabátana og þar á meðal gamla Eldingin sem Hafsteinn siglingarkappi lét smíða að mig minnir í Stálsmiðjunni í Garðabæ og lenti í alskyns vandræðum með smíðina vegna gjaldþrots skipasmiðjunnar,en hann hefur gefið út bók um það mál og saga þess báts mikil,eins er þar tvíbytna sem notuð er til skoðunar og gamalt nótaskip sem bækistöð og sýningar og veitingarsalur,svo er þessi líka flotta snekkja sem liggur við flotbryggjuna og er hægt að fá hana leigða í einka skoðunarferðir,annars er flotbryggjan oft forvitnilegur staður því þar liggja stundum skútur sem eru komnar langt að og sumar hverjar virkilega flottar.

Smábátarnir liggja svo snyrtilega frágengnir við hinar flotbryggjurnar og upp af þeim(bryggjunum)eru gömlu beituskúrarnir að öðlast nýtt líf og hefur Sægreifinn verið þar aðal drifjöðurin og núna eru þarna fiskbúð og antiksala þar sem alskyns dótarí tengt sjónum öðlast nýtt líf og ekki má gleyma Búllunni hans Tomma með sína hamborgara og franskar,eitt sinn var mynd af þessari búllu sem þá var kaffistofa á forsíðu Helgarpóssins sáluga undir fyrirsögninni "Náttúrulaust kaffihús" en það var vel sótt af starfsmönnum Slippsins og Stálsmiðjunar og voru menn ekki alltaf í sparifötunum í þeim heimsóknum,en það mun hafa farið í pirrurnar á blaðamanninum.img_2468.jpg

Svo komum við að gamla flóabátnum Baldri sem liggur niðurnjörvaður með sverum stál stögum og gegnir hlutverki veitingarstaðar en lítið eftir af honum sem minnir á skip,og svo er komið á Miðbakkann þar sem viðlegukanturinn er girtur af með 2 metra girðingum til þess að meina fólki aðgang,er annars vegar og hins vegar bílastæði og útisýning á sögu hafnarinnar. 

Eftir þessa göngu með tíkinni Bylgju þá var hún sett inn í bíl og ég labbaði yfir í gamla vöruskemmu Eimskips sem á sínum tíma var byggð sem hluti af veg sem liggja átti frá Skúlagötu ofaná Faxaskemmum Miðbakkaskemmu og áfram inn á Mýrarhúsagötu,þau plön döguðu upp í einni kreppunni,á efri hæðum skemmunnar á miðbakka er Tollstjóri með alla sína lögfræðinga sem gera menn og annan gjaldþrota í lange baner og hinum hæðunum skattmann sem dundar við sömu iðju og svo á jarðhæðinni er skransala sem kallast Kolaportið þar sem hægt er að fá drasl á fáránlega dýru verði og góða hluti fyrir nánast ekki neitt,en fisksalarnir þarna hafa fundið góða verðmerkingarvél og mér finnst bæði ódýrara og betra að versla mitt fiskmeti á Sundlaugarveginum og fá bæði betra verð og skemmtilegt spjall með,en svo inn í kaffistofuna í portinu þar má oft sjá Vestmannaeyjinga á milli kl 11 til 11,30 á laugardögum bæði brottflutta eyjamenn og eyjamenn í menningarreisu upp á þessa útey Vestmanneyjaklasans.img_2491_878260.jpg

 

 


Hin ógurlegi Watson.

Ég sat eitt kvöldið fyrir skemstu og horfi á þátt á fjölvarpinu,þátturinn var um hið afrekum hlaðna andóf Sea Shepart samtakana á skipi sínu sem heitir Stewe Irving.

Þarna fannst mér ég hafa fundið fróðlegan þátt og athyglisverða afstöðu til hvalveiða,því eins og allir vita titlar Watson sig sem eina virka manninn gegn hvalveiðum og eins og kom fram í þættinum,allir aðrir eru bara með sýndarmensku.

Ég átti á engann hátt von á þeirri afspyrnu lélegu sjómennsku og sýndarmensku sem obinberaðist í þættinum og er hissa á að ekki skuli hafa orðið meiriháttar slys í þessari ferð,annað eins safn af egoistum og eiginhagsmunar seggjum líkt og er þarna um borð er vand fundið,alveg sama hvað fór úrskeiðis alltaf benntu menn hver á annann og ásakanir gengu á víxl og hinn ógurlegi kapteinn lokaði sig bara inni í klefa sínum.

Eitt dæmi,það átti að æfa sjósettningu á slöngubát og stjórnaði bátsmaður þeirri æfingu,farið var yfir tæki og tól bátsins og síðan valdir einstaklingar sem ættu að manna bátin í fyrstu sjósettningu,þarna voru fyrstu mistökin gerð,allir óvanir og fengu bara almenna lýsingu á því hvernig báturinn virkaði.

1 stýrimaður átti að halda við bóglínu bátsins og þar komu mistök no 2 hann hélt lauslega í spottann og var þvert af slöngubátnum í stað þess að færa sig og fram og festa línuna svo hann gæti örugglega haldið henni stífri og bátnum í sömu stefnu og skipið sigldi,báturinn var hífður út fyrir lunningu og fólkið fór um borð og svo var slakað,mistök no 3 og 4 mótorar bátsins voru ekki gangsettir áður en slakað var,þannig að hægt væri að beita þeim um leið og báturinn lenti í sjó,eins var krókurinn sem notaður var við hífinguna ekki sleppikrókur,þannig að ekki var hægt að húkka úr nema komin væri slaki á vírinn.mistök no 5 óvanur maður á krananum.

Slysið,um leið og báturinn snerti vatnið þá var hann eðlilega á sömu ferð og skipið og stefni bátsins vissi út frá siglingarstefnu c 15-20 gráður og um leið og í vatnið kom leitaði stefnið út og báturinn hallaðis á bakb og í stað þess að slaka vírnum hélt kranamaðurinn við og stýrimaðurinn sem hafði staðið þvert af bátnum með bóglínuna missti öll tök og bátnum hvolfdi og 4 manneskjur í hafið,að vísu í flotgöllum,tíminn sem leið frá því að báturinn snerti vatnið og séð var hvert stefndi þar til að Watson hin ógurlegi gaf skipun um að stöðva vélarnar var svo langur að fólkið í sjónum var komið vel aftur fyrir skip þegar hringt var á full stopp.

Ráðaleysið sem í hönd fór um hvernig ætti að bjarga fólkinu sem í millitíðinni var búið að skríða upp á  botn bátsins,var ótrúlegt 2 varabátar sem voru á dekkinu voru ógagfærir og þó nokkrar tilraunir með kastlínu voru gerðar og það var ekki fyrr en læknir skipsins skaut línu út í bátin með skotlinutæki að  björgun gat hafist,mest allann þann tíma stóð Watson úti á brúarvæng og horfði á án þess að aðhafast nokkuð,eða reyna að keyra skipið að fólkinu sem var í sjónum.

Ég sat gáttaður og horfði á þessar æfingar,áhöfn skips á leið í slikar aðgerðir sem þetta skip var að fara í þarf að vera virkilega vel þjálfuð og viðbúinn öllu,þarna var hver kollhúfan upp af annari og þeir sem áttu að stjórna óhæfir og aðgerðalausir.

Þetta var bara eitt af mörgum atriðum sem að úrskeiðis fóru í þeim þætti sem ég sá og er seinni þatturinn ósýndur.

Ég hafði ekki mikið álit á þessum samtökum og ekki lagaðist Það við þessi ósköp og rökin sem sett voru fram um aðgerðir þeirra gegn hvalveiðum fáránleg svo ekki sé meira sagt.


Nám á launum.

Ég hef stundum verið að furða mig á frelsi kjörinna fulltrúa til borgar og sveitastjórna,til að taka sig upp með familíu og flytja erlendis eða út á land til náms,nú er það ekki svo að ég sé á móti námi,síður en svo og vildi sjálfur hafa haft tök á að mennta mig,nei það sem vekur furðu mína að þessir fulltrúar eru á launum sem sveitar eða borgarfulltrúar og jafnframt eru kallaðir inn varafulltrúar til að gegna störfum námsmananna,= 2 laun fyrir sama verk.

Mér er sem ég sæi yfirmenn Ístaks eða Samherja eða eitthverra annarra slíkra samþykkja að maður sem búinn er að vinna hjá fyrirtækjunum c 6 mán af 4 ára samning,tíkynti þeim að hann væri að fara í nám og þeir gætu lagt launin inn á þennan reikning,og hann hefði mann sem gæti komið inn á meðan og laun hans færu annan reikning,hann kæmi svo að ári eða 2 og kláraði það sem eftir væri af samningnum.Andsk.....held ég að viðkomandi væri fljótur að fá fótinn í rassg...... með kveðju um að láta aldrei sjá sig aftur hjá fyrirtækinu.

Það er viðurkennt að eftir 10 ár í stafi hjá hinu opinbera geti starfsmenn sótt um 1 ár launalaust til starfa eða náms annarstaðar,kostnað af slíku verður starfsmaðurinn að greiða sjálfur,eini rétturinn sem hann hefur er að koma aftur í sama starf að ári liðnu.

Svona reglur gilda um alla nema þá sem fyrirtækin ákveða sjálf að senda í nám og greiða kostnað viða það með launum til viðkomandi að auki,Eflingarfólk getur fengið frí til að fara á námskeið til að afla sér frekari réttinda,og fagfélögin styrkja sína menn að hluta til.

En sveitar og borgarstjórnar fulltrúar(ég veit ekki með þingmenn)eru þeir einu sem geta farið nám að eigin vali á fullum launum,frá störfum sem þeir eru í kosningum búnir að sverja að vera sofandi og vakandi yfir og gæta hagsmuna kjósenda í hvívetna,6 mán seinna komnir í nám langt frá heimabyggð og varamaður komin inn í starfið sem átti að passa svo vel.Er nokkuð eðlilegt við þetta????????.

Þetta hafa fulltrúar "okkar" í öllum flokkum stundað og má nefna Gísla Martein og Ingibjörgu,mér finnst þetta vera algjört siðleysi og hreinlega skil ekki hvers vegna þetta er ekki bannað samkv starfsreglum um störf fulltrúa,en nei slíkar reglur eru ýmiskt ekki til eða hafa dagað upp í nefnd,enda sennilega óþarflega íþyngjandi að mati fulltrúana sem oftar en ekki eru dómarar í eigin málum og eru ekki taka almenning alvarlega nema á kosningadaginn,því þá skipta atkvæðin máli.

Ég held að til að fá leyfi til framboðs í sveitarstjórnar og alþingiskosningum.þyrftu delikventarnir að gangast undir sálfræði og hæfnismat,framkvæmt og samið af ópólitískum fræðingum, það væri þó alla vega viðleitni til að taka á þessum málum.

Svo eru það Þingmennirnir okkar,þeir fá ágætis þingfarakaup og önnur laun fyrir vinnu sína á þingi,sem er að þeirra mati bæði virkilega krefjandi starf og margir vinnutímar í viku hverri,varla tími til að sinna heimili og fjölskyldu,Hvernig í ósköpunum komast þeir þá upp með að sitja í sveitarstjórnum sem aðalfélagar og þiggja þar líka 100 % laun sem á sama hátt og þingfararkaup er reiknað út frá því að viðkomandi starf sé fullt starf.

Er þá ekki eitthvað að gefa eftir í vinnu á öðrum hvorum staðnum,ekki alveg verið að vinna 100% eins og greitt er fyrir??????,Sama held ég að gildi um stjórnarsetu í fyrirtækjum ýmiskonar sem fulltrúar "okkar" sitja í.

Ég held ég skilji ekki neitt af þessu stjórnmálasiðferði eins og það virkar hér á landi 


Kreppu umræðan.

Ég hef eins og flestir Íslendingar,fengið að kenna "útrásaræðinu"lánin hækka ásamt matvöru og öðru,í mér eins og öðrum svellur hugur og bræði vegna þess hvernig þessir menn og konur gátu hreinlega spilað með allt sem Íslenskt er,og sett okkur að lokum í skuldasúpu sem enn er ekki séð fyrir endann á  og enn hafa engvir gengist við að eiga ábyrgð á,hvorki stjórnmálamenn né útrásarflón.

Hjá mér er enginn vafi íhaldið og framsókn eiga þar stærstan hlut í gegnum helmingaskiptakerfið sitt,Björgúlfsfeðgar gegnum íhaldið og Ólafur og Finnur gegnum Framsókn,Íslandsbanki var "frjáls" og þar var hart barist,LÍ'U og íhaldið á móti Bónusfeðgum og fl.

Af hverju eigum við almúginn sem ekki sat við þessi gnægðarborð að borga veisluna,var það ekki Davíð sem sagði að "nú væri Íslenska ríkið laust við alla ábyrgð á bönkunum,þar sem þeir væru komnir í einkaeigu" ég er ekki sáttur við að þotu og þyrluliðið sem nánast er hvergi í eigin ábyrgð,heldur gegnum ehf og hf hefur sett okkur hin á hausinn,situr í velystingnum pragtulegum og sendir frá sér yfirlýsingar.

Núna eru átök um kvótann sem hefur verið átakabein síðan hann var settur,allt í einu urðu kvótakóngar til í að hindra kvótafærslu sem þeir höfðu áður barist fyrir að yrði sett á,allt í einu fara allir kvótaeigendur á hausinn ef afnámið verður að veruleika,núna viðurkenna þeir að kvótinn er í raun þjóðareign,þeir eigi bara einkarétt á að veiða hann,hann erfist eins og um eign sé að ræða og er ásteitingarsteinn í hjónaskilnaði,hann hafur verið leigður út og seldur og allt án þess að sjómenn eða landvinnufólk hafi haft nokkuð um það segja,sjómenn hafa verið þvingaðir til að taka þátt í bæði leigu og kaupum í gegnum hlutaskipti,leigu verð fyrir td óveiddan þorsk hefur farið upp yfir 250 kr kg sem runnið hefur í vasa kvótakóngana,kvóti verið seldur frá eða með skipum gegn loforðum að hann yrði nýttur áfram á sama stað,en verið fluttur burt áður en blekið er þornað.Sumstaðar standa fiskverkunarhúsin sem tómar skeljar,allar vélar og færibönd ásamt öðru lauslegu verið flutt burt,selt eða nýtt annarstaðar,byggðirnar standa eftir með um helming íbúa á atvinnuleysisbótum,hafnarmannvirki grotna niður og verkþekking glatast.

Er það ekki í raun hræsni og gróðahyggja sem ræður ferð í núverandi kerfi,kvótapeningar eru notaðir í ævintýralegar framkvæmdir í gegn um ehf eða hf og kóngarnir vaða um í miljörðum sem skringilega nokk eru fengnir með millifærslum á fisk sem jafnvel er ekki orðin að hrogni hvað þá síli,ef þetta eru ekki loftbólupeningar hvað þá ??????

Afnám kvótakerfisins í núverandi mynd á 20 árum ætti að gefa nægan tíma og ráðrúm til að leysa þau vandamál sem þarf og hafi kvótaeigendur ekki skuldsett óveiddan fiskinn svo svakalega og til svo langs tíma að þeim takist ekki að greiða upp eða breyta lánum,fá jafnvel lán út á bátana sjálfa,ætti þetta að vera nokkuð auðfarið,fyrning kvótans ætti að haldast í hendur við fyrningu lána og dæmið að ganga upp.

Annað af hverju láta kótamenn eins og að við afturköllun kvótans verði sjálfkrafa hætt að veiða fisk hér við land,af hverju ganga þeir út frá því sem gefnu að þeir geti ekki stundað veiðar áfram,hvorki síld né þorskur hverfi úr hafinu og með áframhaldandi heildarkvóta þar sem hæfileg leiga kvóta hvers og eins skips rennur í sjóði almennings,en ekki vasa fárra,ættum við að geta veitt fisk með hagnaði fyrir alla útgerðarmenn,sjómenn,fiskverkendur,verkafólk,byggðarlög og ríki,en ekki að það sé verið að spila póker með lífsbjörg þjóðarinnar.

Auðlindir í hafinu og botni þess eru og eiga að vera eigu þjóðarinnar ásamt öllum rétti á nýtingu þeirra,engvir einstaklingar eiga að geta eða komast upp með að sanka að sér einkarétti á nýtingu auðlindana eða veðsett.verðið á veiddum fiski ætti að standa vel undir öllum kostnaði við leigu til ríkisins og rekstri skips og skila nægu fé í vasa fyrrverandi kvótakónga til að viðhalda þeim og fjölskyldum þeirra og vel það.

Við Íslendingar eigum að lifa í sátt við landið okkar og nýta auðlindir þess til sjávar og sveita,líkt og bóndinn sem leggur sjálfan sig í lífshættu við að bjarga einu lambi en hikar ekki við að senda í sláturhús að hausti,en passar svo búpeninginn og velferð hans af öllum sínum mætti yfir veturinn,líkt er með landið við eigum að nýta gæði þess og auðlindir,við eigum að varast öfgar í hvora áttina sem þær beinast,til nýtingar eða verndar.Þjóðin þarf að lifa í landi þessu og af því,víst er að öfga-náttúruverndarsinnar koma ekki með raunhæfar lausnir á vandamálum og þeim er líkt og gróðahyggjufíklum alveg rennislétt sama um afkomu þjóðarinnar og ætti öllum sem upplifa núverandi kreppu að vera það ljóst.

Ísland er mitt og þitt og okkar að passa það í nútíð,fortíð og framtíð. 

Þetta er mín skoðun 


Vesturhöfnin RVK í dag.

Í dag á vaktinni átti ég tímajöfnun úti á Granda og undanfarin ár hefur mér fundist lífið þar verða dauft og fátæklegt,ef miðað er við þá tíma er ég um 13 ára var að vinna við lestun og losun hjá Togaraafgreiðslunni og seinna á lyftara hjá Eimskip.Á þeim tíma iðaði höfnin af lífi,tjöru og fiskilykt(peningalykt var það kallað þá),gúanóið strompaði þykkum reyk og ýmisk slorlykt eða síldar og seinna loðnu,ilmaði um höfnina,bátar að koma og fara,í fáum orðum sagt höfnin iðaði af lífi.

Undanfarin ár hefur verið svo að vakt eftir vakt hefur nánast ekkert verið að sjá,stöku togari í landlegu,afskrifaðir bátar og Rússaskip og netadræsur við netagerðina.

Í dag var svolítið öðru vísi um að lítast,allt í einu komið lífsvottur,rauður Norsari lá út í eyju og menn að vinna við með háþrýstiþvott um borð,línuveiðari að landa og lyftarar og kranar á ferðinni við gúanóið.Norsarinn

Svo ég fór að skoða og athuga hvað væri í gangi í pásunum hjá mér,jú Norsarinn sem ég er nokkuð viss um að er jafn gamall mér,var hér til að sækja tanka loðnubræðslunnar í Þorlákshöfn og var tækifærið notað til að láta hreinsa og mála um borð og átti að fjarlægja möstur og setja almennilegan krana um borð,maður sem ég talaði við og var að vinna við þetta,tjáði mér að svona vinna hefði aukist til muna eftir hrunið og næg vinna framundan,gott mál í kreppunni,skipið væri með góðan skrokk og væri notað í mjölflutninga í Noregi og væru nokkur slík í notkun,mér er stórlega til ef að Íslendinga myndu nýta slíkt skip,allt of gamalt fyrir okkur.??Flott kranahús

 

 

 

 

 

 

 

Svo snéri ég mér að því að hyggja að Gúanóinu í næstu pásu,þar voru komnir út á plan þurrkarar og fleira úr verkskmiðjunni og eigandi Grandakaffis tjáði mér að það væri verið að rífa innviðina og senda úr landi til uppsetningar annarstaðar,jamm rífa og senda úr landi.Þessi verksmiðja malaði gull fyrir landann þar til lyktin af peningunum fór að fara í taugarnar á betri borgurunum sem vildu búa nærri sjónum og nær náttúrunni og þá varð bræðslan að víkja það var svo vond lykt,hversu langt verður þar til að fiskverkun Granda fer sömu leið og hætt verður að koma með fisk til RVK nema í neytendapakkningum.Gamli Grandi orðin að tölvuveri fyrir tölvuleik og hinn hlutinn að safni um sjóinn og skip.Gúanóið

Á leiðinn eftir Mýrargötunni sér maður að þar sem Hraðfrystistöðin var stendur nú hálfbyggð íbúðarbygging sem virðist hafa dagað uppi í kreppunni,þar áttu víst að vera íbúðir fyrir fyrr nefnda borgar og hinumegin við götuna horfin hús sem hýstu Vélasöluna og járnsteypuna.Við hlið Hraðsins þar sem áður var Daníelsslippur er nú orðið plan og undir húsvegg niðri við sjóinn stendur gamla Gullborgin og fúnar niður,ætli örlög hennar verði þau sömu og Skaftfellings sem áratugi í fúnaði niður heima í eyjum og hvarf svo eftir fáránlega dýrann fluttning upp á land og svo til Víkur í Mýrdal í endurbyggingu,sem ekkert hefur orðið af.

Stálsmiðjan horfin undir plan og slippurinn sagður á sömu leið,en bíðum aðeins við þar var uppi eitt af fallegri skipum sem Íslendingar höfum átt og það sem meira er í skveringu,botn og skrokkur hreinsað og málað,yfirbygging og dekk málað, þetta skip var fyrir nokkrum árum úrelt og átti að farga því en Ísfélagið í eyjum fékk að að láni og og eigendur þess sáu að skipið var í flottu ástandi og engin ástæða til úreldingar og keyptu það,og í dag eru tvö elstu loðnuskip landsins í þeirra eigu og fullkomnu standi og fullum rekstri,um leið eru þetta eitthver fallegustu skip sem eru í 'Íslenskri eigu,Guðmundur VE og Sigurður VE eru flott og afkasta mikil skip sem eftir c 50 ár í notkun eiga eftir mörg ár.Guðmundur VE

 

 

 

 

 

Efalaust eru svona skrif eitthver nostalgía um eldri tíma,og efla laust túlka margir það svo.En mér finnst þetta ekki,hafnir sem vesturhöfnin eru byggðar til að í þeim þróist líf og skapi atvinnu,hrekja skip og báta í aðrar hafnir eða fjarlægari þar sem bryggjur og skip eru gyrt af með háum járngirðingum svo almenningur eigi ekki aðgang að þeim til hryðjuverka að sagt er eða sóttverndar,já þá vil ég aftur gamla lagið,fisk og slor,líf og puð með smá kjaftpásum inn á milli. Smóktime    

 


Syðra Fjallabak

Félagarnir Ég og vinur minn Magnús ákváðum fyrir 2-3 árum að fara ferð eitthvað út í bláinn,það eina sem við vissum var að við ættluðum austur að Hjörleifshöfða í fyrsta áfanga og sennilega gista þar í skipbrotsmannaskýlinu,sem er undir suðurenda höfðans,Maggi á Wrangler og ég á Pattanum.

Við ókum austur og vorum komnir snemma kvölds um kl 19 og renndum sem leið lá að skýlinu,er skemmst frá því að segja að það var í slíkri niðurníðslu að með ólíkindum má telja og öngvan vegin hæft til gistingar,við skoðuðum okkur um og fórum langleiðina hringinn í kringum höfðann,en komum að smá læk að austanverðu sem mér leist ekki á að fara yfir vegna sandbleytu og þó Maggi færi yfir var útilokað að ég kæmist á eftir á bíl sem er um 2,5t og bíll félaga míns of léttur til að draga minn lausann úr sandbleytu,svo við snérum við og eftir smá vangaveltur stefndum við inn á Fjallabak upp hjá Búlandi.

Þar sem við erum báðir með vhf talstöðvar vorum við að spjalla saman og ráða ráðum okkar með aðstoð stöðvanna,og ákváðum að fara inn að Hólaskjóli og taka hús þar,Maggi í skálanum og ég að vanda í bílnum því að sjálfsögðu var Bylgja með.

Er við komum þangað tjáðu skálaverðir okkur að þar stæði fyrir dyrum mikil veisla skála og landvarða og væri okkur því ekki laus gisting,gott og vel við skildum þetta vel og eiga þessir aðilar vel skilið að eiga sína helgi í friði,svona rétt í lok sumars og lokun skálanna.

Það vakti athygli okkar var að á hlaðinu voru tveir refir að gæða sér á mat sem skálaverðir höfðu lagt út til þeirra og höfðu þeir hænt dýrin að sér um sumarið með þessum árangri,þarna átu refirnir mat nánast í um 5m fjarlægð frá mönnum og bílum og voru hinir rólegustu.

En þetta leysti ekki okkar gistivanda og áfram var haldið og inn á Syðra-Fjallabak,og stefnt á Álftarvatnsskála,útsýnið á leiðinni var stórkostlegt og við náðum flottum myndum af Eldgjá og öðrum stöðum þarna og svo komum við að Syðri-Ófæru og ákváðum við að fara yfir vaðið þar sem hún rann á hrauninu,ég fór á undann og í lægsta gír og hægustu ferð lét bíllinn eins og skip í stórsjó og Bylgja boffsaði á mig eins og hún vildi segja,farðu varlega maður.

Er ég var kominn yfir sagði ég Magga að fara sömu leið og ég hafði farið en umfram allt að fara hægt  og varlega,Jess ekkert mál kom í gegnum talstöðini frá félaga mínum og svo ók hann af stað,Wranglerinn vaggaði og valt þarna út í miðja á,svo allt í einu kom rykkur á bílinn framendinn niður í holu,afturdekkinn uppúr vatninu,andlit félaga míns klístraðist á framrúðuna svo kom framendinn uppúr dekkin á loft og bíllinn á afturbrennaranum upp á bakkann,út snaraðist félagi minn og lagaði á sér gleraugun og horfði á mig,strauk sér um nefið og svo kom,Veistu það Laugi það er bara ekki hægt að fara hægt á þessum bíl,alltof mikið afl og ég of stuttur til að stíga laust á bensíngjöfina,ég viðurkenni fúslega að mér varð orðfall?'.

WranglerinnEn áfram héldum við og breyttum ákvörðun okkar um gistingu og stefndum inn á Mælifellsand,ættluðum inn í Hvanngil,um þetta leiti var farið að rökkva á sandinum og er við komum inn að Hólmsá var orðið aldimmt,en þvílík kyrrð og friður sem ríkti þarna og við Mælifellið stöðuðum við og drápum á bílvélunum og slökktum öll ljós og bara nutum kyrrðarinnar og þrátt fyrir myrkrið komu útlínur Mýrdalsjökuls skýrt fram á vinstri hönd og Mælifellið til hægri og útlínur hæða og fjalla sáust út frá þessum kennileitum.Mér fannst eins og eitthver hefði opnað fyrir stresstankana hjá mér og fann hvernig slaknaði á spennunni í líkamanum,ótrúleg stund og ógelymaleg,friðurinn og ægifegurð landsins seittlaði inn í hverja taug og hlóð upp þreki og styrk og stolti af að vera hluti af þessu landi.

Eftir þetta stopp héldum við áfram og komum inn að Kaldaklofskvísl sem var vantslítil og auðfarin,í Hvanngili var fullbókað og við inn að næsta skála og þar fékk félagi minn koju og ég græjaði mig í bílinn,fullkominn dagur.

Um kl 9 morgunin eftir vöknuðum við Bylgja hress og kát og Maggi mætti með nýlagað kaffi og í morgunsólinni sátum við þarna og nutum þess að vera til,við héldum svo áfram og í sól og blíðu brunuðum við inn að Laugarfelli þar nestuðum við okkur og slöppuðum af og ókum svo í rólegheitum til RVK í stressið,klárir í slaginn í bænum.

Svona ferð er ekki hægt að kaupa eða leigja,svona ferð lifir maður á í langann tíma,upplifunin er einstök og þó eflaust eitthverjum þyki þetta vera væmni þá upplifði ég þessa ferð nákvæmlega eins og ég skrifa,og þökk sé frábærum vini og félaga sem upplifir landið á sama hátt varð þessi ferð ógleymanleg,hafi hann þökk fyrir félagskapinn og vináttuna.     Nestis áning    


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Sigurlaugur Þorsteinsson

Höfundur

Sigurlaugur Þorsteinsson
Sigurlaugur Þorsteinsson

Frá Eyjum,brottfluttur, Læt mig flest mál varða,en hef þó takmarkaðan áhuga á pólitík,en smá samt.mest fróðleik um land og þjóð ásamt náttúrunni

 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...or_2011_073
  • Siggi að flá sel það sést í Smala og Pétur
  • 7221 101124199908035 100000313659793 27382 5374808 n
  • scan0001
  • Siggi þarna er verið að steypa hlöðuna á neðri bænum

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband